Vikan


Vikan - 07.09.1989, Side 18

Vikan - 07.09.1989, Side 18
,Ja, það er pólítísk spurning fyrst og fremst. Hvað ætla stjórnvöld að gera við atvinnuleysinu og lágu laununum í land- inu? Það er augljóst að félagsmálastofhanir leysa vandann aldrei. Þær hafa hvergi í ver- öldinni gert það og gera það ekki hér. Það er spurning um að leysa málið fyrst og fremst með lífvænlegum launum og nægri vinnu, og síðan með ódýrri, traustri og góðri dagvistun fyrir börn.“ Þegar ég sat héma frammi og beið eftir að komast í viðtal til þín leið mér afskaplega illa. Ég fann fyrir þessari tilfinningu að hafa mistekist og þurfa að leita náðar hjá stofnun. „Sumir ráðamenn vilja gjarnan að það sé óþægilegt að leita opinberrar aðstoðar vegna þess að það dregur úr því. En ég held að starfsmenn almennt og þessi stofh- un reyni að gera það frekar auðvelt og mæta fólki með virðingu og vingjarnlegu yfirbragði eins og mögulegt er. Það er auð- vitað mikið álag og þetta er töluvert stressaður vinnustaður. Ég held að blöðin hjálpi einnig mikið til við þessi óþægindi. Blöðum þykir mest í ffásögur færandi hneykslissögur af Félags- málastofnun og barnavernd. Þegar mál snúast um einstaklinga þá fáum við aðal- lega mjög neikvæða umfjöllun. Það eru til einstaklingar sem vilja stíga ffam og kvarta og láta taka viðtöl við sig með stórum myndum. Hinir, sem hafa góða sögu að segja, virðast vera í þeim hópi sem vill síð- ur koma fram. Umfjöllun um einstaklings- mál, sérstaklega barnaverndarmál, virðist ekki vera spennandi nema illa fari. Milli tveggja elda Við getum ekki rofið trúnað, segjum aldrei ffá einstaklingum, og getum því ekki bent á jákvæð dæmi okkur til varnar. Við erum skömmuð ef við gerum eitthvað, ég tala nú ekki um ef einhverjum hefur tekist að misnota okkur, en svo erum við líka skömmuð ef við gerum ekki neitt, að það sé erfltt að sækja aðstoð hingað, eða að við aðhöfumst ekki í barnaverndarmáli. Blöðin væru til með að úthrópa okkur sem vont fólk þegar við tökum barn af heimili, en ef við tækjum ekki barn og það feri augljóslega illa fyrir því, það dæi eða væri misþyrmt heima, þá er það líka fféttamat- ur. Það sama gildir um þá umfjöllun um hvað fólk þjáist af því að koma hingað.“ Það breytir ekki því að þegar ég sat héma á ganginum og beið sá ég tvær konur sem hingað áttu erindi, og það var á þeim þessi blendni svipur vonar og ótta. Mér fannst ég finna hjá þeim þessa tilfinningu sem fylgir því að maður getur ekki staðið á eigin fótum. Og mér leið illa sjálfri. Það er erfitt að fara bónarveg að ókunnug- um. „Hingað kemur heldur ekki fólk nema eitthvað bjáti á. En starfsfólkið hér er lærð- ir félagsráðgjafar, sálffæðingar og annað með uppeldisffæðilega menntun, og eins og fyrr greinir er reynt að taka vel á móti með síma á skrifborðinu.) Nú fá þeir ekki vinnu. Þeir detta fyrr út og það tekur þá lengri tíma að flnna vinnu. Þessi hópur kemur langverst út úr atvinnuleysinu sem hér er.“ Hvemig er sálarástandið hjá fólkinu þegar það finnur að það getur ekki bjargað sér og að atvinnurekendur vilja síður fá það sem vinnukraft? „Það hefur niðurbrjótandi áhrif. Þetta verður að vítahring. Fyrst fær fólk skilaboð um það að það sé ekki þess virði að fá það í vinnu. Því er ýtt út af vinnumarkaðnum. Það þarf að sækja um fjárhagsaðstoð, sem festir vilja gera. Aðstoðin er takmörkuð og stuðlar að því að halda fólki á lágum lífs- standard. Aðstoðin er jú hugsuð sem neyðaraðstoð, lágmarksaðstoð. En það dregur úr sjálfstraustinu sem gerir það síð- an að verkum að fólk er ekki eins fram- bærilegt í að mæla með sjálfu sér, að trana sér fram í samfélaginu og á vinnumarkaðn- um. Svo hrannast upp skuldir sem hafa slæm áhrif á heilsuna og geðslagið. Fólk missir smám saman yfirsýn." Hvað er til ráða? ■ „Þetta verður vítahringur... því er ýtt af vinnumarkaðn- um. Þarf að sækja um fjárhagsaðstoð sem fæstir vilja gera. Aðstoðin er takmörkuð... Svo hrannast upp skuldir sem hafa slæm áhrif á geðheilsuna." FÉLAC55MÁL 18 VIKAN 18. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.