Vikan - 07.09.1989, Qupperneq 17
FÉLAG5MÁL
Hvaða adstodar njóta
einstæÓar mæður?
Okkur fysti að vita nánar um mál
einstæðra eða fráskildra mæðra,
hvers vegna þær leita aðstoðar
og hvað Félagsmálastofhun getur gert fyrir
þær og aðra sem þangað sækja. Gunnar
Sandholt, yfirmaður Fjölskyldudeildar
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, varð
fyrir svörum.
„í flestum tilfellum leita konur hingað
eftir fjárhagsaðstoð og húsnæðisaðstoð.
Það er oftast þessi ytri þörf sem leiðir þær
hingað. En þá er mjög oft einnig þörf á
ráðgjöf, á einhverjum aðila tii að tala við
um sínar lífsaðstæður og kringumstæður
að öðru leyti. Það er ýmisiegt sem upp
kemur í sambandi við það að vera að-
kreppt einstætt foreldri og hafa ónógan
stuðning þótt það sé ekki eingöngu fjár-
hagslegt. En flest mál byrja hér sem íjár-
hagsmái.
Það hefúr ekki verið gerð nein úttekt á
einstæðum mæðrum hér sérstakiega, svo
ég hef ekki tölu um það hversu margar
koma vegna skilnaðar, vegna erfiðleika
með að komast aftur inn á atvinnumarkað,
vegna húsnæðiskostnaðar o.s.firv. En við
getum sagt að u.þ.b. fjórðungur einstæðra
foreldra í Reykjavík fái aðstoð firá Félags-
málastofinun. Það sýnir að einstæðir for-
eldrar eru ffiekar aðkrepptur hópur.
Fjárhagsaðstoð okkar felst annars vegar
í mánaðarlegri aðstoð til framfærslu og
hins vegar í aðstoð til einhverra afmark-
aðra hluta sem eru nauðsynlegir en fjár-
hagurinn ekki leyflr. Það er raunar svo að
almenna reglan er sú að fólk á rétt á að
snúa sér til sveitarfélagsins ef það getur
ekki ffiamfleytt sér með launatekjum, en
samfélagið hefur í vaxandi mæli komið tii
móts við þetta með tryggingabótum, með
mæðralaunum og barnabótum og ívilnun
á sköttum. Einstæðir foreldrar fá þá hærri
barnabætur en aðrir.“
En þetta virðist ekki nægja einstæð-
um foreldrum.
„Nei. Aðalástæða fyrir því að endar ná
ekki saman hjá lágtekjufólki, og þá gildir
það sama um einstæða foreidra og þá sem
eru í sambúð eða hjónabandi, er húsnæð-
iskostnaðurinn. Það eru ýmist tilraunir til
eigin kaupa, sem hafa mistekist, eða mjög
há leiga. Og þótt ég hafi ekki handbærar
tölur um það hér, þá er hlutfallslega miklu
stærri hópur einstæðra foreldra sem leigir
en annarra foreldra. Húsnæðisaðstæður
þeirra eru ótryggar.
Ólafur Ólafsson landlæknir gerði saman-
tekt þar sem kemur í ljós að 40% ein-
stæðra foreldra búa við ótryggt húsnæði.
Það sér maður mjög vel hér. í þessari
samantekt kemur ffiam að smábarnafor-
eldrar þurfa að setja helming eða allt upp
í tvo þriðju hluta af launum sínum í hús-
næðiskostnað. Þriggja herbergja íbúð leig-
ist í dag á 35-40.000 krónur og það eru
lágmarkslaunin. Það eru þessar aðstæður
sem beina einstæðum foreldrum til Félags-
málastofnunarinnar, fyrir utan það að
leigumarkaðurinn í Reykjavík er mjög
ótryggur."
Hvaða rétt eiga einstæðir foreldrar
hér?
„Þeir eru skilgreindir sem forgangshóp-
ur í leiguhúsnæði borgarinnar. Þeir eiga
rétt á að leggja inn umsókn um leiguhús-
næði, en ffiamboðið nægir hvergi nærri
eftirspurninni.
Vikan rœðir við
yfirmann Fjölskyldu-
deildar Reykjavíkur
um mölefni
einstœðra mœðra.
