Vikan - 07.09.1989, Page 29
DULFRÆÐI
En ef vér seljum yður vort land þá verð-
ið þér að muna að loftið er oss kostaríkt.
Að það deilir einum anda með þeim sem
það nærir. Sá blær sem hinn fyrsti andar-
dráttur vorra langfeðra bergði af, hann tók
og þeirra síðasta andvarp í faðminn. Og sá
hinn sami blær mun og blása lífi í nasir
vorum börnum og yðrum börnum. Og ef
vér seljum yður vort land þá verðið þér að
geyma þess vel og hafa á því helgi þess
staðar þangað sem jafhvel hinn hvíti mað-
ur getur horfið til og bergt angan ilmríkra
blóma engisins.
Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart
að selja vort land. En ef vér veljum þann
kostinn að selja vil ég setja eitt skilyrði:
hinn hvíti maður verður að koma frarn við
dýrin sem væru þau systkini hans.
Hvað er maðurinn
sviptur dýrunum?
Ég er villimaður og ég skil ekki aðrar
leiðir en hans. Ég hefi þúsundum saman
barið augum rotnandi hræ buffalóanna á
sléttunum skilin eftir af hinum hvíta
manni þar sem þau liggja skotin út um
glugga eimreiðanna er geystust framhjá.
Ég er viliimaður og skil ekki hvernig reyk-
spúandi járnfákur getur orðið buffalóun-
um ástsælu að aldurtila, buffalóunum sem
vér fellum ekki nema tilneyddir oss til lífs-
bjargar.
Hvað er maðurinn sviptur dýrunum?
Þegar öll dýrin eru burtsópuð af ásýnd
jarðar þá mun maðurinn tærast upp í ein-
semd sálar sinnar. Því það sem kemur fyrir
dýrin, það mun einnig koma fram við
manninn — og fyrr en hann uggir. Allir
hlutir eru bundnir á einn streng.
Þér verðið að kenna börnum yðrum að
jörðin, sem þau trítla fótum, hún sé þakin
ösku vorra feðra. Segið börnunum að þau
skuli sýna jörðinni virðingu, að jörðin sé
kvik af lífi vors kynstofhs. Kennið börnun-
um það sem vér kenndum vorum börnum:
að jörðin hún sé vor móðir. Hvað sem
kemur yfir jörðina, það mun koma ffarn
við syni jarðarinnar. Ef menn hrækja í and-
lit jarðar þá hrækja þeir á sjálfa sig.
Þetta vitum vér: Jörðin heyrir ekki
manninum til, maðurinn heyrir jörðinni
til. Þetta er það sem vér vitum: Allir hlutir
eru fléttaðir sömu viðjum, eins og blóðið
tengir saman ættstofninn.
Það sem hendir jörðina, það mun og
henda syni jarðar. Maðurinn sló ekki vef
lífsins, hann er þráður í þeim vef sem lífið
sló. Það sem hann gerir vefhum, það gerir
hann sjálfum sér.
En vér munum ígrunda tilboð yðvart að
halda til þeirra griðlanda sem þér hafið
fyrirhugað voru fólki. Vér munum lifa
voru lífi og fara með ffiði. Það skiptir ekki
sköpum hvar vér eyðum síðustu ævi-
dögunum.
Hinn hvíti maður fær ekki
umflúið sitt skapadægur
Börn vor hafa litið feður sína svívirta í
ósigrinum. Herir vorir hafa bergt bikar
niðurlægingarinnar. Og sigraðir hverfa
þeir að iðjuleysi og slæpingshætti og spilla
líkömum sínum með hóglífi og neyslu
sterkra drykkja. Það kemur í einn stað nið-
ur hvar vér verjum síðustu ævidögunum —
þeir verða ekki það margir. Nokkrar eyktir
til viðbótar, nokkrir vetur enn, og engin
börn þess mikla kynstofns sem eitt sinn
byggði jörðina og reikaði um skógana í fá-
mennum flokkum verða lengur til að
syrgja á leiðum þess fólks sem fýrrum
hugði sig ekki síður voldugt og vondjarft
en yðvart fólk.
Pað sem hendirjörðina
það mun og henda
syni jarðar.
Maðurinn sló ekki
vef lífsins, hann
er þráður í þeim vef
er lífið sló.
Pað sem hann gerir
vefnum, það gerir hann
sjálfum sér.
