Vikan


Vikan - 10.11.1988, Síða 23

Vikan - 10.11.1988, Síða 23
Fjögurra ára gömul hóf Alla Pugatjova píanónám; sex ára hélt hún sinn fyrsta konsert. parketlagt á sérstakan hátt og innlagt með tíglum úr dökkum viði. Hvítur flygill stendur í einu horninu og mikil hljóm- tækjastæða í öðru. Mikið er um blóm og mest ber á gula litnum. Útsýnið er engu líkt... Síðan kemur hún inn, dálítið þreytt en þó glaðleg. Alla Pugatjova er 39 ára gömul. Föt- in hennar eru aðallega í svört- um lit og hárið er mikið og eld- rautt. Hún er ekkert meira mál- uð en austurevrópskar konur yflr höfuð. Hún er fremur smá- vaxin og örlítið þybbin; hlátur- inn er afar smitandi. Þegar kveðjurnar eru yflrstaðnar þá förum við í gang. Rokksöngkona, lagasmiður og listmálari Alla Pugatjova er allt í senn; söngkona, textahöfundur, lagasmiður, málari, leiktjalda- hönnuður og ffiðarsinni. ,Já, ég hef aldrei litið á mig sem eingöngu rokksöngkonu, meira sem allsherjar listamann- eskju. Og ég get ekki sleppt neinu af því sem ég er að gera, þá fyndist mér ég aðklemmd. En því er ekki að neita að rokk syng ég mikið.“ Því er einnig þannig varið í Sovétríkjunum að hún erþekkt fyrir allt sem hún gerir, þó fyrst og fremst sé litið á hana sem rokkhljómlistarmann — og það engan venjulegan. Hún hefur markað djúp spor í vitund fólksins í Sovét. „Mér er hjartfólgnast að geta stuðlað að betra mannlífi, en auðvitað um leið að gleðja fólk með söngvum mínum og tón- list - og þar kemur rokkið inn í myndina, ásamt annarri tónlist og textum. Tónlistin er líklega besta byggingarefnið til að brúa bilið að milli þjóða!" Hún stendur upp um leið og gengur að barnum. Hún biður um hressingu fyrir okkur og kemur síðan ásamt Ludmilu með ávexti, drykki og hlátur. Grænmetisæta og nátthrafn „Ég borða aldrei morgunmat og er mjög morgunsvæf. Þegar ég er heima fer ég yflrleitt ekki á fætur fyrr en um tíu, ellefu leytið. Ég er nátthrafh, með öðrum orðum, sem borðar eins konar hádegis-kvöldverð ein- hvern tíma um eftirmiðdaginn. Grænmetisfæði. Og þá kviknar á mér. En því miður er uppá- haldsmaturinn minn ekki til hér, en það eru ýmsar tegundir af salati og heilsufæði. Það er einu sinni þannig að kartöflur eru þjóðarréttur okkar...“ Og það kviknar svo sannar- lega á henni þennan dag þó há- degis-kvöldverðurinn saman- standi ekki af öðru en perum og vínberjum sem skolað er niður með flösku af rauðu kampavíni fr á Krímskaganum — sem á stendur Alla 88. Og við skálum í þessu kampavíni. Við setjumst síðan og Alla lætur annan fótlegginn dingla yfir gyllta sófabrúnina, en á fætin- um er hvítur silkisokkur skreyttur tveimur stjörnum. „Ég er nokkuð flókinn per- sónuleiki — eins og smekkur minn. Ég er fljót að reiðast — en fljót að jafna mig og þá biðst ég afsökunar. Ég hlæ mikið, græt mikið. Rómantík, angurværð, glens og gaman er það sem ég er búin til úr. Og smáskammtur af alvöru. Og ég get aldrei sung- ið nema mér líði vel.“ Hún stekkur á fætur og að flyglinum og spilar fyrir okkur Hún er 39 ára og hljómplötur hennar hafa selst t meira en 220 milljón eintökum. lítið lag sem hún hefur aldrei spilað fyrir neinn áður. Mel- ódía, austurlenskari en þær sem við erum vön að heyra, en sem lýkur með hröðu og vest- rænt blönduðu rokki. Þegar síðasti tónninn deyr út kemur hún til okkar aftur. Tina Turner uppáhaldssöngkona „Mér þykir gaman að allri fal- legri tónlist, en uppáhaldið er rússnesk þjóðlagatónlist og hart rokk. Ef ég ætti að nefha einn tónlistarmann sem ég dái þá mundi það vera Tina Turner — vegna þess hversu kröftug hún er en einnig af því að hún tekur sjálfa sig ekki alltof alvar- lega og vegna sviðsffamkom- unnar." Á meðan á samtalinu stendur hringir síminn látlaust og mik- ið er um mannaferðir í íbúð- inni, en Alla Pugatjova svarar sjaldnast símanum sjálf og læt- ur sér fátt um allt fólkið finnast, þ.e.a.s. tónlistarmenn, listamenn og vini sem eru sí- fellt að koma eða fara. Aftur á móti er hún alltaf á fartinni og rýkur á fætur og sækir teikn- ingu sem sýnir tillögu að nýju plötuumslagi, þvínæst til að sækja glös, koníak og sígarett- ur... og hún sem var búin að vera hætt í mánuð. ,Já, það er heimskulegt að reykja! En svo róandi! Og ég verð að segja ykkur sögu um þetta. Þegar ég hætti að reykja, þá samdi ég lag sem heitir „Hendum sígarettum". En fólk misskildi þetta heldur betur, því á hljómleikum hjá mér þá henti það sígarettum upp á svið...!“ Marmarabaðker og gullbidet Nú er Alla virkilega komin í stuð — þrátt fyrir kæfandi hita inni, sem í allri Moskvu er alltaf stilltur á hæsta - jafnt sumar sem vetur. En við þurfum að létta á blöðrunni og inni á baði biður okkar óvænt sjón. Bað- herbergi Öllu Pugatjovu er smækkuð ævintýrahöll. Þar eru ekki einungis nauðsynjahlut- irnir - gulllitir - heldur eru þar innréttingar allan hringinn: speglar, gyllt bidet, löng og mikil hilla fúll af öllum bestu snyrtivörum og ilmvötnum Vesturlanda. En mest hrífúr okkur niðurgrafna marmara- baðkerið með tveim símum - annar fyrir Pugatjovu og hinn fýrir umboðsmanninn og gesti. Hér, eins og alls staðar annars staðar, angar allt af lavendel- ilmi. 25. tbl. 1988 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.