Vikan - 10.11.1988, Page 19
húsverðinu þegar við byrjuðum að byggja.
Lánafyrirgreiðslan hjá bönkum eða hinu
opinbera var ekki mikil á þessum árum —
það var hægt að fá lánuð í hæsta lagi 10%
af íbúðarverðinu — en við áttum góða
kunningja. Á stríðsárunum hafði sumum
saínast nokkurt fé og það var hægt að slá
menn hér og þar um smáupphæðir sem
síðar voru greiddar til baka þegar betur
stóð á. Það er einnig líklegt að verðbólgan
sem þarna var tekin að magnast hafi hjálp-
að eitthvað til þótt manni væri það ekki
ljóst fyrirfram."
Bárður segist hafa verið heppinn að hafa
alltaf haft trausta og góða atvinnu. Unnur
bendir á að hinar heimavinnandi húsmæð-
ur í þá daga hafi iíka lagt sitt af mörkum
því þær voru allt í senn; saumakonur,
vinnukonur og hvað eina.
Eðlilegt að hjón láti í Ijósi
ólíkar skoðanir
Unnur kveðst hafa verið heimavinnandi
að mestu leyti ffam að því að yngri sonur-
inn var um tíu ára en sá eldri kominn í
menntaskóla, en hafi þá farið aftur út að
vinna. „Þetta var mikil reynsla, jafnvel fyrir
stóra stráka komna í menntaskóla sem
henda inn töskunni og kalla mamma og
enginn svarar! En ég hefði ekki viljað
missa af þessum tíma heima. Þá fékk ég
margt að heyra og hjálpaði þeim oft að
ráða ffam úr vandamálunum," segir
Unnur.
„Við hljótum vitanlega að hafa vissar
áhyggjur af því hvað konur geta lítið verið
heima við nú, en lífsmátinn í dag hann
býður ekki upp á það að konur séu heima.
Ég skil því sjónarmið útivinnandi kvenna,
að það er lítill tími til samvista við börnin.
Það var ómetanlegt fyrir börnin okkar að
geta haff móður sína hejma á meðan þau
voru lítil, en það var ekki okkur að þakka.
Tíðarandinn gerði það að verkum að
þannig var þetta hjá flestum.“
Vikan hefúr jafnan verið dugleg við að
fjalla um margs konar vandamál við sam-
búð og hjónaband. Þar sem þau Unnur og
Bárður hafa afrekað það á tímum sívaxandi
sambúðarvanda og hjónaskilnaða að búa
saman í hálfa öld er ekki úr vegi að spyrja
hvort þau eigi einhver ráð til handa ung-
um hjónum.
„Það verður fyrst og ffemst að ríkja
gagnkvæmt traust og skilningur á milli
þeirra. Það er eðlilegt að fólk láti stundum
í ljósi ólíkar skoðanir og að það hvíni og
þjóti í öllu. Þá er nú best að ekkert barefli
sé innan seilingar," segir Unnur og hlær.
„Nei, nei,“ heldur hún áffam, „í alvöru
talað, ég held að umburðarlyndi og skiln-
ingur sé afskaplega mikilvægur, og að
hlaupa ekki undan minnstu misklíð.“ Bárð-
ur er þessu alveg sammála, en bætir við að
karlmenn eigi alltaf að vera sáttir við það
að eiga fallegustu konuna í bænum! Þau
hjónin eru hjartanlega sammála um að
sambúðin hafl gengið eins og best verður
á kosið. Vitanlega hafi off komið upp skipt-
ar skoðanir og það væri reyndar fúrðulegt
ef svo hefði ekki verið, „en maður verður
að geta ráðið fram úr því,“ segir Unnur
með áherslu.
Unnur og Bárður voru heimsótt í tilefni af 25 ára afmæli Vikunnar og var þessi mynd
tekin við það tækifæri.
„Ef til vill giftist fólk í dag of ungt. Það er
svo óskaplega margt sem ffeistar og fólk
svo margt eftir ógert þegar það giftir sig.
Fólk gerir óheyrilegar kröfúr til lífsins og
lífsgæðakapphlaupið kostar mikið. Þetta
strit fyrir þaki yfir höfúðið er hreinlega
ómanneskjulegt. Það væri til bóta ef fólk
ætti þess til dæmis kost að leigja gegn
sanngjömu verði í stað þess að þurfa að
ganga að sjálfú sér hálf dauðu við að eign-
ast húsnæði, sér í lagi ef kröfúmar sem
fylgja því em óhóflegar.“
Hafa aldrei átt bíl!
Unnur og Bárður hafa ferðast töluvert
bæði utanlands og innan og eignast fjölda
góðra vina. Það kemur ffam í viðtalinu fyr-
ir 25 ámm að þau hafi aldrei átt bíl, ogþau
hafa ekki eignast hann síðan. Þau hafa ávallt
farið fótgangandi eða í almenningsvögn-
um allra sinna ferða, jafnvel þótt Unnur hafi
þurft að sækja vinnu til Garðabæjar, Hafn-
arfjarðar og Keflavíkur. í seinni tíð segist
hún þó láta það eftir sér að kaupa sér
leigubíl þegar svo beri undir.
Dagsstundin hjá þessum heiðurshjónum
leið fljótt. Blaðamanni var boðið upp á kafli
og við spjölluðum um heima og geima.
Unnur sýndi blaðamanni meðal annars
myndir úr brúðkaupi yngri sonar þeirra,
sem hafði gift sig í Svíþjoð fyrir nokkmm
ámm. Brúðurin var klædd kunnuglegum
kjól, enda kom á daginn að þama var kom-
inn brúðarkjóll Unnar. Kjóllinn er úr silki-
satíni og blúnduefni, saumaður af Ástu
Þórðardóttur saumakonu í Reykjavík.
Unnur segist sjálf hafa ákveðið útlit
kjólsins, en Ásta saumaði af stakri vand-
Fyrstu brúðhjón Vikunnar
Myndin af Unni og Bárði sem birtist í 1.
tbl. Vikunnar 17. nóvember 1938.
virkni. Á ermunum em til dæmis 15 hand-
gerðar lykkjur fýrir hnappa og í það
minnsta helmingi fleiri á bakinu. Það kem-
ur einnig upp úr dúmum að brúðguminn
er klæddur sömu kjólfötunum og faðir
hans var í á sínum tíma.
Viðtalinu 1963 lauk á því að blaðamaður-
inn setti ffam vangaveltur um ffamtíðina
þess efnis að einhvem tíma birti blaðið
brúðarmynd af sonum þeirra Unnar og
Bárðar og kæmi síðan 25 ámm síðar og
tæki viðtal við þau hjón. Ef til vill rætist sú
spá ekki, en Vikan hefúr á sínu hálfrar
aldar æviskeiði alltaf verið í takt við það líf
sem lesendur hennar hafa lifað.
1 v’