En hví skyldi ég harma brotthvarf míns
fólks? Ættflokkar eru samsafnaður fólks —
það er allt og sumt. Fólk kemur og fólk fer
eins og öldur á sjó. Jafhvel hinn hvíti
maður, hvers Guð gengur honum við hlið
og kastar á orðum eins og kumpán sinn
yfrum öxl sér, hann mun heldur ekki fá
umflúið sitt skapadægur - sem öllum er
jafht fyrirhugað. Má vera vér séum þá
bræður þegar öll kurl koma til grafar. Bíð-
um og sjáum.
Vor Guð er sá sami
og yðvar Guð
En einn hlut vitum vér sem hinn hvíti
maður kann líka að uppgötva einn dag:
Vor Guð er einnig hinn sami Guð og yðvar
Guð. Þér kunnið nú að halda að þér getið
eignað yður hann eins og þér girnist að
eigna yður vort land. En það munuð þér
aldrei geta. Hann er mannsins Guð. Og
samúð hans breiðir sig jafht yfir hinn
rauða mann sem hinn hvíta. Þessi jörð er
honum dýrmæt. Að skaða jörðina er að
ausa skapara hennar svívirðingum. Hinn
hvíti maður - einnig hann — mun líða und-
ir lok, kannski skjótar en nokkur kynþáttur
annar. Haldið áfram að ata náttból yðar
sorpi og fyrr en nokkurn uggir munuð þér
kafna í yðar eigin saurindum.
En þér munuð lýsa skært meðan þér
fuðrið upp tendruð loga af kyndli þess
Guðs sem vísaði yður til þessa lands og
fyrir einhverjar sakir gaf það og örlög hins
rauða manns á yðvart vald, uns þér brenn-
ið til kola. Þau sköp eru oss hinn óskýrði
leyndardómur; því vér munum ekki vita
þann dag þegar öllum buffalóunum hefir
verið slátrað, hið frjálsa stóð tamið við
beisl og mél, hin fjarlægustu skógarrjóður
menguð fnyk manna og útsýnishæðirnar
girtar af símasandi vírum. Hvað varð um
kjörrin? Eydd. Hvað varð um örninn?
Farinn. Og hvað boðar það að skilja við
fóthvatan færleikinn og missa af slóðum
veiðihjarðarinnar? Þurrð lífsbjargar — upp-
haf hungurvöku.
Elskið landið eins og
vér höffum elskað það
Vér kynnum að skilja allt þetta bara vér
vissum hvaða drauma hvíti maðurinn elur
- hvaða framtíðarsýnir hann innrætir
börnum sínum á Iöngum vetrarkveldum —
hvaða hugsýnir hann brenhir inn í hugi
þeirra svo þau ali vonir í brjósti til morg-
undagsins. En vér erum villimenn. Draum-
ar hvíta mannsins eru oss dulrúnir. Og
fýrir þær sakir munum vér halda hvor sína
leið.
Svo vér munum ígrunda tilboð yðvart
að þér falið af oss landið. En ef vér sam-
þykkjum mun það til þess gjört að tryggja
oss þau griðlönd sem þér hafið heitið oss.
Þar mun oss máski auðnast að ljúka vorum
fáum dögum að vorum geðþótta. Þegar
síðasti rauði maðurinn er horfinn af yfir-
borði jarðar og minjar hans aðeins forsæla
þess skýs sem hrekur yfir slétturnar munu
strendur og skógar þessa lands samt enn
geyma anda míns fólks því það elskaði
þessa jörð eins og nýalið barn hjartslátt
sinnar móður. Ef vér seljum yður vort land
þá elskið það eins og vér höfúm elskað
það. Annist það eins og vér höfúm annast
það. Standið vörð um minningu þess eins
og það var þegar þér tókuð við því í hjört-
um yðrum. Og með öllum yðrum styrk og
með öllum yðrum hjörtum varðveitið það
handa börnunum - og elskið það eins og
Guð hefir elskað oss öll.
Einn er sá hlutur er vér vitum: Vor Guð
hann er sá sami og yðvar Guð. Þessi jörð
er honum dýrmæt. Einnig hinn hvíti mað-
ur fer ekki umflúinn sinn skapadóm. Þegar
öll vötn eru komin saman kunnum vér að
reynast bræður eftir allt.
Vér skulum bíða og sjá. □
18. TBL. 1989 VIKAN 27