Vikan


Vikan - 10.11.1988, Page 22

Vikan - 10.11.1988, Page 22
Torsten Lauresen í Moskvu fyrir Vikuna: MYNDIR: CARSTEN SCHALE ÞÝÐING: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Hún byrjaði að læra á hljóðfæri íjögurra ára gömul og sex ára hélt hún sinn fyrsta píanókonsert. Sextán ára fór hún að starfa sem atvinnuhljóðfæraleikari og með henni hafa verið seldar fleiri en 220 milljónir hljómplötur. í heimalandl hennar er alltaf uppselt á hljómleika hennar, en á um tuttugu ára hljómlistar- ferli hennar skipta þeir þúsundum. Næstum óger- legt er fyrir venjulegt fólk að fá að nálgast hana og þar til fyrir stuttu var hjónaband hennar leyndar- mál. Okkur tókst þó að fá að eyða heilli helgi með henni á ýmsum stöðum. Hún heitir Alla Pugatjova og er vinsælasti listamaður Sovétríkjanna. Hvítur flygill og kampavín Við þurftum að ganga í gegn- um stranga öryggisskoðun áður en okkur var hleypt inn á heimili hennar að Gorkigötu 37 í Moskvu. Miðaldra kona hleypti okkur inn, eftir að^úið var að draga slagbrandarp firá hurðinni og opna aflaiáása. Þecta var Ludmila senwjauð okkur inn, en hún er „allt mögulegt" manneskja Pugat- jova og besta vinkona. Hún lán- ar okkur inniskó og við förum inn í herbergi sem er sambland af vinnu- og upptökuherbergi. Við setjumst í gyllt sófasett, í rússneskum keisarastíl, og bíð- um eftir stjörnunni. Herbergið er eitt af sex hetbergjum íbúðar- innar og er mjög fallegt og smekklega innréttað. Gólfið er * *fl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.