Vikan - 10.11.1988, Side 32
LIFIÐ Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1988
25 ára framtíðarspá
„Það verður gaman að lifa árið 1988,“ sögðu banda-
rískir framtíðarspámenn árið 1963. Það ár varð Vikan 25
ára og í afmælisblaðinu birtust spádómar þessara
manna. Þeir spádómar voru endurbirtir í síðasta tölu-
blaði Vikunnar.
En það voru fleiri en bandarískir framtíðarspámenn
sem létu hugann reika til næstu tuttugu og fimm ára í af-
mælisblaði Vikunnar árið 1963. í skemmtilegri grein í
sama blaði um Lífið á íslandi eftir 25 ár, leiddu saman
hesta sína þrír íslendingar og spáðu fyrir um þróun ým-
issa mála. Þetta voru þeir Gísli Halldórsson verkfræðing-
ur, Jóhann Hannesson guðfræðiprófessor, sem nú eru
báðir látnir, og Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Þess-
ir ágætu menn voru allnokkuð jarðbundnari í sínum
spádómum en hinir bandarísku spekúlantar og fara
býsna nærri um mörg atriði þó önnur séu fjær því að
hafa ræst. Hér verður staldrað við það helsta úr spjalli
þeirra þremenninga um lífið á íslandi árið 1988. Guðrún
Alfreðsdóttir vann þennan úrdrátt og endursögn úr Vik-
unni og leitaði jafnframt álits Jóhannesar Nordal á því
hvernig gamla greinin kemur honum fyrir sjónir nú.
Lífskjör og samgöngumál
Samtalið hefst á því að þeir Jóhannes,
Gísli og Jóhann ræða hinar geysilegu
miklu breytingar og framfarir í landinu
undanfarin 25 ár (1938—1963) og eru
sammála þar um. Jóhannes nefnir að
ýmsar stökkbreytingar hafi orðið vegna
þeirra verðmæta sem komu í kjölfar styrj-
aldarinnar, en hvort slíkar breytingar
muni eiga sér stað næstu 25 ár sé erfltt að
sjá fyrir. Gísli telur að tækniþróun mundi
aukast æ hraðar samfara meiri notkun vís-
indalegs tækjabúnaðar, eins og rafmagns-
heila. Jóhann álítur að hér haldi tækni-
framfarir áfram að vera nokkuð jafnar.
Varðandi almenn lífskjör og kaupmátt
launa árið 1988, segir Jóhannes: „Miðað
við þá þróun, sem orðið hefur í efnahags-
kerfi landsins undanfarið 25 ára tímabil, þá
mundi ég segja að það þætti gott, ef af-
koma fólks yrði orðin helmingi betri eftir
25 ár (þ.e. tvöfalt betri). Ég miða þetta við
það, sem almennt er álitið að hægt sé að
ná með því hagkerfi, sem við höfum.“
Gísli styður þetta álit Jóhannesar.
Þeir félagar hafa ákveðnar hugmyndir
um hvernig samgöngumálum verður hátt-
að 1988. Gísli álítur að bílar verði enn
helsta samgöngutækið á landi og ef til vill
„Monorail" (einteiningsbraut) eða járn-
brautir því ekki sé hann sáttur við að hafa
hlaupið yfir það skeið. Hann hefúr ekki trú
á loftpúðabílum til almennrar notkunar,
en þeir séu heppilegir til að komast yfir
vötn og sanda. Honum finnst trúlegt að
32 VIKAN 25. TBL. 1988
einkaflugvélar og þyrlur verði meira not-
aðar og „í millilandasamgöngum held ég
að komnar verið í notkun flugvélar, sem
skotið verði beint upp í háloftin, en svífa
svo til jarðar á áfangastað. Þessar vélar er
nú verið að smíða, og þær nálgast efdflaug-
ar að því leyti að þær fara með um 2000
mílna hraða og munu verða um 2 klst.
héðan til New York.“
Jóhannes telur ólíklegt að verulegar
byltingar verði í samgöngumálum, en
sennilega verði framfarir mestar á sviði
flugtækninnar. „...að komnar verði fúll-
komnari vélar, sem fara lóðrétt upp og
beint niður til að setjast."
