Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 27
Ritstjórar Vikunnar í 50 ár
Ég hef aldrei ljóstrað því upp... að þá skrifaði ég eina sögu undir fölsku erlendu
„Breytinga*
tillögur voru
ekki vinsælar“
TEXTI: GUÐRÚN ALFRÐESDÓTTIR
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Gísli J. Ástþórsson var sá fjórði í
röðinni sem ritstjóri Vikunnar,
en það var frá árinu 1953 til
1958. Hann mun hafa verið
fyrsti íslendingurinn sem lauk námi í
blaðamennsku. Gísli hefur fengist við rit-
störf og jafnframt starfað á Morgunblaðinu
í allmörg ár.
„Eftir að ég kom heim úr blaða-
mennskunámi í Bandaríkjunum vann ég á
Mogganum í fimm ár. Síðan datt ég út úr
blaðamennsku í ein þrjú ár eða þar til mér
bauðst ritstjórastarf á Vikunni, sem ég tók
auðvitað feginshendi. í þá daga hljóp mað-
ur nefnilega ekki bara út á næsta horn og
réð sig á eitthvert blað eða nýja útvarps-
stöð. Ég var nýbúinn að eignast helming-
inn í Vikunni, af tómri ævintýramennsku,
þegar ég hætti þar fimm árum síðar. Þá
hafði mér boðist ritstjórn Alþýðublaðsins,
sem var talsvert mikið blað, og setti ég
sem skilyrði fyrir starfinu að þeir Alþýðu-
blaðsmenn útveguðu mér kaupanda að
mínum hlut í Vikunni. Ég gat ómögulega
farið að hafa áhyggjur af henni sem rit-
stjóri Alþýðublaðsins. Það vildi svo vel til
að strax fannst kaupandi, ungur maður
sem ætlaði að verða íslenskur blaðakóng-
ur, en það var Hilmar A. Kristjánsson. Hjá
Alþýðublaðinu var ég líka í fimm ár, þessi
fimm ára tímabil virtust orðin regla hjá
mér á þessum árum.
Hausinn Ijótur og leiðinlegur
Þegar ég byrjaði á Vikunni var hún í
eigu Steindórsprents, en síðar vildu þeir
losa sig við hana og var það ástæðan fýrir
því að ég keypti helming blaðsins. Þetta
var hagkvæm útgáfa fýrir prentsmiðjuna
að því leyti að gripið var í vinnslu blaðsins
þegar lítið var að gera í öðru. Vikan var
sextán síður og í föstum skorðum þannig
að mitt starf var bara að sjá um að fylla út
í hinn fyrirffam ákveðna ramma. Breyt-
ingatillögur voru ekki vinsælar því svona
hafði blaðið verið og þannig var þægileg-
ast að vinna það. En þetta voru ljúfustu
menn að vinna fyrir.
Ritstjórn blaðsins var tvær manneskjur,
ég var sem sé ritstjóri yfir Elínu Pálma-
dóttur blaðamanni. Elín var afskaplega
dugleg og góður blaðamaður, raunar vel á
við tvo. Þetta gekk því alveg prýðilega hjá
okkur en ekki var um neinar byltingar að
ræða á Vikunni. Það var auðvitað heilmik-
nahii.
ill fiðringur í puttunum á manni og löngun
til að koma ýmsum draumum í verk, en
vegna þess hve stíft var haldið um taum-
inn var annaðhvort að sætta sig við hlutina
eða hætta. Einu fékk ég þó að breyta mjög
fljótlega sem var einfalt og kostaði lítið, en
það var haus Vikunnar. Ég man þegar ég
var að ræða þessar breytingar við ónefnd-
an prentsmiðjustjóra og er ég hafði útlist-
að vandlega fýrir honum hvað mér fyndist
hausinn ljótur og leiðinlegur, fræddi hann
mig á því að hann hefði sjálfúr teiknað
hann. Einnig var ég ósáttur við að hafa er-
lendar myndir á forsíðunni svo ég fékk
leyfi til að fá ljósmyndara annað slagið til
að taka myndir úr íslensku umhverfi.
Varðandi lesefhi blaðsins þá gátum við
aukið svolítið innlent efhi án þess að raska
forminu. Við reyndum líka að lífga upp á
framhaldssögumar en þær voru eiginlega
burðarás blaðsins. Ef þær náðu athygli les-
enda í byrjun var salan tryggð næstu mán-
uði. Einu sinni man ég eftir svo vel lukkuð-
um vestra að slegist var um handritið í
prentsmiðjunni og þá var maður aldeilis á
grænni grein. Ég hef aldrei fyrr ljóstrað því
upp að einhverntíma þegar við vomm í
óskaplegu ffamhaldssöguhallæri þá skrif-
aði ég eina sögu sjálfur, undir fölsku er-
lendu nafni. Þetta var bara ágætis reyfari,
ekkert verri en hver annar, og mikið gam-
an að skrifa hann. En svo leynt fór ég með
þetta að ég held hún Elín hafi ekki einu
sinni vitað af þessu.
Eðlilegt að skussum fjölgi
Útgáfustarfsemin á þessum ámm var
svona eins og gamall vani, alltaf sömu
blöðin og sama vikukritið og ekkert stór-
brotið að gerast. Eins og engum dytti neitt
sérstakt í hug. En það er ekki alveg hægt
að segja það sama um þessa hluti í dag. Að
sumu leyti er ég mjög hrifinn af þróun út-
gáfúmála síðustu árin, þótt smndum sé farið
heldur geyst að mínu áliti. En ég er voða-
lega ósáttur við árans dellurnar sem koma
ffá sumum blaðamönnum. Það er kannski
eðlilegt að skussunum fjölgi eftir því sem
hjörðin stækkar, en þar með falla þeir líka
auðveldlega í fjöldann. í fámenninu í
gamla daga komust menn ekki upp með að
skrifa illa bjagað mál marga daga í röð, það
varð svo áberandi. Það er auðvitað jafn
sjálfsagt að blaðamaður geti skrifað ís-
lensku og að smiður geti haldið á hamri.
Vikan varð að vana
— rétt eins og Fálkinn
Vikan hefur átt sín góðu tímabil á þess-
um fimmtíu árum en það mest spennandi
finnst mér vera upphafið. Vikublaðið Fálk-
inn var orðinn eins og hver annar kækur
þegar Vikan kom til sögunnar, en hún var
dálítið í stíl við danska blaðið Hjemmet.
Sigurður Benediktsson ritstjóri var alveg
sérstaklega pennafær maður, skrifaði lát-
laust og gott mál sem hæfði blaðinu vel.
Síðan komu tímabil þar sem Vikan varð að
vana rétt eins og Fálkinn, en tók svo góða
spretti öðru hvoru með nýjum mönnum
sem ætluðu sér stóra hluti. Svona til gam-
ans má það fljóta hér með að ekki er ólík-
legt að kveikjuna að stofnun Vikunnar
megi rekja til ákveðins atburðar í líft Sig-
urðar Benediktssonar. Þegar hann var ung-
ur sveitapiltur vann hann þá hetjudáð að
bjarga telpuhnokka úr lífsháska við hinar
erfiðustú aðstæður. Danskt vikublað, sem
verðlaunaði óbreytta borgara fyrir ýmis
björgunarafrek, hafði spurnir af þessu og
bauð pilti út til Kaupmannahafhar til að
veita slíkum verðlaunum móttöku. Þannig
kynntist Sigurður af eigin raun og á áhrifa-
ríkan hátt vikublaði í svipaðri mynd og
hann átti síðar eftir að stofna."
25. tbl. 1988 VIKAN 27