Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 52

Vikan - 10.11.1988, Side 52
Aðalbláberja ís í skyrsósu Eftirréttur Fyrir 6-8 Áætlaður vinnutími: 30 mín. Höfundur: Bjarki I Hilmarsson INNKAUP: ís: 180 gr sykur 1,5 dl vatn 3 eggjahvítur salt 1 dl bláberjasaft, ósæt 1 eggjarauða 1/2 I þeyttur rjómi 1 bolli fersk bláber Sósa: 5 msk skyr 5 msk sykur 12 msk mjólk 4 msk rjómi Bláberjahlaup: 1 dl bláberjasaft 1 blað matarlím HELSTU ÁHÖLD: Pottur, hrærivél, skál, sleif Ódýr □ Erfiður xl Heitur □ Kaldur ixl Má frysta íxl Annað: AÐFERÐ: ■ Sykur og vatn soöið saman í 10 mínútur viö vægan hita, hrærið ekki. ■ Eggjahvítur stífþeyttar meö ögn af salti. ■ Sykurleginum er hellt saman við. Hrært vel. Látiö kólna. ■ Eggjarauöu, bláberjasaft, þeyttum rjóma og bláberjunum er blandað varlega saman við eggjahvítumassann. ■ Sett í sykur stráö form og fryst. ■ Þegar ísinn er borinn fram þá er hann tekinn úr forminu og bláberja- hlaup sett yfir. ■ Öllu sem á aö vera í sósunni er hrært vel saman. ■ Bleytið matarlímsblaðið og bræðið síðan í volgri saftinni. Látið stífna í ískápnum. MYND: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Karrý grænmetisréttur Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 45 mín. Höfundur: Þorkell Garðarsson INNKAUP: 4 msk olía 1/2 tsk sinnepsduft 1 stk engiferrót (söxuð ca. 5 cm biti) 2 hvítlauksgeirar (marðir) 1 laukur (saxaður) Tabaskósósa (örfáir dropar) 11/2 tsk turmeric 1 tsk koriander 1 tsk salt 2 tsk karrý 50 gr kókósmjöl 700 gr blandað grænmeti (saxað, eða skorið I hæfilega bita) t.d.: gulrætur, sellerý, ertur, eggaldin, blómkál, paprika, kartóflur, sveppir. HELSTU ÁHÖLD: Stór pottur, trésleif, hnífur. Ódýr □ Erfiður □ Heitur H Kaldur □ Má frysta □ Annað: Grænmetisréttur ADFERD: ■ Hitið olíuna í stórum potti. Setjið karrý, sinnepsduft, engiferrót og hvít- lauk út í og látið krauma í 1 mínútu. Bætið lauknum í, og látið krauma í 10 mínútur í viðbót eða þar til laukurinn er orðinn meyr. ■ Bætið tabaskósósunni út í, turmeric og koriander, látið krauma í 1 mín- útu. ■ Blandað grænmetið sett út í og öllu blandað vel saman í pottinum. ■ Bragðbætið með salti og setjið kókósmjölið út í. ■ Ef blandan virðist of þurr má bæta út í 2-3 msk af vatni. ■ Setjið lok á þottinn og látið malla í 25-30 mínútur (eða þar til grænmet- ið er orðið meyrt.) ■ Færið yfir á diska og berið fram með hrísgrjónum. MYND: MAGNÚS HJÖRLEIFSS0N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.