Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 61

Vikan - 10.11.1988, Side 61
Nokkrir dagar liðu og enginn varð var við Hönnu. Nágrannarnir reyndu að rýna inn um gluggann hjá henni, en það voru tjöld fyrir glugganum. Þeir börðu að dyrum, en enginn opnaði. Að lokum voru dyrnar brotnar upp. Pað sem þeir sáu œtti aldrei að sjást affur. að Mindel var góð stúlka. Hún giítist og maður hennar varð mjög ríkur. Pósthúsið okkar hafði aðeins einn bréf- bera, sem var bóndi. Einn daginn kom ókunnur bréfberi. Hann var með sítt skegg og jakkinn hans var borðalagður og merki á húfúnni. Hann kom með bréf sem þurfti að kvitta fyrir. Hver haldið þið að hafi átt þetta bréf? Það var Hanna. Hún gat ekki ffekar skrifað nafnið sitt heldur en ég gæti dansað fjórdans. Hún krafsaði fjögur merki undir kvittunina og einhver skrifaði með sem vottur. í stuttu máli, þetta var pen- ingabréf. Zeinvel, kennarinn, kom til að lesa bréfið og helmingur þorpsbúa hlust- aði á. „Móði mín kær, áhyggjur þínar eru á enda. Maðurinn minn er orðinn ríkur. New York er stór borg og hér borðar mað- ur hvítt brauð, jafhvel í miðjum vikum. Allir tala ensku, gyðingarnir líka. Það er bjart af ljósum alla nóttina. Járnbrautar- lestirnar ganga eftir teinum undir þaki. Nú bið ég þig að sættast við föður minn og ég sendi ykkur báðum peninga svo þið getið komið til Ameríku." Þorpsbúar vissu ekki hvort þeir áttu heldur að hlæja eða gráta. Hanna hlustaði en sagði ekki orð. Hún hvorki bölvaði né blessaði. Mánuði síðar kom annað bréf og þar næsta mánuð enn þá annað. Amerískur dollari jafngilti tveim rúblum.. Umboðs- maður frá borginni heyrði að Hanna hefði fengið peninga frá Ameríku og hann fór til hennar og bauðst til að gera allt mögulegt fyrir hana. Langaði hana til að eignast fallegt hús eða að eignast verslun? Það var maður í þorpinu sem kallaður var Leizer. Hann var sendiboði, þótt ég vissi ekki til að nokkur hefði nokkurntíma sent hann eitt eða annað. Hann fór til Hönnu og bauð henni að hafa uppi á manninum hennar. Ef hann væri á lífi, sagðist Leizer örugglega geta haft uppi á honum og ann- aðhvort komið honum heim eða fengið hann til að skilja löglega við hana. Hanna svaraði: - Ef þú kemur heim með hann, þá komdu með hann dauðan, og þú ættir sjálfúr að hafa hækjur með þér! Hanna varð alltaf Hanna, en nágrannarn- ir fóru að taka tillit til hennar. Þannig er mannfólkið. Ef það finnur lykt af skildingi verður uppi fótur og fit. Nú urðu allir fyrri til að heilsa henni, gera henni greiða, köll- uðu hana Hönnu sína. Hanna hvessti á þau augun og tautaði bölbænir. Hún fór beina leið í veitingahús Zrules, keypti stóra flösku af vodka og fór með hana heim. í stuttu máli, Hanna fór að drekka. Það að kona tæki til að drekka var sjaldgæft, jafúvel meðal heldra fólks, en að kona af gyðingaættum legðist í drykkju- skap var algerlega óheyrt. Hanna lá í rúm- inu og svolgraði vínið. Hún söng, grét og gretti sig óskaplega. Hún skjögraði niður á markaðstorgið í nærfötunum einum. Það var guðlast að haga sér eins og Hanna gerði, en hvað gátu þorpsbúar gert? Það var ekki hægt að setja neinn í fangelsi fyrir það eitt að drekka. Embættismennirnir sjálfir voru oft dauðadrukknir. Nágrann- arnir sögðu að Hanna færi á fætur á morgn- ana og fengi sér einn bolla af vodka. Það var morgunverðurinn hennar. Svo lagði hún sig og svaf frameftir degi. En þegar hún reis upp á ný fór hún að drekka fýrir alvöru. Stundum, þegar hún var í góðu skapi, átti hún það til að opna gluggann og fleygja út nokkrum smápeningum. Smá- börnin fóru sér næstum að voða við að reyna að hrifsa til sín peningana. Þegar þau beygðu sig niður eftir peningunum skvetti hún á þau vatni. Presturinn sendi eftir henni, en hann hefði getað sparað sér það ómak. Það voru allir vissir um að hún ætti