Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 33

Vikan - 07.09.1989, Page 33
Nú er Tarzan orðinn sætur JoeLaravaráðurljósmyndafyrirsæta en er nú hinn nýi Tarzan, unglegur og síðhærður. Ovenju snoppufríður | er nýjasti Tarzan f apabróðirinn sem settur hefur verið á markaðinn í sjónvarpskerfi Bandaríkjamanna. Sautján leik- arar hafa áður túlkað Tarzan í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum allt frá því árið 1918, en Joe Lara er örugglega sá sætasti. Hann er þekkt fyrirsæta í New York og fékk starflð þó 300 aðr- ir stæðilegri karlmenn sæktust eftir því. Joe Lara er aðeins 26 ára gam- all og er næstyngsti Tarzan- leikarinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Einn sá þekktasti, sem lék Tarzan, er án vafa sund- meistarinn Johnny Weismuller. Hinn nýi Tarzan mun ekki berj- ast við górillur í frumskógum heldur misindismenn á strætum Manhattan í New York. Lara æfði sex daga vikunnar til að komast í betra líkamlegt ástand áður en tökur á þáttun- um um Tarzan hófúst. Hann býr einsamall en hefur verið með nokkrum stúlkum um ævina. „Kvenfólk hefur nú ekkert verið að falla í yfirlið fyrir framan mig gegnum tíðina en eftir að ég byrjaði að vinna sem kvik- myndaleikari ætla þær allar vit- lausar að verða. Ég kann vel við kvenfólk sem lætur eins og kvenfólk, ekki tilgerðarlegar smápíur. Ytri fegurð er ekki allt heldur skipta gáfur mig meira máli,“ segir Lara. En þó Lara búi einsamall sem stendur er hann ekki alltaf einn í rúminu. Priggja metra slanga, sem hann á og heitir Noah, á það til að skríða upp í til hans þegar hann sefur. Sjálfsagt gefur það honum sanna Tarzan-til- flnningu að vakna við hliðina á eitraðri slöngu. Ef hún bítur hann getur hann alltént æft Tarzan-öskrið. Tarzan mun ekki berjast í frumskógum heldur á götum Manhattan, þar sem frumskóg- arlögmálið gildir oft á tíðum... Slangan Noah er einn besti vin- ur Lara. 18. TBL. 1989 VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.