Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 16

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 16
Blómaskeið hippanna með Mamas and Papas í fararbroddi. Sólveig Birgisdóttir, Karl Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Stjórnandinn Þorsteinn Eggertsson í Elvis Presley sveiflu á sviðinu. HARDSKEYTTIR ROKKARAR Sýningin Rokkskór og bítlahár heillaði marga norðanmenn í Sjallanum í vor áður en hún var flutt á Hótel ísland í haust. Margir þeirra sem taka þátt í sýningunni eru að norðan og þó þeir séu lítt eða ekk- ert þekktir á höfúðborgarsvæðinu hafa sumir troðið upp eða spilað á sveitaböll- um víða um land. Júlíus Guðmundsson, Ingvar Grétarsson og Karl Örvarsson syngja bróðurpart laganna, en sá síðast- nefhdi er þekktur sem söngvari úr Stuð- kompaníinu, sem nú hefur lagt upp laup- anna. Hinir tveir hafa ætt um allt land á sveitaböllum, Ingvar sem grimmur gítar- isti og söngvari. Hann datt inn í nýja hlut- verkið fýrir hreina tilviljun. „Þegar verið var að vinna að undirbún- ingnum að sýningunni forfallaðist einn söngvarinn á síðustu stundu og ég bauð mig fram. Þorsteinn Eggertson stjórnandi sýningarinnar tók því og síðan hef ég bæði sungið og spilað á gítarinn," sagði Ingvar Grétarsson í samtali við Vikuna. Hann vakti mikla hrifhingu kvenfólksins þegar hann söng lag Tom Jones, Deliah á áhrifa- mikinn hátt. Hann stælir líka Maybellene Chuck Berry, Long Tall Sally Little Richard auk þess að syngja með öðrum í fleiri lögum. „Við reynum að líkja eftir söng þeirra sem gerðu lögin fræg, þó það afbakist nú stundum. Ég þekkti flest lögin, þar sem ég hlusta yflrleitt á alla músík, en varð samt að setjast niður og spila þau lög sem ég syng til að ná rétta andanum," sagði Ingvar. „Rokkið gengur enn þann daginn í dag, það er enginn ákveðinn tegund af tónlist sem að er ráðandi núna. Spila- 1 6 VIKAN 25. TBL. 1988 mennskan er í sjálfu sér sú sama, núna er bara meira af tækjum og tölvustýringum, til að hjálpa tónlistarmönnum. Ingvar er fjölskyldumaður og búsettur á Akureyri, en hann flýgur á milli um hverja helgi. Spilar og syngur á Hótel íslandi og einnig með hljómsveitinni Karakter í Hollywood, eftir að rokksýningunni líkur. Hann er því nánast á hvolfi í spilamennsku all ar helgar. „Það er náttúrulega erfitt að vera aldrei heima, en þetta er ekkert öðru- vísi núna en áður. Ég hef spilað með hljómsveitum á heimaslóðum og þá höf- um þeyst á sveitaböll um allar trissur. Ég er búinn að stunda þetta í 7-8 ár og þetta venst, eins og hver önnur vinna.“ Þó Ingvar hafi vakið hvað mesta lukku, eru fjölmargir aðrir söngvarar sem gefa sýningunni lit. Skriðjökulinn Ragnar Gunnarsson, Einar Júlíusson og Þorsteinn Eggertsson fylla hlut karlmanna, en þær Sigríður Beinteinsdóttir, Anna Vilhjálms- dóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir og Sólveig Birgisdóttir sjá um kvenlegu hliðina. ÖIl rokka þau í kapp við dansaranna, sem sveiflast annað slagið um sviðið meðal sögnvaranna. ta lukku, eru fjölmargir aðrir söngvarar sem gefa sýningunni lit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.