Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 53

Vikan - 10.11.1988, Side 53
NÁIVI ERLENDIS Frh. af' bls. 47 er mjög strangt þannig að þó að námið byggist á sjálfenámi og þá sjálfeaga er ætl- ast til að nemendur skili inn vissum fjölda af verkum á hverri önn. Þeir velja sér aðal- fag í upphafi náms en stunda einnig nám í aukafögum. Helga hafði málun sem aðalfag en grafík sem aukafag. Fjöldi nemenda í BA áfanga er gífurlega mikill og vinnuaðstaða þá oft slæm en þegar komið er í Masters nám eru fáir nemendur teknir inn og vinnuaðstaða sérlega góð. Ástæðan fyrir því að nemendur í bandarískum Iistahá- skóla fara mjög oft út í Mastersnám í list- um er að þannig öðlast þeir kennslurétt- indi og einnig komast þeir mun ffekar að með sýningar á listagalleríum og söfhum. Mörg gallerí eru jafhvel hætt að sýna verk þeirra listamanna sem ekki hafa lokið Mastersgráðu. San Francisco Art Institue rekur tvö gallerí innan skólans þar sem nemendur geta sýnt yfir veturinn og þar sem þeir halda samsýningu á vorin. Helga telur San Francisco listaháskólann vera góðan fýrir utan skúlptúrdeildina sem hún mælir alls ekki með. Skólinn er talinn meðal ffemstu einkaskóla Banda- ríkjanna enda ber aðsókn að skólanum þess merki, en hún er mjög mikil og út- lendir nemar eru margir, koma t.d. frá Japan, Kína Afríku, Evrópu og auðvitað Bandaríkjunum. íslendingar voru 10—12 í skólanum en þeim fækkar óðum þar sem skólagjöld hafa hækkað mikið og Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna lánar aðeins ákveðna upphæð á ári hverju til BA náms. Það er einnig mjög dýrt að Iifa í San Franciscoborg, húsaleiga er mjög há og stúdentagarðar hafa aðeins nýlega verið reistir við skólann. Allflestir íslenskir nemendur vinna með náminu á svörtum markaði til að skrimta út skólaárið. Engin Iæknisaðstoð er veitt í skólanum og því er nauðsynlegt að sjúkratryggja sig á íslandi. Helga segir San Francisco hafa breyst mikið á undanförnum árum úr því að vera glaðvær og menningarleg borg í hálf dauf- lega og tómlega borg. Ástæðan sem liggur að baki þessum breytingum að áliti Helgu, er sú að mjög margir íbúa hennar eru samkynhneigðir og hafa þeir orðið illa úti vegna eyðnisjúkdómsins. Helga sagði að það væri sorglegt að sjá eyðnisjúklinga sem væru að veslast upp út um alla borg. Þeir sem áður sköpuðu fjörlegt mannlíf í borginni hafa nú mikið til hrofið og ekkert hefur komið í staðinn. Vegna þessa og fjár- hagslegra vandræða fannst Helgu óbæri- legt að dveljast í borginni s.I tvö ár og vildi helst komast heim til íslands sem fýrst. Helga valdi það að stunda Mastersnám í sama skóla og hún tók BA próf ffá vegna þess að hún bjó með syni sínum, núna 14 ára gömlum, Andrési Úlfi Dúasyni, og hún vildi alls ekki þurfa að láta hann sífellt breyta um og aðlagast nýju umhverfi. Helga telur nemendur skólans vel undir- búna undir ffamtíðina ef skólinn hefur verið vel nýttur á námstímanum, en hins vegar sé skóli eins og þessi vonlaus ef fólk hefur engan sjálfsaga og lítinn áhuga. SITT LÍTIÐ AFI!M*tfllJ ÁSGEIR TÓMASSON TÓK SAMAN má gleyma yfir sex hundruð Roy Rog- ers veitingastöðum sem gamli kúrekinn á víðsvegar um Bandaríkin. Roy Rogers var nýlega gestur á út- skriftarafmæli gamalla skólanema í Cincinnati. Þar lét hann vel af sér og sínum og kvaðst hlakka til þakkagjörð- ardagins. Þá býst hann við að hitta börnin sín sex, sautján barnabörn og þrettán barnabarnabörn og snæða með þeim nokkra kalkúna. Ekki er ailt sem sýnist Madonna og leikarinn höggfasti Sean Penn? Ekki aldeilis. Hún heitir Denise Vlasis og hefur góðar tekjur af því að líkjast söngkonunni Madonnu sérlega mikið. Maðurinn sem er með henni á myndinni heitir Bob Allen og er ótrúlega líkur Sean Penn eiginmanni Madonnu. Hann réð Denise til að koma með sér í partí stutta stund öllum viðstöddum til mikillar undrunar. Fólk hugði ein fræg- ustu hjón Bandaríkjanna þarna lifandi komin. Roy Rogers er enn hinn hressasti. Trigger er hins vegar horfinn af sjón- arsviðinu. Roy Rogers hefur nóg að starfa Algeng spurning í barnablaðinu Æsk- unni fyrir aldarfjórðungi eða svo var hvort gamla kúrekahetjan Roy Rogers væri látinn. Staðlað svar blaðsins var að bæði Roy og Trigger væru við bestu heilsu. Nú hefur Trigger gamli brokkað inn á veiðilendurnar miklu en Roy - öðru nafni Leonard Fanklin Slye - er við hestaheilsu. Ef svo má að orði komast. Gamli maöurinn hefur í nógu að snúast því hann rekur Roy Rogers/Dale Evans safnið með miklum myndarskap sem og Happy Trails hvíldarheimilið. Og ekki Shadoe Stevens hóf störf við útvarp ellefu ára gamall. Kraftaverkamaður bandríska vinsældalistans Margir muna áreiðanlega enn eftir bandaríska vinsældalistanum sem Kanaútvarpið sendi út á laugardagseft- irmiðdögum árum saman. Nú er listinn sendur út á sunnudög- um. Gamli stjórnandinn, Casey Kasem, hefur snúið sér að öðrum störfum og í staðinn er kominn Shadoe nokkur Stevens. Hann var valinn úr hópi um 1000 umsækjenda til að taka við stöðu Kasems. Shadoe Stevens er enginn ný- græðingur í faginu. Það eru liðin þrjátíu ár síðan hann fékk sinn fyrsta útvarps- þátt, þá ellefu ára gamall. Áður en Stev- ens varð þrítugur hafði hann unnið sannkallað kraftaverk í Boston. Hann sá þar um útvarpsþátt hjá einni stöðinni þar í borg og náði 34 prósent hlustun á þáttinn. Það met hefur enn ekki verið slegið í Boston. Shadoe Stevens lét ekki þar við sitja. Útvarpsstöð í Los Angeles keypti hann frá Boston og hún varð innan skamms sú vinsælasta þar. Önnur stöð bauð Stevens betri laun og hún fór á toppinn. Þá kom sú þriðja í Los Angeles og bauð best. Áður en langt um leið var hún orð- in númer eitt. Það er því sannkallaður kraftaverka- maður Ijósvakans sem tók við af „dýr- ustu rödd Bandaríkjanna" útvarps- manninum Casey Kasem. 25. tbl. 1988 VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.