Vikan - 07.09.1989, Side 26
DULFRÆÐI
LÍFSSÝN
SEIÐMAÐURINN
Seiðmaður indíána var maður
þekkingar. Hann var í senn
læknir, prestur og sálfræðingur
samfélagsins. Seiðmaðurinn
stjórnaði töfra- og helgiathöfn-
um ættbálksins, læknaði sjúka
og leiðbeindi sálum látinna til
annarra heima. Margir þeirra
voru forvitrir; gátu skyggnst
ffam í ókomna tímann og öðl-
ast vitneskju um það sem
gerðist á fjarlægum slóðum.
Seiðmönnum er kleift að áorka
öllu þessu vegna hæfni sinnar
til að yfirgefa líkamann í
leiðslu og komast handan við
hlutveruleikann til heims sem
þeir nefha Undirheima. í ffæð-
um indíána eru Undirheimar
aðskilinn veruleiki en ekki síð-
ur raunverulegur og hinn
áþreifanlegi heimur. Þegar
seiðmaðurinn fer hamförum
ferðast hann í gegnum göng til
Undirheima og hittir þar fyrir
máttardýr, hjálparanda og
náttúruvætti af ýmsu tagi.
Þessi máttaröfl eru öll birt-
ingaform Andans Mikla og án
þeirra er seiðmaðurinn lítils
megnugur. Svarti Elgur af ætt-
bálki Óglala-súa var einn fárra
indíána er lifðu af fjöldamorð-
in við Undað hné árið 1890.
Hann hélt tryggð við arfleifð
forfeðra sinna og starfaði sem
græðari til gamals aldurs.
Svarti Elgur segir um hæfhi
sína sem seiðmaður: „Auðvitað
var það ekki ég sem læknaði.
Það var mátturinn frá hinum
aðskilda veruleika. Sýnirnar og
helgisiðirnir höfðu aðeins gert
mig líkan holu sem krafturinn
streymdi í gegnum til tvífetl-
inganna. Þegar ég hélt að ég
gerði þetta sjálfur lokaðist hol-
an og enginn kraftur megnaði
lengur að komast í gegn.“
í dag starfa nokkur hundruð
seiðmanna af ýmsum ættbálk-
um indíána við lækningar og
sálgæslu í Bandaríkjunum. Þeir
nota ýmsar tegundir lækninga-
jurta, kristalla og steina. Jafn-
framt styðjast þeir við tugi
hjálparanda sem þeir finna úti
í náttúrunni og fá til samstarfs
við sig eftir sérstökum leiðum.
Máttardýrið er þó helsta stoð
seiðmannsins. Til þess að
OG HELGISHMRINDÍÁNA
- í máli og myndum
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON
SVITAHOFIÐ
Svitahofið er eitt helgasta vé
indíána Norður-Ameríku.
Notkun þess var ávallt undan-
fari sólardansins, útisetu og
annarra helgisiða indíána. Þátt-
takendur skríða á fjórum fót-
um inn í kúpt skinntjaldið og
sitja á hækjum sér í kringum
eldhitaða steina. Vatni og ýms-
um jurtum er kastað með vissu
millibili á steinana á meðan
þátttakendur vegsama allar líf-
verða sér úti um það verður
seiðmaðurinn að ferðast til
Undirheima og ef gæfan er
honum hliðholl hittir hann
máttardýr sem vill gerast vörð-
ur hans og fylgja. Hvort sem
máttardýrið er úlfur, hlébarði,
örn eða snákur verður það
brátt hluti af sálarlífi og vilja
seiðmannsins.
Aflvana dádýr lýsir fyrstu
kynnum sínum af máttardýri á
þennan veg: „Skyndilega
heyrði ég voldugan fugl gjalla
og fyrr en varði skellti hann
sér á bakið á mér og snart mig
með útbreiddum vængjunum.
Ég heyrði gjall í erni sem yflr-
gnæfði skræki fjölda annarra
fúgla. Hann virtist segja við
mig: „Vér höfúm beðið eftir
þér. Vér vissum að þú kæmir.
Núna ertu hérna. Slóð þín
hefst hér og héðan í ffá mun
ætíð fylgja þér vofa - annað
sjálf.“ Til þess að kynnast
máttardýrinu betur og tryggja
að það yflrgefi ekki seiðmann-
inn verður hann að skipta
hömum reglulega. Hann um-
breytist þá um stund í máttar-
dýrið; gerist hamrammur,
hljóðar og hreyfir sig líkt og
dýr væri. Taktfastur trumbu-
sláttur, samfara kraftmiklum
dansi og söng sem túlkar mátt-
ardýrið, gerir einnig sambæri-
legt gagn.
verur: plöntur, dýr og menn,
Móður Jörð, Föður Himin og
hinn Mikla Anda — sem er
skapari alls og drottinn allra. Á
myndinni að ofan hefur skinn-
feldurinn verið dreginn frá
trjástoðum svitahofsins og
indíánarnir láta vindinn leika
um svitastorkinn líkamann.
24 VIKAN 18. TBL. 1989