Vikan


Vikan - 07.09.1989, Síða 8

Vikan - 07.09.1989, Síða 8
LEIKLI5T „Mér líkar best að leika nútímaverk og á því máli sem maður talar dags daglega. Ég er svolítið gjarn á að bæta við textann þeg- ar svo ber undir. Sumum mótleikurunum er mjög illa við þetta en það er þá eitthvað sem kitlar mig að mega aðeins bæta við textann. Ég hef kannski gert dálítið mikið af þessu stundum. En þetta er auðvitað ekki alltaf hægt og er erfitt í Shakespeare- leikriti en þá er maður auðvitað alveg þrælbundinn við textann." — Kemur þá stundum fyrir að það ærist upp í þér prakkaraskapur á sviðinu? „Nei, það er þá bara helst ef það eru ein- hver hljóð í salnum eða einhver er að grípa fram í að það kallar á einhver viðbrögð. Maður svarar honum kannski og byrjar að tvinna við. Það getur verið ansi gaman oft á tíðum en það getur komið fyrir að leikurinn lengist um nokkrar mínútur." Hlátur er hollur — Það er oft sagt að hláturinn lengi lífið. Getur gamanleikurinn orðið almenn heilsubót? ,Já, alveg örugglega. Sá maður á bágt sem ekki getur hlegið. Því léttara sem fólk er því hamingjusamara er það. Það er al- veg öruggt." — Segðu mér, þótt þú leikir mest í hefð- bundnum leikritum, semurðu sjálfúr texta, til dæmis skemmtidagskrár? „Nei, ég get ekki sagt það en ég held ég gæti það, en ég hef alltaf haft svo mikið að gera. Það er áreiðanlega heilmikil yfirlega að semja og ég veit ekki hvort ég hef eirð í mér til að setjast niður og skrifa. En ég hugsa að ég gæti það. Það kemur þó fyrir að ég laga til texta ef mér sýnist svo og ef mér finnst að það fari betur.“ — Er það þá húmorinn í sjálfúm þér sem kallar á smábreytingar? ,Já, einmitt. Ætið það sé ekki eitthvað svoleiðis." — Eru það einhverjir sérstakir leikrita- höfundar sem eru þér kærari en aðrir? „Nei, það held ég ekki. Ég get ekki nefnt neinn sérstakan en það eru helst ýmsir nútímahöfúndar sem falla mér best í geð og ég hef mest gaman af að leika eitthvað eftir þá.“ — Viltu segja eitthvað um íslenska gam- anleikritahöfúnda? „Þeir eru allt of fáir.“ Óvæntar uppákomur — Ekki trúi ég því að leikritin fari alltaf slétt og fellt fram eins og fyrirfram er ætl- ast til. Geturðu ekki sagt mér frá einhverju atviki þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis, kannski broslegt atvik eða sárgrætileg mis- tök sem hljóta einhvern tíma að hafa kom- ið fyrir á mörgum árum? „Það leiðinlegasta sem auðvitað getur komið fyrir er þegar maður gatar og man ekki textann. Þá þarf kannski að fara tvo eða þrjá hringi til að koma sér að effiinu aftur. Það er það versta sem getur komið fyrir. Einu sinni var það í einu leikriti að það var kastað til mín hárbursta samkvæmt efninu. Ég lyfti lokinu á tösku sem burst- inn átti að fara í. Eitt skiptið hrökk burst- inn ffam í sal. í salnum var eldra fólk frá DAS. Þar var ekkja Haraldar Björnssonar í stúkunni. Af því að ég þurfti að nota þenn- an bursta áfram í leikritinu fór ég fram í salinn og náði í hann. Gamla konan skildi ekkert í þessu og spurði: — Hvað ertu að fara, Bessi? — Ég er bara að ná í burstann. — Já, svoleiðis, sagði hún þá. Svo hélt bara leikritið áfram snurðulaust. Auðvitað var mikið hlegið að þessu.“ — Sinnir fjölskyldan líka leiklistinni? ,Já, við Margrét konan mín erum búin að leika saman í 30 eða 40 ár. Við hjónin eru núna nýkomin úr hálfsmánaðarferð til Spánar þar sem við skemmtum saman á vegum Útsýnar. Það var mjög skemmtilegt og gekk mjög vel.