Vikan - 07.09.1989, Side 12
— Kemurðu til með að starfa erlendis
að námi loknu?
„Það er vel hugsanlegt. Reyndar voru
það kunningjar mínir í loftferðaeftirlitinu
sem ýttu mér út í þetta svo að vel kemur
til greina að nýta þessa menntun í starfi
þar. Hins vegar nýtur fagið vaxandi vin-
sælda í Bandaríkjunum og eru aðilar á
borð við flugfélög, herinn og geimferða-
stofnunina NASA farnir að leita eftir starfs-
fólki með þessa menntun í síauknum
mæli.“
— Meira um flug: Ég frétti að þú værir
flugffeyja núna.
,Já, ég hef verið flugfreyja hjá Arnarflugi
í sumar og raunar gripið í það starf af og til
síðustu árin. Það eru engin sérstök inn-
tökuskilyrði við ráðningu flugfreyja nema
hvað almenn tungumálakunnátta er æski-
leg og sérstök áhersla á ensku. Hins vegar
eru haldin námskeið fyrir byrjendur í
starflnu og auk þess eru flugfreyjur af og
til á upprifjunarnámskeiðum."
— Áfram með áhugamálin.
„Það hefúr gerst hvað eftir annað að ég
prófa eitthvað einu sinni og fæ ólæknandi
dellu upp frá því. í flugnáminu kynntist ég
krökkum sem voru í vélhjólaakstri og það
varð ekki aftur snúið eftir að ég hafði feng-
ið að prófa einu sinni. Ég skellti mér í vél-
hjólapróf og pantaði mér síðan hjól frá
Bandaríkjunum, Kawasaki 454 ltd.“
„Gleðikonumar“, vlnkonur Helgu,
sendu henni óvenju innihladsrika af-
mælistertu síðast þegar hún átti afrnæli...
— Þú ert kannski í vélhjólaklúbbi?
„Nei, ég er ekki í skráðu félagi. Maður
fer í túra með vinum og kunningjum sem
eru líka í þessu sporti. Mér flnnst það veita
frábæra útrás að þeysa út úr bænum á mót-
orhjóli. Hins vegar fer ég aldrei út fýrir
malbikið því malarvegir fara illa með
hjólin. Vélhjólaeigendur leggja mikið upp
LC/$>
*
2H
úr útliti fákanna og eru stöðugt að þrífa þá
og pússa svo þeir glansi. Það er hluti af
stílnum. En reyndar seldi ég hjólið mitt
með söknuði í vor sem leið til að fjár-
magna skólagönguna í vetur. En ég fæ að
grípa af og til í stýri hjá vinum og kunn-
ingjum í sportinu.
Þá er ég með jeppadellu. Ég átti torfæru-
jeppa sem ég seldi líka í sama tilgangi og
hjólið. Ég hef farið í alls konar fjallaferðir á
honum. Þetta er yfirbyggður pallbíll (þ.e.
byggt yflr pallinn sem áður var) af gerð-
inni Toyota Hilux. Hann var upphækkaður
með risastór 39 tommu dekk svo að mað-
ur þurfti að kliffa upp í hann.
Ég hef nokkrum sinnum farið í köfún og
Iíkað vel óg skíðaíþróttina stunda ég reglu-
lega. Ég hef einu sinni flogið sem farþegi í
svifflugi.
Einu sinni stökk ég í fallhlíf og það var
ógleymanleg stund. Þetta var á Kjóavöll-
um rétt fyrir ofan Breiðholt. Ég stökk sem
„farþegi", þ.e.a.s. hékk framan á aðal-
stökkvaranum, reyndum manni í faginu, í
12000 feta hæð og heiðskíru lofti. Þetta
var stórkostleg tilfinning.
Fyrir utan allar þessar sportdellur
skemmti ég mér vel með vinkonum mín-
um en það vill svo til að við eigum það all-
ar sameiginlegt að vera fæddar 1965 og
erum allar á lausu! Við höfum stofnað með
okkur félag sem heitir Gleðikonurnar en
það nafn má alls ekki misskilja því að á
ensku heitum við The happy Girls, við
erum glaðar stúlkur sem skemmtum
okkur. Meginmarkmiðið með klúbbnum
er að koma hver annarri á óvart. Þegar ein-
hver úr hópnum á afrnæli taka hinar stelp-
urnar sig saman og undirbúa einhverja
uppákomu sem kemur afmælisbarninu í
opna skjöldu.
Ég er vön að lifa fyrir líðandi stund og
skipulegg sjaldan framtíðina. Nú hefur þó
sú undantekning orðið á að ég er ákveðin
í að klára þetta nám sem ég fer í með
haustinu en ffamtíðin eftir það er óráðin."
— Ein lítil spurning að lokum: Hefúrðu
aldrei orðið loff- eða flughrædd?
„Nei, ég hef fúndið fyrir hvorugu, hins
vegar er ég drauðhrædd við tannlækna."
Nekkrir punktar um
flugnám og vélhjólapróf
■ í viðtalinu við Helgu Þórarinsdóttur
komu fram gagnlegar upplýsingar um flug-
nám og réttindi til að stjórna vélhjóli (ekki
skellinöðru, sem er 50 cylindra hjól, en þó
er um sama aðila að ræða sem annast
kennslu, þ.e. lögregluna).
Flugnám tilheyrir nú flugliðabraut Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja en kennslan fer
engu að síður ffam í Reykjavík. Flugnám er
í raun á háskólastigi þó að greinin sé ekki
kennd innan Háskóla fslands. Inntökuskil-
yrði eru enda stúdentspróf af náttúru-
fræði- eða eðlisfræðibraut. Að auki þarf að
skila inn 1. flokks læknisvottorðum áður
en námið hefst og skulu þau taka til sjónar
og augnheilsu, viðbragðsflýtis, ástands
hjarta og auk þess að staðfesta almennt
heilbrigði í hvívetna.
Námið er annars vegar bóklegt en hins
vegar verklegt. Bóklegi hlutinn er fullur
skóli í einn vetur. Kennd er siglingafræði
(sömu lögmál gilda að mörgu leyti í sigl-
ingum og loftferðum), veðurffæði, flug-
eðlisffæði, flugreglur, vélffæði og afkasta-
geta flugvéla kynnt. Þá þurfa nemendur að
læra allt sem viðkemur rafkerfi vélarinnar,
mælitækjum og siglingatækjum. Verklegi
hlutinn er 200 flugtímar áður en próf er
þreytt.
■ Sá sem vill öðlast réttindi til að aka
stóru vélhjóli þarf að vera orðinn 17 ára.
Þá getur hann snúið sér til lögregluyfir-
valda í sínu umdæmi þar sem honum er
ýmist veitt skriflegt æflngaleyfi eða boðið
upp á ökutíma undir eftirliti. Nemanda er
jafnffamt útvegað lesefni um umferðar-
reglur. Að lokum þreytir hann bæði verk-
legt og skriflegt próf en skriflega prófið er
krossapróf.
12 VIKAN 18. TBL. 1989