Vikan


Vikan - 10.11.1988, Page 9

Vikan - 10.11.1988, Page 9
Húsið sem Anderlecht lætur Amóri og Ólöfú í té er í vinalegu þorpi sem heitir Brussegem. Á meðan boltinn skoppar hjá þeim hjónum gengur allt í haginn, en þau hafa upplifað bæði góða og slæma daga þau tíu ár sem þau hafa búið í Belgíu. stoppistöð á Grensásvegi til að sjá hvort þau kæmu ekki með næsta strætó. Það var snjókoma og ískalt. Við fórum eitthvað að tala betur saman og ákváðum að skella okkur í Tónabæ saman fyrst vinir okkar klikkuðu. Við dönsuðum og svoleiðis, urð- um hrifin og það varð ekki aftur snúið eftir þetta. Strætisvagnaferðin var því happa- drjúg fyrir okkur.... Síðan þetta gerðist er mikið vatn runnið til sjávar, eins og gömlu mennirnir myndu segja. Arnór spilar nú með Anderlecht Amór Guðjohnsen var kjörinn íþrótta- maðöur ársins á íslandi í fyrra eftir að hafa orðið Belgíumeistari með liði sínu. Hann er nú metinn á 125 milljónir ís- lenskra króna. Ljósmynd: Sverrir Vilhelmsson eins og flestir vita og hefur orðið meistari með þeim. Núna hef ég gaman að tala um fótbolta. Fóbolti er lífið og það er undir velgengni Arnórs komið hvað við getum leyft okkur. Við erum búin að eiga flotta bíla, búum í góðu húsi og skreppum til annarra landa að vild. En það er misskiln- ingur hjá mörgum að þetta sé allt leikur. Við erum búin að reyna svörtu og björtu hliðar atvinnumennskunnar, ef atvinnu- maður meiðist og fæturnir eru ekki í lagi, þá getur allt verið búið á augabragði. Það þarf ekki nema sekúndubrot til að binda enda á feril knattspyrnumanns og stundum er ég hrædd um framtíðina sök- um þessa. Arnór er meiddur núna sem er talsvert áfall. Við vorum viss um að við værum búin að taka út okkar skerf af meiðslum, rúmlega tvö ár í allt. Ég var á leiknum sem hann meiddist í og hélt fyrst að hann væri bara með krampa þegar hann lagðist í grasið. Svo áttaði ég mig á því að hann væri meiddur og þegar heim kom vorum við dálítið óróleg. Þetta var líka al- varlegra en við héldum, Iærvöðvi rifnaði illa og Arnór fór til sérffæðings í Munchen. Það er mikil pressa frá liðinu að Arnór komist í gagnið aftur, enda hefur hann verið einn af máttarstólpum þess. Þetta sýnir best hvað þetta er ótryggt. Við fórum ung utan og erum bæði ólærð, þó ég hafi verið að fikta við ýmiss konar nám með heimilisstörfunum. Arnór myndi aldrei setjast fyrir ffarnan skrifborð ef hann hætti fótboltanum, hann þarf hreyfingu og þjálfun væri nærri lagi. Við tókum út langan tíma í meiðslum, þegar Arnór þurfti að fara í uppskurð. Þá var fullt starf hjá mér að halda honum í góðu skapi allan daginn. Hann var það illa meiddur að hann mátti sig hvergi hræra, át kex upp í sófa og horfði á myndbönd. Ég hugsa að við höfum leigt allar spólur á tveimur myndbandaleigum þetta tímabil. Stundum vildi ég fara út, skrapp kannski út til að dytta að garðinum. Þá stóð Arnór stundum upp og klessti nefið á rúðuna og horfði á mig. Þá vorkenndi ég honum svo mikið að ég kom inn aftur, því hann langaði ekki að vera einn. Ef ég skaust eitthvað í nokkra klukkutíma varð ég að gefa nákvæma lýsingu á atferlinu, hvert ég hefði farið. Hann var bundinn heima og ég skildi alveg hvernig honum Ieið. Það er líka mikið atriði að styðja við bakið á honum, atvinnumennskan er erfið og ég vil leggja minn skerf til málanna. Ég á góðan eiginmann, sem er framarlega á sínu sviði og því engin spurning að styðja hann vel. Ég veit að hann mun og hefur þegar stutt mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Belgískar konur hneysklaðar „Ég fór út í það að selja sérstaka æfinga- bekki til íslands og það gekk vel, starf sem ég hafði mikið gaman af. Ég hef dútlað í ýmsu síðustu árin, fór m.a. á námskeið til að læra að skipuleggja gestamóttöku, svona svipað og þegar Reagan og Gorba- chev komu til íslands.... og varð um leið leiðsögumaður, tók kúrs í mannlegum samskiptum. Það hefur líka mikill tími far- ið í vefnað, ég bý til litlar myndir og hef selt talsvert af þeim. Ég skrapp líka á ljósmyndanámskeið og á allar græjur heima, en hef ekki haft tíma til að fikta með þær. Svo hef ég gert svolítið af því að taka þátt í tískusýningum. Margar belgísk- ar konur eru hneykslaðar á framferði mínu, því að ég skuli taka mér eitthvað fýrir hendur, sé ekki bara að þrífa allan daginn heima. Mjög algengt er að eiginkonur belgískra knattspyrnumanna og reyndar eiginkonur yfirhöfuð hætti að hugsa um sjálfa sig þeg- ar þær giftast. Þær byrja að fitna, hætta að mála sig og loka sig inn á heimilunum. Konurnar hanga heima og kallarnir enda á pöbbunum. íslenskar konur er mun sjálf- stæðari í hugsun og ég þyki því vera frek Eiður Smári, sonur Ólafar og Amórs, er þegar farinn að láta að sér kveða. Ander- lecht, lið Arnórs, vill að hann skrifi strax undir samning þó hann sé aðeins tíu ára. Hér fagnar hann markakóngstitli. Ljósmynd: Vilmar Pétursson 25. tbl. 1988 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.