Vikan


Vikan - 10.11.1988, Page 35

Vikan - 10.11.1988, Page 35
VERÐMÆTI GJAFANNA 1,5 MILUÓN KR HVAR ER ÖRKIN HANSNÓA FALIN? Vikan gefur sex BONDSTEC örbylgjuofna frá hinni nýju verslun OPUS á Snorrabraut 29 í Reykjavík. Hér er um aö ræða ákaflega hentuga örbylgju- ofna fyrir heimili. Þeir eru 18 lítra, 500 vatta með snúningsdiski og affryst- ingu. Hver ofn kostar 14.950 krónur og er heildarverðmæti ofnanna sex því 89.700 krónur. VAKA/HELGAFELL hefur gefið út þessar ágætis- bækur, Ástardraumar rætast eftir metsöluhöfundinn Georg- ette Heyer og Lífsháski í Ljónasal eftir hinn nýja konung sþennusagnanna Ken Follett. Önnur hvor þessara bóka gæti komið í þinn hlut ef heþþnin er með þér. Bækurnar kosta hvor um sig 1.210 kr. og er bókastafl- inn allur því að verðmæti 302.500 krónur. Þau eru 280 talsins glösin af nýja ilminum Paillettes frá Enrico Coveri. Þetta er „eau de toilette" og kostar hvert glas 1.546 krónur út úr búð og er því samanlagt verðmæti glasanna 432.880 kr. Meðal afmælisgjafanna eru 200 konfektkassar frá finnska sælgætis- framleiðandanum PANDA. Hver kassi inniheldur riflega hálft kíló af gómsætu konfekti og kostar hver kassi 776 krónur. Samtals kosta kassarnir allir því 155.200 krónur. Að sjálfsögðu eru nokkrar áskriftir að Vikunni á meðal af- mælisgjafanna. Þegar dregið hefur verið úr „pottinum" nafn þess er hlýtur ferðaúttektina hjá Útsýn drögum við út nöfn 12 til viðbótar sem hver um sig hlýtur tveggja ára fría áskrift að Vik- unni. 24.tbl. 1988 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.