Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 10

Vikan - 10.11.1988, Side 10
 „Fyrstu árin voru erfið og nú er heimilislífið komið í nokkuð fastar skorður. Ég sinni áhugamálum mínum en styð líka vel við bakið á Arnóri. Þess þarf í þessum fótbolta- heimi,“ segir Ólöf, sitjandi í stofunni heima hjá sér. og eigingjörn að vilja gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Það er mjög algengt að belgísk- ar konur séu ekki með bílpróf, þær eiga ekki að þurfa þess. Þær voru margar hlessa á því þegar konur fóru í verkfall heima á íslandi á sínum tíma og enn fleiri gapa þegar þær frétta að forsetinn sé kona. Belgísk hjóna rígbinda hvort annað alltof mikið. Það er í það minnsta mjög algengt. Við Arnór erum mikið saman og heima- kær. Mér finnst samt ágætt að vera ein ann- að slagið, en er farin að sakna hans mjög mikið ef hann er lengur en tvo daga í burtu. Við viljum hafa það huggulegt heimafyrir, en gerum mikið af því að skreppa á kaffihús á sunnudögum, eða að heimsækja Guðmund Torfason knatt- spyrnumann og konu hans Erlu Guðjóns- dóttur. Þau eru góðir vinir okkar. Stund- um þvælumst við saman í líkamsrækt, Arn- ór skýst stundum í billjard en ég held okk- ur líði best saman heima. Við fáum stund- um óvæntar heimsóknir, aðdáendur liðs- ins grafa einlivern veginn upp heimlisfang Arnórs og koma hingað þó við búum langt úr aifaraleið. Þá eru þeir að biðja um myndir og eiginhandaáritanir." Rasa út þegar atvinnu- mennskunni lýkur „Eiður Smári er kominn á sömu línu og pabbi hans. Hann þykir góður með knött- inn og forráðamenn Anderlecht vildu láta hann skrifa undir samning, þó hann sé bara tíu ára. Þeir vildu tryggja að þeir fengju hann seinna meir, en við sögðum náttúrulega nei. Við getum alveg hugsað okkur til hreyfings, það freistar okkar að komast í boltann á Ítalíu. Lið þar hafa sóst eftir Arnóri, en Anderlecht hefur sett upp hátt verð fyrir hann. Þeir heimta 125 millj- ónir af þeim sem vilja kaupa hann, ítalska liðið Sampdoria sýndi honum meðal ann- arra áhuga á tímabili. Gallinn er sá að Arn- ór spilar ekki með þekktu landsliði, eins t.d. því belgíska, og ef Anderlecht gengur ekki vel í Evrópukeppninni fær hann ekki nóga mikla auglýsingu, sem þýðir að Arn- ór er kannski ekki þekktur víða í Evrópu. En við gætum bæði hugsað okkur að prófa eitthvað nýtt, á Ítalíu, Frakklandi eða í Grikklandi. Eiður Smári er nú ekkert sammála því. Hann á sinn vinahóp í Belgíu og gengur vel í skólanum svo og í knattspyrnunni. Hann vill ekki fara héðan. Ekki heldur til íslands. Hann er tíu ára og kominn á kaf í tungumálalærdóm, talar flæmskuna reip- rennandi, svo og ensku og er að byrja að læra frönsku. Það er mun meiri agi í skól- um hérna og ég hugsa að Eiður fengi áfall ef hann sæi hvernig íslenskir krakkar láta stundum í skólanum. Hann á framtíðina fyrir sér, en hjá okkur er ljóst að bestu ár Arnórs fara nú í hönd hvað knattspyrnuna varðar. Besti tími knattspyrnumanns er frá 27 til svona 31 árs og því eru allar árar úti með það að nýta tækifærið sem best. Við þurfum náttúrulega að neita okkur um ýmislegt, erum bundin við knatt- spyrnuheiminn en fáum líka mikið sem aðrir fá ekki. Það er t.d. ekki vel liðið að leikmenn séu að skemmta sér á knatt- spyrnutímabilinu. Þá eru þeir teknir inn á teppi hjá stjórnendum. Arnór er líka á sérstöku feði, kökur og sælgæti eru á bannlista, nokkuð sem er ríkt í íslending- um að maula á. Ég tek út minn skammt í heimsóknum til íslands. Ég hef gaman af því að fara á skíði og ætla til Austurríkis í vetur. Þangað má Anrór ekki fara, því hann er ekki tryggður gegn óhöppum þar. Þegar atvinnumennskunni lýkur eigum við sjálf- sagt eftir að rasa út í ýmsum málum, en núna er málið hringlaga knöttur. Er ekki líka jarðkúlan hringlaga — hnöttur...." sagði Ólöf. Þetta er nýjasta tölublað Húsa og híbýla. Þú getur ekki án þess verið Ef þú ert ekki nú þegar áskrifandi er ekki eftir neinu að bíða. Síminn er 83122. 1 0 VIKAN 25. TBL. 1988

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.