Vikan


Vikan - 10.11.1988, Síða 44

Vikan - 10.11.1988, Síða 44
þessar væntingar hrikalegar ógnanir á sjálfsvirðingu þeirra. Frekar vilja þeir gagnrýna sitt eigið útlit og draga úr félags- legum athofnum en að láta setja sig úr jafnvægi opinber- lega. Að taka enga áhættu Fólki sem hefur litlar vænt- ingar, sem hættir ekki á neitt, koma kannski góðar fréttir á óvart, en það verður aldrei hissa á því að eitthvað mis- heppnist eða að verða von- svikið. Það reiknar með því. í þessu tilfelli sjálfsgagnrýni er stjórnunarárátta til umræðu. Fólk sem gerir lítið úr sjálfu sér leyfir ekki kringumstæðun- um — eða öðru fólki — að gera það fyrir sig. Það er augljóst, að sjálfs- gagnrýni getur einnig verið kænskubragð til að hindra árásir frá öðrum. Fólk sem læt- ur líta svo út að það sé óör- uggt, skelkað eða ráði tæplega við hlutina, hindrar yfirleitt aðra í að gagnrýna sig. Þegar allt kemur til alls, yrði maður að vera harðbrjósta til að geta fengið af sér að ráðast að ein- staklingi sem er í svona miklu rusli! Vegna þess að litið er á lítil- læti sem dyggð í okkar sið- menningu, þá getur það verið að kalla vandræðin yfir sig að virðast ekki nægilega lítillátur. Hugsið ykkur móður sem til- kynnir hópi fúllorðins fólks að hún sé gott foreldri og að börnin hennar spjari sig vel. Ef aðrir foreldrar eru viðstaddir sem ekki gengur eins vel með sín börn, er ólíklegt að þeir reyni að læra af henni, en gætu reynt að grafa undan henni með athugasemdum á borð við: „Bíddu bara þangað til Sjálfsgagnrýnand- inn dæmir allar gjörðir sínar þannig að þær standast ekki þær kröfur sem hann gerði og setur þannig markið fyrir sjálfan sig. krakkinn verður unglingur - þá áttu aldeilis eftir að fá áfall“ eða „Þetta hélt ég líka, þangað til ég komst að hinu sanna.“ Fólki sem tekur enga áhættu finnst gjarnan að árásir á það eigi rétt á sér. Það þarf að skilja að það sem á bak við árásirnar býr er kappgirni og afbrýði- semi — og að maður þarf ekki að taka þeim á hjálparvana hátt heldur getur barist á móti. Auðmýkt og yfirlæti Þegar einstaklingur viður- kennir að hafa brotið af sér með því að segja „Ég hafði rangt fyrir mér“ eða „Ég var eigingjarn og andstyggilegur," gæti hann verið að gera iðrun og yfirbót á hefðbundinn hátt. Hann er líka að sýna öðrum að hann viti hvar velsæmismörkin liggi; með þessu krýnir hann sjálfan sig riddara réttlætisins. Lítum nú á hvað fleira gæti tengst þessu. Með því að viðurkenna sekt sína, setur fólk oft fordæmi sem býður öðrum að viðurkenna sinn eig- in þátt í deilunni. í mörgum tilfellum verður það að viður- kenna eigin sekt til að fá aðra til að viðurkenna sína. Bein afleiðing af því er að sekt- inni er dreift, og maður kemst upp á siðfræðilegan stall fyrir að hafa orðið fyrstur til að segja, ,Já, það var mér að kenna." Það getur verið annar ágóði í að viðurkenna sekt sína. í sumum tilfellum getur það bent til háþróaðrar siðferðis- vitundar þess sem það gerir. Fólk sem dæmir sjálft sig vægðarlaust þegar því verður eitthvað smávægilegt á er að segja að það vilji vera óaðflnn- anlegt, að það slaki aldrei á sið- ferðiskröfunum. í þeirra hönd- um verður sjálfsgagnrýni að- ferð til að safna mórölskum prikum. Sjálfsgagnrýni getur einnig verið bragð til að koma manns Til að sjálfsgagnrýnanda takist aö Ijúka við verk, verður hann hreinlega að þvinga sjálfan slg til að halda kyrru fyrir þar til verkinu er lokið. eigin yfirburðum almennt á framfæri. Lítum á gagnrýnand- ann sem sjaldan getur hælt kvikmynd, bók eða leikriti. Þvílíkur ofurgagnrýnandi er að segja að hann geri svo merki- legar og háleitar kröfur að hann geri sig ánægðan með fátt. Á svipaðan hátt staðfestir fólk að það geri háar kröfúr til frammistöðu með því að vera ævinlega að gagnrýna eigin frammistöðu sem er eitthvað minna en fúllkomin. Sjálfs- gagnrýni þeirra, harkaleg og stöðug, segir að þeir séu hafnir yflr mistök og að ófullkomin hegðun þeirra sé ekki endur- speglun á þeirra sanna innri manni. Yfirlýsingar til annarra Sjálfsgagnrýni getur einnig verið yfirlýsing til annars fólks um að gera engar kröfúr. Ungl- ingurinn sem hamrar á ábyrgð- arleysi sínu er eitt dæmi. Með því að lýsa því yfir að hann sé ábyrgðarlaus, segir hann fólki að það ætti ekki að búast við neinu af honum. Hann er að segja, með öðrum orðum, „Ekki búast við of miklu af mér, vegna þess að ég er með staurfót." Fólk tekur stundum upp staurfótarbragðið á barnsaldri frá foreldrum sínum sem nota það sem skuldbindingu. Sem fúllorðið fólk notar það þetta bragð til að jafna metin og ráðskast með aðra. Það er ekki óalgengt að sjá vini eða fjöl- skyldumeðlimi keppast við að vera sá í hópnum sem á mest bágt. Enn önnur tegund sjálfs- gagnrýni hefur það að mark- miði sínu að reyna að vekja samúð. Með því að vera of óvægið við sjálft sig, býður fólk sem er einmana og finnst enginn elska það vinum sínum og kunningjum að fullvissa sig um að það sé einhvers virði. Þessir vinir taka oft þátt í vol- æðinu, niðurdregnir vegna þess sem þeim er sagt og leiðir yfir því að geta ekkert gert í málinu annað en að segja nokkur huggunarrík orð. Það má kannski segja að þessi teg- und sjálfsgagnrýnenda fái oft það sem þeir óska eftir. Þeir sjá líka annan kost við þetta — þeir komast hjá samanburði sem yrði þeim í óhag milli þeirra eigin óhamingju og hamingju- ríkari stöðu vina sinna. Sjálfsgagnrýnendur í samúð- arleit eiga til að vera vinum sínum erfiðir. f fyrsta lagi vilja þessir sjálfsgagnrýnendur ekki að samúðin hætti. Meðan vin- irnir halda áffam að sinna þeim þurfa þeir ekki að gera neitt í því að breyta stöðunni. En eftir vissan tíma hafa vin- irnir tilhneigingu til að þreyt- ast á stöðugu flóði sjálfsvan- þóknunar. Þeir láta sig þá oft hverfa, og hinn einmana, sam- úðarleitandi sjálfsgagnrýnandi verður enn meira einmana, þarf enn meira á samúð að halda, verður enn sjálfsgagn- rýnni, leitandi að nýjum sam- úðarfullum hlustendum. Það er vítahringur sem aðeins er hægt að rjúfa ef sjálfsgagnrýn- andinn kemst yfir eigingjarna óhamingju sína og lærir að tala við fólk um eitthvað annað en vandamál sín. 44 VIKAN 25.TBL. 1988

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.