Vikan


Vikan - 10.11.1988, Síða 45

Vikan - 10.11.1988, Síða 45
Sjálfsgagnrýnandinn er hvort tveggja i .^senn gagnrýnandi ~""-0 og fórnarlamb. Huggun vina getur róað fórnarlambið en aðeins æst upp gagnrýnandann. Dulinn tilgangur Sumar tegundir sjálfsgagn- rýni eru ekki beiðni um við- brögð heldur leið til að tjá til- finningar sem erfitt er að láta í ljós á beinskeyttari hátt. Hugs- um okkur að eiginkona hafl verið að matreiða sérstaka máltíð klukkutímum saman. Eiginmaðurinn kemur seint heim, snæðir þögull, en segir þó að öndin sé þurr, sé kannski of mikið steikt. Konan segir reiðilega að hún sé ömurleg eldabuska, að hún geti greinilega aldrei gert neitt rétt. Eftir að hafa fleygt hinni þurru önd í ruslafötuna, með fatinu og öllu saman, hleypur hún út úr herberginu. Konan er að því er virðist að gera lítið úr sjálffi sér, en óbeint lætur hún eiginmann sinn vita að hann hafl sært hana og reynir að fá hann til að engjast. Heiftúðugir sjálfsgagnrýn- endur gera sér ekki alltaf grein fyrir heift sinni. Ef vin- kona konunnar hefði sagt að hún hefði líka orðið reið, gæti konan hafa svarað, „En ég var ekki reið. Ég var bara sár og gröm.“ En hefði vinkonan sagt, „Það var óréttlátt af manni þín- um að segja þetta og nóg til þess að reita þig til reiði,“ hefði sú athugasemd réttlætt reiðina og gert konunni kleift að viðurkenna hana. Heiftúðugir sjálfsgagnrýn- endur veigra sér við að tala sínu eigin máli. Þeim flnnst það sjálfselskt og rangt að setja sín hugðarefhi framar annarra. í stað þess kjósa þeir að fela heift sína með því að snúa henni gegn sjálfum sér, og leggja til atlögu gegnum sjáifs- gagnrýnina. Önnur not sjálfsgagnrýni eru þau að fullvissa aðra um að maður sé skyldurækið og kær- leiksríkt barn. Þessi tegund sjálfsgagnrýni virðist fúrðuleg en rætur hennar eru óhugnan- legar. Barn sem vex upp undir svipu sterkrar gagnrýni firá for- eldrum fer oft að trúa því að það haldi fjölskyldustöðu sinni aðeins gegn því að samþykkja gagnrýni foreldra sinna. Út- koman verður sjálfsgagnrýni. Þegar þessi aðili fullorðnast er líklegt að hann haldi áfram að skammast út í sjálfan sig til þess að halda sinni tilflnninga- legu stöðu við hlið foreldra sinna, sérstaklega ef hann á ekki fjölskyldu sjálfur. Skiljanlega stangast tilfinn- ingar þessa fúllorðna fólks til foreldra sinna oft harkalega á. Því finnst sér hafa verið gert rangt til með þeirri harkalegu meðferð sem það fékk, en það er ófært um að storka foreldra- valdinu og koma sjálfu sér á sjálfstæða braut. Meðan þetta fólk trúir því að það eigi ekki heima neins staðar annars staðar, mun það halda áfram að ávíta sjálft sig, þrátt fyrir hin umtalsverðu óþægindi sem oft fýlgja Htilsvirðandi ummælum þeirra. Að rjúfa mynstrið Konan sem stöðugt sagði eiginmanni sínum og vinum að hún væri heimsk og Iéleg móðir sýnir samblöndu ýmissa hvata sem liggja að baki sjálfs- gagnrýni. Þegar konan sem var kennari, gagnrýndi sjálfa sig, hugguðu maður hennar og vinir hana stöðugt — en árang- urslaust. Það sem þeir skildu ekki var ástæðan fyrir sjálfs- fordæmingu hennar. Hugganir þeirra veittu henni þá samúð sem hún var að leita að, og gáfu henni þannig leyfi til frek- ari sjálfsgagnrýni, en þær mót- mæltu henni einnig og ögruðu henni þannig til að verja stað- hæfmgar sínar um að vera heimsk og óhæf. Maður henn- ar og vinir hefðu átt að sleppa huggununum og segja á hlut- lausan hátt, „Þú virðist frekar hörð við sjálfa þig.