Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 5

Vikan - 07.09.1989, Page 5
Þegar bodsgestimir voru boðaðir upp á senu til hópmyndatoku þorði ekki nema lítill hluti þeirra að taka áskoruninni ... SAM-UTGAFAN FAGNAR 20 ARAVELGENGNI SAM-útgáfan fagnaði tuttugu ára velgengni út- gáfufyrirtækisins með stórSAMkomu á Hótel fs- landi í síðasta mánuði. Það var í ágústmánuði 1969 sem SAMÚEL kom fyrst á markað. Tíu árum síðar tók SAM við útgáfu Húsa & híbýla. Og nú er Vikan einnig komin undir sama hatt. Það þótti liggja beinast við að bjóða til fagnaðarins því fólki sem vinnur við að selja blöðin og því voru boðskortin send til yfir sex hundruð blaðsölustaða. Ná- lægt tvö þúsund manns hvaðanæva af landinu þáðu boðið og komu á Hótel ísland 18. ágúst. Við innganginn var þeim boðinn kokkteill. Síðan tók við nær klukku- tíma danssýning nemenda úr Dansskóla Auðar Haralds, sem sýndu suður-ameríska karnivaldansa. HLH-flokkurinn frumflutti söngprógramm í tilefhi þess að liðin eru tíu ár frá útgáfú fyrstu hljómplötu flokksins, en sú fimmta er væntanleg innan skamms. Hljómsveitin Sveitin milli sanda lék síðan fyrir dansi fram á nótt. Þess má geta í lokin að SAM-útgáfan notaði tækifærið þetta kvöld til þess að veita viðurkenningar þeim aðil- um sem aukið hafa sölu tímarita SAM-útgáfúnnar um helming á síðustu mánuðum, en þeir reyndust vera tuttugu talsins. □ Frá afhendlngu viðurkenninga til þeirra sölustaða sem aukið hafa um helming söluna á tímaritum SAM- útgáfunnar á síðustu mánuðum. Ljósm.: G. Rögnvaldsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.