Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 28

Vikan - 07.09.1989, Page 28
DULFRÆÐI Rceða indíánahöfðingja 1854: EF VÉR SEUUM LAND Rædu þessa fluHi höfðinginn Seoffle, leiðtogi Duwamish-ætt- flekkosambandsins, érið 1854. Ræðan var svar við tilmælum Franklins Pearce, forseta Bandaríkjanna, en stjórn hans hafði lagt til stofnun sérstokro vemdarsvæða í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Ári síðar en ræða þessi var flutt voru samningar undirritaðir er leyfðu fjórtán flokkum indíána að velja sér kjördali sína sem slík verndarsvæði. Þremur mánuðum síðar braust út stríð og landnemar og námugrafarar flykktust inn á „vernduðu" svæð- in sem um hafði verið samið. Deilan stóð í full þrjú ár og braut niður dug og styrk indíána norðvestursvæðisins. Nú - ríflega hundrað og þrjátíu árum síðar - hafa orð hins mikla höfðingja - Seattfe - mildnn og þarfan boðskap að færa mönn- um hvarvetna þar sem þeir ræna landið trjám þess, blómum og dýrum - meira af græðgi en þörf. Ekki þarf grannt að lesa til að komast að raun um að höfðingi Seattle heffur margt að segja „hinum hvíta manni" á fleiri svið- um en náttúruverndar einnar sem honum er full þörf að huga að einmht nú á okkar dögum - ekki síst þeim sem telja sig kristna. ÞÝÐING: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON Hinn mikli höfðingi í Washington hefir sent oss orð að hann vilji kaupa vort land. Hinn mikli höfðingi hefir einnig sent oss þau orð að hann vonist til gagnkvæmrar vináttu og velvildar milli míns og síns fólks. Þetta er einkar vingjarnlegt af hans hálfu því hann veit gjörla hann heflr litla þörf fyrir vort endurgjald. En vér munum ígrunda tilboð yðvart. Því vér vitum fuli- vel að hinn hvíti maður mun koma með byssur sínar og hremma landið úr hönd- um vorum, þótt vér seljum það ekki. Öllu því sem Seattle höfðingi segir má hinn mikli höfðingi í Washington treysta — ekki síður en hinn hvíti maður treystir endur- komu vorsins. Orð mín eru sem stjörnur festingarinnar — þau ganga ekki til viðar. Hvernig getur nokkur selt eða keypt himininn — ylgjafa jarðar? Sú hugmynd er oss afar framandleg. Vér getum ekki slegið eign vorri á fersk- leika loftsins né á blik vatnsins. Hvernig getið þér þá keypt þetta af oss? Hvert fótmál jarðar er voru fólki heilagt. Hver tindrandi barrnál, hvert sandkorn á ströndinni, hver daggarperla hinna myrku skóga, hvert rjóður og hvert skorkvikindi er heilagt í minningum og reynslu míns fólks. Hinn rammi safi, er stígur upp boli trjánna, geymir minningar hins rauða manns. Dauðir gleyma hvítu mennirnir því landi sem fæddi þá af sér, farnir á gönguferð milli stjarnanna. En vér erum partur jarðar og jörðin er partur af oss. Ilmberandi blómin eru systur vorar; hjört- urinn, hesturinn, hinn mikli örn, allir þess- ir eru bræður vorir. Gilklungrin, vessar jarðar í enginu, búkvarmi hestsins og — maðurinn, allir heyra þeir sömu fjölskyld- unni til. Þetta land er oss heilagt land Svo að þegar hinn mikli höfðingi í Washington sendir oss orð þeirrar veru að hann vilji kaupa af oss land þá mælist hann ekki til lítils. Hinn mikli höfðingi sendir oss einnig sín orð þess efnis að hann vilji eftirláta oss staði þar sem vér getum lifað oss sjálfum voru lífi sem þægilegast. Hann vill verða vor faðir og vér hans börn. Svo vér munum ígrunda tilboð hans að selja honum vort land. En það verður ekki auð- velt því þetta land er oss heilagt land. Silfurmerlað vatnið, sem streymir um ár og læki, það er ekki bara vatn, það er dreyri vorra áa. Ef vér seljum yður land skuluð þér minnast þess að það er heilög jörð og þér skuluð kenna börnum yðrum að hún sé heilög og að hið vofumyrka endurskin hinna spegilfægðu vatna færir á svið sagnir af mínu fólki. Þegar vötnin rymja er það raust föður míns sem ymur. Árnar þær eru vorir bræður, þær slökkva vorn þorsta, þær fleyta kanóunum og þaðan kemur saðning vorum börnum. Ef vér seljum yður vort land verðið þér að kenna börnum yðrum að árnar séu vorir bræður, að þau verði að sýna þeim sama vinarþelið og systkinum sínum. Hinn rauði maður hefir stöðugt orðið að þoka fýrir hinum framsækna hvíta manni, eins og dalalæða sem hopar fyrir rísandi sól. En aska vorra feðra, hún er helg. Þeirra grafir eru heilög vé og jafht er komið á um hæðadrögin og trén. Þessi skiki jarðar var oss gefinn. Borgir yðvar gera oss súrt í augum Vér gerum oss ljóst að hinn hvíti maður skilur ekki lífshætti vora. Ein skák lands er honum ekki meira virði en hver önnur. Hann er gestur um nótt sem hrifsar það af borðum sem hann þarfnast. Jörðin er ekki systir hans — heldur mótstöðumaður og þegar hann hefir yfirbugað hana flytur hann sig bara um set. Hann skilur grafir feðra sinna slyppar og snauðar og kærir sig kollóttan. Hann rænir jörðinni ffá sínum eigin börnum. Frumburðarréttur þeirra sem grafir feðranna hyljast grómi gleymsku og dauða. Hinn hvíti maður möndlar svo móður sína jörðina — og bróður hennar himininn — sem hún væri eitthvað sem má plægja, rupla eða selja; eins og kvikfénað eða glerperlur sem ganga kaupum og sölum. Lítt seðjandi græðgi hans blóðmjólkar jörðina og skilur hana eftir flakandi í sár- um blásandi foksanda. Ég veit ekki. Vorir vegir greinast frá yðr- um vegum. Borgir yðar - slíkar sýnir gera oss súrt í augum, hinum rauðu mönnum. En vera má það sé vegna þess hinn rauði maður sé villimaður og sé skilnings vant. í borgum hins hvíta manns finnst hvergi hljóðlátt afdrep. Ekkert hlé, enginn griða- staður þar sem maður getur hlustað eftir laufunum þegar þau sprengja af sér vetrar- hulstrin, þegar þau breiða úr sér á vorin eða eftir skrjáfandi vængjabiaki skordýr- anna. En kannski það sé vegna þess að ég sé villimaður og mig skorti skilning? Skröltið aðeins meiðir eyru manns. Og hvað er lengur til að lifa fýrir þegar maður- inn nemur ekki óttusöng fuglanna eða kappræður froskanna umhverfis tjörnina. Ég er rauður maður og skil ekki. Indíáninn kýs fremur þann blíða þyt vindsins er hann fer höndum um andlit tjarnarinnar og sjálfan ilm golunnar sem stígur hrein upp eftir hádegisbað skúrarinnar eða þrungin angan furunnar. Loftið er oss kostaríkt Loftið er hinum rauða manni dýrmætt því allir hlutir anda sama andardrættinum. Hinn hvíti maður virðist ekki hafa orðið loftsins var — því sem hann sjálfur andar. Eins og margra dægra nár finnur hann öngva lykt. 26 VIKAN 18. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.