“ Slík yfirlýs- ing hefði sagt konunni að fólkið skildi að hún væri gröm og óhamingjusöm — án þess að gefa sjálfsgagnrýni hennar byr undir báða vængi. Uppsprettur sjálfsgagnrýni hennar voru fleiri. Konan átti kappgjarna og stjórnsama móður sem gagnrýndi hana fýrir hvernig hún ól börnin sín upp. Með því að vera sífellt að lýsa yfir göllum sínum, var konan í rauninni að samsinna móður sinni, eins og til þess að hindra ffekari gagnrýni og koma í veg fyrir árekstra sem gætu hafa stofnað samskiptum þeirra í voða. Það er hægt að afvopna gagnrýnendur á hátt sem ekki er svona sjálfseyðileggjandi. Konan hefði til dæmis getað sagt: „Mamma, þetta hljómar eins og þér finnist það vera þitt starf að segja mér hvernig ég á að ala börnin mín upp.“ Eða hún hefði getað notað þverstæðukennda ögrun á borð við: „Mamma, ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki fullkomin, en kannski get ég lært að ala börnin mín eins vel upp og þú vilt að ég geri, ef þú heldur áfram að gagnrýna mig.“ Það er ekki víst að móð- urinni hefði líkað slíkt svar, en henni hefði örugglega þótt erfitt að hreyfa andmælum við því. Þessi kona hafði ákveðið að betra væri að fá samúð vegna þess að hún væri of hörð við sjálfa sig en að sitja undir árás- um ffá móður sinni fyrir að sýna sjálfstraust. Hún fann þó til mikils sársauka, því eins og flestir sjálfsgagnrýnendur sá hún ekki að þessi harkalega meðferð var af hennar eigin völdum. Sjálfsgagnrý’nið fólk upplifir fordæmingu, niðurlægingu og auðmýkingu eins og upp- spretta þeirra sé annars staðar. Ef við ímyndum okkur þá kvöl sem óhófleg sjálfsgagnrýni leiðir af sér — því engum finnst gaman að trúa því að hann eða hún sé vanhæf, óelskuð, ljót eða ábyrgðarlaus — þá er engin fúrða að sjálfsgagnrýnendur séu oft ófærir um að rekja sárs- auka sinn til síns eigin vals og sinna eigin gerða. En að geta það ekki setur þá í lélega að- stöðu til að gaumgæfa þessar gjörðir og valkosti. Fólk þarf að sjá sjálft að það fordæmir sig ekki aðeins vegna þess að það trúir því að það sé heimskt eða vanhæft, heldur ávallt til að fá einhverju ffamgengt: til að beita sjálft sig þrýstingi til að taka sig á, til að öðlast samúð, til að komast undan ábyrgð, eða af einhverri annarri ástæðu sem rædd hef- ur verið hér á undan. Að skilja ástæðurnar fýrir sjálfsgagnrýni sinni er fyrsta skreflð í átt til þess að breyta þessum ástæð- um og rjúfa mynstrið. Hinar ýmsu smiðjur sál- greininga leggja allar eitthvað af mörkum til að fá betri skiln- ing á þeim hvötum sem liggja að baki sjálfsgagnrýni. En engin ein kenning gefur viðhlítandi skýringar á hinu breiða sviði kænskubragða sjálfsgagnrýnandans. Þess vegna er nauðsynlegt að beita raunsærri aðferð, sem velur það besta úr öllum smiðjum, til þess að skilja þetta fólk. Það þarf að koma öðru vísi fram við fólk sem notar sjálfsgagn- rýni til að vekja samúð en þá sem nota hana til að láta reiði sína í ljós. Báðir þessir hópar gætu þurft á öðru vísi ráðgjöf að halda en þeir sem gera lítið úr sjálfúm sér til að afstýra frekari árásum. Að lokum get- ur sumt fólk verið óþarflega sjálfsgagnrýnið vegna alls kon- ar samsetninga af þeim ástæð- um sem við höfum rætt, og vandi þeirra þannig verið flóknari. Þó þarf sjálfsgagnrýnandinn í öllum tilvikum á því að halda að skilja að það er hann sem er að gagnrýna. Þegar það rennur upp fýrir þeim að þeir eru að bregðast við skiljanlegum ástæðum og hafa stjórn á þessu, að þeir eiga sök á sinni eigin óhamingju, flnna sjálfs- gagnrýnendur hugsanlega leið til að þakka niður í hinni harka- legu gagnrýnisrödd innra með sér. Með því að vera of harður við sjálfan sig fá sjálfs- gagnrýnendur, sem finnst enginn hugsa vel til sín, vini sína til að fullvissa þá um að þeir séu ágætir. 25. tbl. 1988 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.