Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 40

Vikan - 10.11.1988, Side 40
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Árinni kennir illur ræðari eða hvað? Eg var ^yrir suiman í vtkunni sem leið. Ætlaði að ná í skottið á Stef- áni Valgeirssyni fyrir hreppinn, frystiliúsið, kaupfélagið og sláturhúsið og ræða einhverja fyrirgreiðslu svo það fari ekki allt á hvínandi hausinn hjá okkur hérna fyrir norðan. Stefán er sá eini sem eitthvert vit er í að tala við þessa dagana. Einn morguninn ráfaði ég inn á Hótel Borg til að fá mér kaffi á meðan ég var að bíða færis á Stefáni. Þá kom þar inn gamall kunningi að austan sem líka var að bíða eftir fyrirgreiðslu fyrir sinn hrepp og sín blankheit. Við höfðum ekki sést lengi. Hann settist hjá mér og var mikið niðri fyrir og hélt yfir mér magn- aða ræðu um ástandið, hvalamál og sölumál. Ég kom bara ekki að einu ein- asta orði. Hann byrjaði á að segja, að það hefði auðvitað komið eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar fréttist að þýskur versl- imarhringur hefði jafnvel í hyggju að hafna viðskiptasamningi við íslenska aðila á þeim forsendum, að íslendingar dræpu hvali. Þar af leiðandi er auðvelt að láta lita svo út að íslendingar séu vont fólk svo að við þá sé ekki hægt að eiga viðskipti fyrir heiðarleg fyrirtæki hjá frómri þjóð. Það er ekki ný bóla að íslendingar verði fyrir aðkasti vegna hvalveiða sinna, sem þó eru að mestu aflagðar, en þó eru enn veiddir 70 til 80 hvalir í vís- indaskynL til að sanna eða afsanna að hvalir séu í útrýmingarhættu. Viðskiptaþvinganir eru ætið erfiður og alvarlegur hlutur en eru síðnr en svo óalgengar. Hryðjuverk af öllu tagi ríða heimsbyggðinni. Það alvarlegasta að þessu sinni er þó afstaða nokkurra þingmanna sem vilja láta deigan síga og hætta við hvalveiðar í vísindaslQmi. Nú tók vinur minn sér örstutt málhlé og drakk skjálfhentur úr kaffibollanum. Áður en slíkar ákvarðanir verða teknar, væri þá ekki athugunar virði hvort ekki liggi aðrar ástæður að baki riftun þessara samninga en einskær um- hyggja fýrir hvölum. Hefur örugglega ekki verið um hátt verð að ræða, slök gæði eða skyndilega hagstæð kjör ann- ars staðar sem er hin raunverulega ástæða? Kannski eru sölumennirnir bara ekki nógu góðir? Væri ekki vert að athuga kjarna málsins áður en hlaupið er með málið inn í þingsali og fljótfærn- islegar ákvarðanir teknar. Og vinur minn hélt ákafur áfram: Á annað hundrað þúsund hvalir eru drepnir í heiminum árlega, stórir og smáir. Bandaríkjamenn eru langsam- lega stórvirkastir í því drápi. Páar þjóðir hneykslast þó meira vegna hvaladrápa annars staðar í heiminum og af völdum annarra þjóða. Ólíklegt má þykja ef hval- veiðar íslendinga ríða baggamuninn, Það er ekki ný bóla að íslendingar verði fyrir aðkasti vegna hvalveiða sinna sem þó eru að mestu aflagðar. . . n, 40 VIKAN 25. TBL. 1988

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.