“ — Það er oft talað um að leikarar hafi sviðsskrekk. Margir leikarar telja sig finna fyrir slíku. Hvernig er það með þig, finnur þú nokkurn tíma fyrir sviðsskrekk eða eig- um við kannski að trúa því að það leynist einhver fiðringur í maganum á þeim bros- andi Bessa sem við sjáum á sviðinu? ,Já, já, það er alltaf smáfiðringur fýrir hverja ffumsýningu. Það er þó alltaf mis- jafnt eftir því hvort verið er í aðalhlutverki eða ekki. Þegar manni finnst maður vera með sýninguna á sínum herðum þá er þetta mikið álag og þá er allan daginn ver- ið að stilla sig inn á sýninguna. En ef sýn- ingar ganga vel smálagast þetta. Mér finnst þetta bara versna með aldrinum og mér finnst það heldur versna að muna texta. Ætli það sé ekki bara eðlilegt." Smekkurinn hefur breyst — Það er deilt um flesta hluti. Það er stundum talað um leikritavalið hjá Þjóð- leikhúsinu og þá eru ekki allir á eitt sáttir. Hvað vilt þú segja um það? „Ég held það sé ekki síður lögð vinna í að móta leikárið núna en áður fýrr og það er vandað valið á leikritunum. En það get- ur alltaf komið fyrir að það misheppnist sýningar öðru hverju. Það verður að segj- ast eins og er að það er orðið mikið fjöl- miðlafár hjá fólki. Síðustu árin finnst mér að fólkið sé orðið svo mettað af svo mörgu. Framboð af alls konar efhi hefúr aukist. Þetta hefur breyst með sjónvarpi og video, það er meiri dreifing á fólkinu og smekkurinn hefúr breyst. Ég get til dæmis nefnt það að fýrstu árin sem við vorum með Sumargleðina var alltaf sneisa- fúllt hús og við gátum verið að alla vikuna. En síðustu árin voru það bara föstudags- og laugardagsskemmtanir sem gengu. Við reyndum sunnudagssýningar en svo duttu þær út og við hættum því fólk hætti að koma. Fólk bara kaupir sér video-spólu og drekkur heima en kemur svo kannski bara á ballið klukkan hálftvö til að spá í hlutina og fá sér snúning. Mér finnast skemmtanir hafa breyst mikið. Kannski gengur þetta yfir og breytist og fólkið skilar sér á leik- sýningar á ný.“ Snemma beygist krókurinn — Ég man eftir þér úr Verslunarskólan- um og þá snaraðir þú þér í kvenmanns- gervi við mikiinn fögnuð. Varstu strax sem ungur maður ákveðinn í að verða leikari? ,Já, ég held það. Ég var fimm ár í Versl- unarskólanum og þegar það fór að líða á þann tíma fór mér að sýnast ég geta gert ýmsa hluti sem vöktu kátínu. Mér fannst ég ná til fólks þannig að á síðasta árinu í Versló fór ég að hugleiða að fara í leik- skóla. Þá var til leikskóli Lárusar Pálssonar og ég man þegar ég bankaði á dyrnar hjá honum. Ég skalf á beinunum því að Lárus var frægur leikari. Ég spurði hann hvort hann vildi taka mig í skólann. Ég fékk að lesa fýrir hann ljóð. Svo sagði hann: — Já, já, komdu bara og við skulum sjá til. Lárus var mikið ljúfmenni. Þetta var árið 1949 en svo byrjaði Þjóðleikhússkólinn 1951 að mig minnir. Ég var í Þjóðleikhússkólanum næstu tvo vetur. Ég byrjaði að leika seinni veturinn og hef verið stanslaust að síðan. En þetta var mitt veganesti." - Veldur þér nokkurn tíma erfiðleikum eða óþægindum að vera þekkt andiit? Frá Útsýnarskemmtikvöldinu. Sakleysislegur á svip hefur Bessi lætt út úr sér einum laufléttum brandara. 8 VIKAN 18. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.