Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 24

Vikan - 07.09.1989, Page 24
HAR Berglind Ólafsdóttir segist finn- ast það ótrúlega þægilegt að vera með stutt hár. Hún hafi verið orðin leið á því að þurfa alltaf að blása hárið til þess að fá það gott. nokkra viðskiptavini hvað hefði ráðið vali þeirra á klippingu og/eða hár- greiðslu að þessu sinni. Fyrir valinu urðu þrjár nokkuð ungar stúlkur sem gengu út af stofunni eins og klipptar út úr tískublaði. Hæsta einkunn Elfa Dís Austmann, 24 ára hús- móðir, varð fyrst fyrir svörum: „Ég var lengi búin að vera með strípur í hár- inu og var orðin mjög þreytt á þeim. Hárið var illa farið eftir strípurnar, þurrt og slitið. Ég ákvað því að breyta um hárgreiðslu, losna algjörlega við strípurnar og fá minn eðlilega lit á hárið. Ég er með rennislétt hár og því lá næst við, til að fá sem mesta breyt- ingu, að fá nýstárlegt permanent. Ég hef sjaldan eða aldrei verið eins ánægð með hárið á mér og núna og ég Hér hefúr hárið á Hrund verið klippt enn styttra en á litmynd- inni á opnunni hér á undan. Henni líkar klippingin vel, en segir viss vandkvæði því samfara að vera með svo stutt hár... gef því hársnyrtistofunni Art 9,5 í einkunn." Hrund Sigurðardóttir, 21 árs nemi í sálarfræði í HÍ, hafði látið klippa hár sitt stutt. „Ég ætlaði alltaf að klippa mig stutt,“ sagði hún. „Hárið var orðið þurrt, leiðinlegt og hálf- dautt. Ég var orðin leið á permanenti í hálfsíðu hári. Mér þykir gervilegt að vera með litað hár og ekki fallegt að láta aflita það. Ég er því með minn eðlilega háralit, ljósskolleitan. Vand- kvæðin, sem fylgja stuttu hári, eru þau að nú þarf ég helst að fara mánaðar- lega í klippingu til þess að halda því og eins að vera betur til höfð í frarnan. Það er ekkert hægt að fela. Ég hef látið klippa mig hér hjá Art í síðustu fimm skiptin sem ég hef þurft klippingu. Mér líður ákaflega vel með nýju klipp- inguna,“ sagði Hrund. Berglind Ólafsdóttir, 21 árs af- greiðslustúlka, hafði þetta að segja: „Ég lét loksins verða af því að láta klippa mig stutt. Orðin leið á því að þurfa alltaf að blása hárið til þess að fá það gott. Það er ótrúlega þægilegt að vera með svona stutt hár, sérstaklega að sumri til, þegar maður stundar sundlaugarnar. Hárið þornar á svip- stundu og hárgreiðslan verður í góðu lagi,“ sagði Berglind. 22 VIKAN 18. 7BL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.