Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 9

Vikan - 07.09.1989, Page 9
„Nei, nei, ekki beint. Það er þá helst að maður hafl vakið athygli í sjónvarpsauglýs- ingu eða barnaleikriti að blessuð börnin þyrpast í kringum mann, en þau eru yfir- leitt ósköp góð greyin. Þetta er ekki nema eðlilegt. Þetta er það eina sem ég get nefht. Annars er það bara ágætt og heíur oft komið sér vel að hafa þekkt andlit til dæmis þegar maður þarf að fara til banka- stjóra og svoleiðis." Hestamaður í frístundum — Til að kynnast betur manninum á bak við leikarann Bessa sem við þekkjum á sviðinu, hvað um áhugamálin? Ég veit að þú ert hestamaður. ,Já, já, ég er búinn að vera í hesta- mennsku í 25 eða 30 ár. Það eru fjórir hestar á mínum vegum um þessar mundir. Sonur minn á einn af þeim en ég geymi þann hest á meðan hann er í námi. Ég er með hestana austur í Graíningi á sumrin en þar á ég sumarbústað. Þarna fer ég oft í útreiðartúr. Það er mjög gott að komast frá skarkalanum. Það er ekkert betra en að geta verið á hestbaki þegar maður er að stilla sig inn á leiksýningu, kannski sama kvöldið. Þetta er góð hvíid og afslöppun. Af því að þú spyrð um áhugamálin get ég nefnt að við hjónin fengum þriggja mánaða ffí í fyrra sem byrjaði í september og við fórum til Bandaríkjanna. Við byrj- uðum á að kaupa bíl í Boston og ókum um 9 þúsund mílur um Bandaríkin þver og endilöng. Við heimsóttum marga þekkta og ógleymanlega staði. Þetta var óska- ferðalag, gamall draumur. Við ókum þvert yfir Bandaríkin til vesturstrandarinnar og suður Klettafjöllin, komum auðvitað við í Miklagljúfri, og síðan austur um og enduð- um á Flórída. Þar dvöldum við í sól í þrjár vikur. Við ókum svo bílnum tif Norfolk og létum flytja hann heim með skipi. Sjálf fór- um við til New York og stunduðum leikhús í tíu daga áður en við flugum heim. Þetta er alveg ógleymanleg ferð, mjög spennandi." Tilbúinn í sama lífshlaup — Ef þú værir ungur maður á ný, værir þú þá reiðubúinn að feta sama ferilinn aft- ur eða myndirðu velja þér annan vettvang? „Ég held ég myndi ekki velja annan vettvang. Mitt lífshlaup er búið að vera al- veg dýrlegur tími og ég held ég myndi hiklaust velja mér sama ferilinn aftur. Bæði hefur mér gengið vel og ég hef haft nóg að gera og mér finnst að allt hafi gengið upp. Leiklistin hefur veitt mér vissa uppfyll- ingu.“ — Finnst þér þú vera orðinn gamall? „Nei, nei, síður en svo, og ég vona að ég fái tækifæri til að leika sem mest af skemmtilegum hlutverkum næstu iO árin að minnsta kosti. Að vísu ætla ég aðeins að hægja á ferðinni og gefa mér tíma til að leika mér svolítið sjálfur. Annars er ég mjög sáttur við þennan feril.“ □ PflNTIÐ SK0LAF0TIN NUNfl! 1000 BLAÐSÍÐUR AF ÓTRÚLECU VÖRUÚRVALI NAUÐSYN Á HVERJU HEIMILI SPARIÐ FÉ, TÍMA OC FYRIRHÖFN Meirihóttar vetrartíska PÖNTUNAR LISTINN Verd kr. 190,- án bgj. RU B. MAGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI Sími 52866 18. TBL. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.