Vikan - 07.09.1989, Blaðsíða 27
PÍPAN
Pípan gegnir mikilvægu
hlutverki í trúarlífl indíána.
Helgi hennar felst ekki í hinum
efnislega tilbúnaði. Leggur
pípunnar, munnstykki, haus,
fjaðrir og annar skrautbúnaður
eru aðeins táknmynd þeirrar
merkingar er liggur til grund-
vallar.
í augum indíána er inntak
hennar svo víðfeðmt og marg-
þætt að ævilöng notkun dugir
ekki til að ráða það til fúlls. All-
ar tilraunir til útskýringa gefa,
að sögn indíánanna, ekki ann-
að en dauft skin af þeim veru-
leika er hún stendur fyrir. Þeg-
ar Svarti Elgur ræðir við
bandaríska rithöfúndinn John
G. Neihardt um líf sitt og
heimsmynd þjóðar sinnar hef-
ur hann frásögnina á þessum
orðum: „Sjáðu, ég fylli þessa
helgu pípu með berki rauðs
pílviðar; en áður en við reykj-
um hana verður þú að sjá
hvernig hún er gerð og hvað
hún merkir. Þessir fjórir
lindar, er hanga hér á
leggnum, eru fjórir hlutar al-
heimsins. Hið svarta er fyrir
vestur, þar sem þrumuverurn-
ar búa og senda okkur regn;
hið hvita fyrir norður, en það-
an kemur hinn mikli hreins-
andi vindur; hið rauða er fyrir
austrið, þar sem uppspretta
ljóssins er og morgunstjarnan
lifir til að gefa mönnum visku;
hið gula er fyrir suðrið, þaðan
sprettur sumarið og aflið til
vaxtar. En þessir fjórir andar
eru einvörðungu einn Andi
þegar öll kurl koma til grafar
og þessi arnarfjöður stendur
fyrir þann eina . . . Er himin-
hvolflð ekki faðir og jörðin
móðir og eru ekki allar lifandi
verur, er hafa fætur eða vængi
eða rætur, börn þeirra? . . . Og
vegna þess að hún merkir allt
þetta, og meir en nokkur mað-
ur getur skilið, er pípan heil-
ög“
SÓLARDANSINN
Sólardansinn er ævaforn
helgiathöfn indíána sem fór
ffam á mismunandi hátt eftir
því hvaða ættflokkur átti í hlut.
Það sem var sammerkt með
þeim öllum var að hið helga
tré — tré lífsins - var reist í
miðju hrings. Dansarar döns-
uðu síðan í kringum tréð í
fjóra sólarhringa samfleytt án
þess að neyta matar né
drykkjar. Sumir ganga jafnvel
lengra og krækja krók í brjóst
sér og stíga dansinn uns húðin
rifnar af og þeir slíta sig lausa.
Á myndinni hér að ofan sést
ungur Lakóta-súi fórna blóði
sínu til sólarinnar. Allan þann
tíma, er píslirnar standa yfir,
blæs hann í flautu sem skreytt
er með arnarfjöður.
Ennþá flnnast einstaklingar
sem álíta að helgisiðir af þessu
tagi beri vott um „frumstæðan
hugsunarhátt" og eigi ekkert
skylt við trúrækni. í Bandaríkj-
unum er jafnvel til fjölmennur
hópur manna sem berst fyrir
því að helgisiðir indíána verði
bannaðir á nýjan leik. Þetta
fólk hefúr asklok fyrir himin
og er ósátt við að lög, sem
bönnuðu indíánum að iðka trú
sína, skuli hafa verið felld úr
gildi árið 1977. Þess eru dæmi
að félagar í þessum samtökum
hafl ruðst æpandi inn á helgi-
samkomur indíána með
skammbyssu í annarri hendi
og Biblíuna í hinni.
Tatanga Mani — eða Gang-
andi Buffaló — hefúr svarað
þess konar þankagangi:
„Þið hvítu mennirnir haldið
að vér séum „skrælingjar". En
þér berið ekkert skynbragð á
bænir vorar. Og þér reynið
heldur ekki að skilja þær. Þeg-
ar vér kváðum óð vorn til lof-
gjörðar sól, tungli eða vindin-
um þá sögðuð þér bara að vér
tilbæðum hjáguði. En þrátt fyr-
ir skilningsskort yðar hafið þér
útskúfað oss sem fordæmdum
sálum, einungis vegna þess að
vér fluttum ekki bænir vorar á
sama veg og þér.
Vér sáum máttarverk hins
Mikla Anda í næstum hverjum
hlut: sólinni, mánanum,
trjánum, vindinum og fjöllun-
um. Stundum nálguðumst vér
hann fyrir meðalgöngu þessara
vina vorra. Hví var það svo af-
leitt? Ég hygg að trú vor til
hins æðsta sé sönn og hrein —
og að vér berum til hans ein-
lægara traust en hvítu
mennirnir sem kallað hafa oss
heiðingja ... Vér indíánar, sem
faeðumst og deyjum í náinni
snertingu við náttúruna og
herra hennar, erum ekki börn
myrkursins.
Var yður kunnugt um að tré
hefðu mál? Þau tala hvert til
annars og þau myndu ávarpa
yður ef þér gæfúð yður tóm til
að ljá þeim eyra. Meinið er —
hvíta fólkið hlustar ekki. Það
hlustaði aldrei á indíánana svo
það er borin von að það heyri
raddir náttúrunnar. En ég hef
lært fjölmargt af trjánum:
stundum varðandi veðrið,
stundum dýrin og stundum
hinn Mikla Anda.“
18. TBL. 1989 VIKAN 25