Vikan


Vikan - 07.09.1989, Side 20

Vikan - 07.09.1989, Side 20
\ Innbakaður lambavöðvi í krydd- og saltdeigi Fyrir 4 Áætlaður vinnutími 25 mín. Höfundur: örn Garðarsson Kjöt INNKAUP: AÐFERÐ: 800 gr lamba- eða ærvövðar 4 hvítlauksrif, skorin í strimla Soð: 2 lambabeinsleggir 200 gr grænmeti; sellerí, gulrót, laukur Deig: 350 gr gróft salt 400 gr hveiti 1 tsk rósmarin 1 tsk thimian 2 egg, aðskilin: (hvítur í deigið, rauður til að pensla með) um 2 dl heitt vatn 1 tsk grófur hvítur pipar Sósa: 2 dl rauðvín 4 saxaðir sjarlottu laukar 1 msk og 50 gr smjör 1 stk mignottu pipar 1/2 msk maizenamjöl lárviðarlauf ■ Kjöt: Fituhreinsað og hvítlauk stungið í það á víð og dreif. ■ Deig: Öllum þurrefnum blandað saman, síðan er eggjahvítunum bætt út í og þynnt út með heitu vatninu. Gætið þess að deigið verði ekki of þunnt. Flatt út þar til það er um V2 sm þykkt og kjötinu þá pakkað inn í deigið. Gæta verður að því að hvergi sé gat. Skorið með hníf ofan í deigið en nota má deigstrimla til að skreyta með. Penslað með eggjarauðu og vatni, síðan bakað við 200°C í 10 mín., lækkið síðan hitann niður í 150°C og bakið áfram í 10-15 mín. Tíminn fer eftir því hversu mikið kjötið á að vera steikt. ■ Ágætt er að láta kjötið standa í deiginu í 10-15 mín. eftir að það er § bakað. Lokið er skorið af og kjötið skorið í þunnar sneiðar, sett aftur ofan “ í og framreitt í skorpunni. a ■ Sósan: Laukurinn er brúnaður í potti ásamt grófskornu grænmetinu, g beinin sett út í og þá er um 2 lítrum af köldu vatni hellt yfir. Látið sjóða mjög 5 rólega í 30 mín. Þá er soðið sigtað og soðið niður um helming, þykkt upp « með maizena og litað aðeins með sósulit, ef þarf. Sjarlottulaukurinn er § brúnaður í smjöri og rauðvíninu hellt yfir, V2 lárviðarlauf, mignottupiparinn | og 1/4 tsk timian er sett út í. Rauðvínið soðið niður um helming, soðinu bætt ^ út í og um 50 gr af köldu smjöri þeytt út í síðast. Eftir það má sósan ekki $ sjóða. 3 ■ Framreitt með ferskum nýsoðnum garðávöxtum. Súkkulaðimústerta með Cointreau Fyrir 12 Áætlaður vinnutími 20 mín. Höfundur: Sturla Birgisson Ábætir INNKAUP: ADFERD: Þunnur svampbotn 250 gr súkkulaði 100 gr smjör 3 eggjahvítur 150 gr sykur V4 I rjómi 6 blöð matarlím Cointreau Helstu áhöld: Tertuform, þeytari. Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur □ Má frysta □ Annað: ■ Súkkulaði og smjör brætt saman yfir vatnsbaði. ■ Eggjahvítur og sykur þeytt vel saman. ■ Rjóminn þeyttur og matarlímið leyst upp yfir vatnsbaði. ■ Brætt súkkulaði-smjör sett saman við rjómann. Blandað vel saman. Stífþeyttum eggjahvítum blandað varlega saman við, síðan matarlíminu og bragðbætt með Cointreau. ■ Svampbotninn settur í hringlaga form. Bleytt upp með Cointreau og súkkulaðimúsin sett ofan á botninn. Látið stífna í kæli í um 2-3 tíma. ■ Borið fram með rjóma. LU _l cc o —i X C/3 O < 2

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.