eftir að drekka sig í hel. En það varð nú með öðrum hætti. Venjulega kom Hanna út á morgnana. Stundum til að ná sér í vatn í fötu við brunninn. Það voru flökkuhundar í Slátr- aragötu og Hanna gaf þeim oft bein. Það voru engin náðhús og þorpsbúar gengu örna sinna undir beru lofti. Nokkrir dagar liðu og enginn varð var við Hönnu. Ná- grannarnir reyndu að rýna inn um glugg- ann hjá henni, en það voru tjöld fyrir glugganum. Þeir börðu að dyrum, en eng- inn opnaði. Að lokum voru dyrnar brotnar upp. Það sem þeir sáu ætti aldrei að sjást aftur. Nokkru áður hafði Hanna keypt bólstraðan stól af ekkju. Hún sat venjulega í honum, drakk og talaði við sjálfa sig. Þeg- ar nágrannarnir komust í gegnum dyrnar sáu þeir beinagrind í stólnum, eða hluta af beinagrind, kolsvarta. Góðir hálsar. Hanna var brunnin upp. En hvernig? Stóllinn var óskemmdur, áklæðið á bakinu aðeins lítið eitt sviðið. Til þess að manneskja gæti brunnið svona algerlega þurfti mikinn eld, jafnvel meiri en þann sem hitaði almenningsböðin á föstudögum. Það þarf nokkuð mikinn við til að steikja gæs. En hvorki stóllinn né rúmfötin voru brunnin. Hún hafði keypt kommóðu, borð og klæðaskáp og það var allt óskemmt. Þó var Hanna eins og lítill kolamoli. Það var enginn líkami eftir til að þvo, klæða í líkklæði eða jarða. Embættismennirnir flýttu sér að húsi Hönnu og þeir voru fúrðu lostnir. Enginn hafði séð eld. Enginn hafði fúndið reykjarlykt. Hvaðan gat slíkur vítiseldur komið? Það var heldur engin aska í eldstónni. Hanna hafði líka sjaldan eldað. Læknirinn kom og augun ætluðu út úr höfði hans, hann stóð sem steinrunn- inn. — Hvernig er þetta mögulegt? spurði lögreglustjórinn. — Ef einhver hefði sagt mér þetta hefði ég kallað hann svívirðileg- an lygara. En þetta er staðreynd. Einhver stakk upp á því að þetta hefði verið elding, en það höfðu ekki verið þrumur né eldingar í lengri tíma. Hefðar- menn úr nágrenninu komu til að sjá þessi undur; Slátraragata fylltist af alls konar ökutækjum. Fólkið stóð og gapti af undrun. Allir reyndu að finna einhverja lausn, en árangurslaust. Stoppið í stólnum var skraufþurrt. Svo var talað um það að vodkað hefði tendrað eld í maga Hönnu, en það hafði enginn heyrt að eldur gæti kviknað í inn- yflum manna. Læknirinn hristi höfuðið og sagði: - Þetta er ráðgáta. Það var tilgangslaust að klæða Hönnu í líkklæði, svo það sem eftir var af beinun- um var sett í poka og grafið í kirkjugarðin- um. Grafarinn sagði fram nokkur ritningar- orð. Síðar kom dóttir hennar frá Lublin, en það kom ekkert frekar á daginn. Eldurinn hafði verið á eftir Ifönnu og hann hafði tortímt henni að lokum. I bölbænum sín- um hafði hún oft nefnt eldinn, eld í höfði, eld í maga. Hún hafði oft sagt: — Þú skalt brenna eins og kerti; — þú skalt brenna af hita! Málsháttur segir: - Vindurinn fer en orðin geymast. Góðir hálsar. Hanna hélt áfram að valda örðugleikum eftir að hún var látin. Kopel, ökumaðurinn, keypti húsið af dætrum hennar og gerði úr því hesthús. En hest- arnir svitnuðu á nóttunni og fengu kvef. Þegar hestur fær kvef þá verður það venju- lega hans bani. Stundum kviknaði í hálm- inum. Nágrannakona, sem hafði átt í erjum við Hönnu, sór og sárt við lagði að aftur- ganga Hönnu rifi þvottinn af snúrunum hjá sér. Afturgangan hvolfdi líka þvottaböl- um. Ég sá það ekki, en það er hægt að trúa öllu á Hönnu. Ég sé hana fyrir mér ennþá, flatbrjósta, eins og karlmann, með æðisleg augu, eins og villidýr á flótta. Hún hlýtur að hafa kvalist. Þökk sé Guði fýrir það að það eru ekki allir sem harma hlutskipti sitt. Prestur í þorpinu okkar sagði einu sinni: - Ef fólk þyrfti ekki að vinna fyrir sínu daglega brauði, þá væri hlutskipti þess sorglegt og lífið ein endalaus jarðar- för... 25.tbl. 1988 VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.