Jóhann segist óska þess að þyrlur verði
orðnar almennari. „Þá gæti maður t.d.
skroppið norður í land á hálfúm eða heil-
um klukkutíma, ef hér er rigning, en sól
fyrir norðan.“ En annars á hann ekki von á
neinum byltingum í samgöngumálum.
Þeir ræða vegakerflð og hugsanlega
þróun í þeim málum, en ekki telja þeir
neinar stökkbreytingar líklegar þar á þessu
tímabili. Jóhannes segir að það muni
áreiðanlega taka þessi 25 ár að koma upp
góðu, nútíma vegakerfi. Gísli er sammála
því en bætir við að vegir verði aldrei góðir
hér vegna veðráttunnar, nema þá upphit-
aðir. Jóhann varpar fram spurningu um
yfirbyggða vegi, en Gísli svarar því til að
slíkt yrði óhemju dýrt i stofnkostnaði, sem
og aðrar framkvæmdir byggðar á nýrri
tækni.
Jóhannes bendir á að tækniþróun sé að
litlu leyti þess eðlis að menn uppgötvi
allt í einu einhverja nýjung, sem jafnframt
verði mjög ódýr. Þróunin sé jöfn og hæg-
fara, hlutirnir unnir betur smám saman til
að gera þá hagkvæmari.
Gisli segir að það verði auðveldara að
ffamkvæma ýmsar „gamlar hugmyndir"
vegna framfara í nýtingu margs konar
gerviefna og með hagkvæmari fram-
leiðsluaðferðum. „Þar kemur margt til
sögunnar, meðal annars hinn merkilegi,
svokallaði Laser ljósgeisli, sem verður
kominn mjög til sögunnar eftir 25 ár, og
notaður til að flytja sjónvarpsmyndir og tal
Kjarnorka, eða sólarorka rekur stöðvar
gervihnattanna. Geimskip útbúin margvís-
legum rannsóknartækjum sveima utan við
jörðina og umhverfis tunglið. Frá þeim
verður rýnt djúpt til annarra stjörnuver-
alda og rannsakað eðli veraldanna eins og
það birtist í hinu stærsta og hinu smæsta,
sem við þekkjum. Eftir 25 ár munu raf-
magnsheilar vinna verk þúsunda manna á
ýmiskonar skriístofum, og skila niðurstöð-
um og upplýsingum, sem ella væri ekki
gerð tilraun til að afla. Þess vegna verður
hægt að spá lengra fram í tímann, svo sem
um fiskveiðar, veðurfar, fjárhagslega af-
komu, iðnað og ýmiskonar framkvæmdir.11
Sjávarafurðir, orka,
landbúnaður
Spurningunni um hvort bættar fram-
leiðsluaðferðir muni mögulega bjóða upp
á einhverja nýja framleiðslugrein, svara
þeir fyrst og fremst á þann veg að slíkar
framfarir verði til þess að við munum nýta
betur verðmæti sjávarins.
Gísli telur að nýir markaðir muni finnast
erlendis fýrir sjávarafurðir og nefnir áhuga
meðal annarra þjóða á að nýta fiskimjöl til
manneldis. Hann er bjartsýnn á að miklar
framfarir og nýir möguleikar verði til að
auka þjóðartekjurnar.
Jóhann hefúr trú á því að fiskirækt
verði stunduð, ekki aðeins í ám, vötnum
eða sérstökum uppeldisstövðum, heldur
jafnvel líka í sjónum. Jóhannes segir
einnig mikla möguleika á að auka tekjur
þjóðarbúsins og efnahagslegt öryggi, með
því að nýta betur orkuna til ýmiskonar
framleiðslu. Hann spáir að eftir 25 ár verði
búið að virkja Þjórsá, Jökulsá og ef til vill
Brúará til almennrar notkunar, þá er ekki
miðað við að kominn verði orkufrekur
stóriðnaður.
Verður Iandbúnaður lífvænlegri
atvinnugrein árið 1988? Jóhannes: „Ef
tekjur bænda hækkuðu ekki líkt og
annarra á næstu 25 árum, þá verða þeir
ekki margir, sem fást við búskap." Jóhann
er sannfærður um að það eigi eítir að
verða miklar framfarir í landbúnaði og
nefnir sem dæmi möguleikann á fiskirækt,