Hvers vegna þœr
leita aðstoðar og
hvað Félagsmála-
stofnun getur gert
fyrir þœr og aðra
sem þangað sœkja
Tímabundin aðstoð
Þeir eiga einnig rétt á að sækja um fjár-
hagsaðstoð samkvæmt viðmiðunarkvarða,
og geta fengið hana ef um er að ræða háan
húsnæðiskostnað eða viðurkenndan tekju-
missi, hvort sem hann stafar af heilsumissi
þeirra eða barna þeirra, eða vegna þess að
ómegðin sé svo mikil að óraunhæfit er að
ætla þeim að stunda launaða vinnu með
barnauppeldinu. Það er eitthvað um hið
síðastnefnda en það er oftast tímabundið,
enda miðað við að aðstoðin sé tímabund-
in, og flestir óska þess nú líka. Oft eru
vandamálin líka tímabundin, oftast heilsu-
farsástæður, og stundum önnur félagsleg
vandamál sem fléttast inn í.“
í ársskýrslu Félagsmálastofhunar
Reykjavíkurborgar 1987 kemur ffiam hjú-
skaparstaða fólks með börn 16 ára og
yngri sem leitaði aðstoðar fjölskyldudeild-
ar Félagsmálastofhunar.
ógift/ókuœntur......17,3%
gift/kvœntur ..........19,6%
sambúð................. 7,6%
fráskilin/n ...........37,3%
slitin sambúð .........16,9%
ekkja/ekkill .......... 1,3%
Einnig kemur fram að fleiri konur en
karlar sækja um aðstoð og þá sérstaklega
þegar tekið er tillit til þess að þegar fólk í
sambúð eða hjónabandi á í hlut virðist það
koma í hlut kvennanna að koma til stofh-
unarinnar, eins og stoltið komi þar eitt-
hvað við sögu hjá körlum.
„Það er oft að leitað er tímabundinnar
hjálpar eftir skilnað og stundum, í örfáum
tilfellum, á meðan á skilnaði stendur ef
hann er erflður og ekkert samkomulag
næst og jafhvel ofbeldi og mikil átök. Þá er
það tekjubrestur sem kemur til.“
Verðið þið vör við að fólkið geri
kröfur til ykkar sem þið getið ekki
uppfyllt?
,Já. Fyrst og fremst eru það húsnæðis-
málin. Við getum ekki annað efitirspurn.
Svo finnst sumum fjárhagsaðstoðin allt of
lítil. Það eru tryggingabæturnar sem eru
lagðar til grundvallar, en þær eru mjög
lágar. Síðan flnnst fólki það vera of tak-
markað hvað við getum gengið í að að-
stoða við að greiða upp skuldir sem gæti
verið einhver hnykkur sem kæmi fólki yflr
erfiðasta hjallann. Við vildum gjarnan hafa
meira svigrúm til þess að sinna slíkum
málum. Við getum ekki heldur sinnt nægi-
lega eftirspurn eftir viðtölum. Það er tölu-
verð bið eftir að komast í viðtöl og allt of
mikill fjöldi sem fær tiltölulega stuttara-
lega afgreiðslu.
Við höfum reynt á hverfaskrifstofunum
að greina að viðtöl um fjárhagsvanda og
annan vanda til þess að fólk geti að
minnsta kosti fengið fjárhagsaðstoðina
ffiekar fljótt og vel og ekki síður að veita
barnaverndarmálum forgang. Það er reynt
að greina tiltölulega fljótt hverju er hægt
að sinna og hverju ekki. Við höfum þá
meðferðarmálin sér og þar inni í er náttúr-
lega þunginn af alvarlegum barnaverndar-
málum.“
Eru konurnar ekki aðstoðaðar við
að finna sér vinnu?
„Við erum ekki með atvinnumiðlun. En
konunum er leiðbeint hvernig þær geti
snúið sér í atvinnuleitinni, leiðbeint um
refilstigu kerfisins. En tíminn gefst oft ekki
til þess að sinna þeim sem skyldi. Núna
verðum við mjög vör við nýjan hóp sem
stendur höllum fæti á vinnumarkaði. Það
eru foreldrar sem fengu áður vinnu, jafn-
vel strax. (Það var þess vegna hægt að
hringja úr viðtali og nota sér það að vera
18. TBL. 1989 VIKAN 17