Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 36

Vikan - 07.09.1989, Page 36
HJÓMABAND „Tilfinningar félks eru ekki varanlegar" Guðfinna Eydal sólfrœðingur við Sálfrœðistöðina í Vikuviðtali TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON „Ekki skil ég hana Jóhönnu. Hún er búin að vera í fleiri sambönd- um á síðastliðnum fimm árum og þetta eru allt menn sem drekka of mikið og fara illa með hana. Ég bara skil ekki af hverju hún gerir ekki eitthvað í sínum málum.“ Þetta eru orð sem lík- lega margir kannast við og eru algeng. Oft virðast slíkir atburðir óskiijanlegir en eiga sér þó sínar skýringar. Guðfinna Eydal, sál- fræðingur við Sálfræðistöðina, hefur fengist við slík mál á undanförnum árum og segir að það sé algengt að konur leiti að- stoðar þegar þær séu komnar í þrot. Hér á eftir fara meginatriði úr viðtali sem blaðamaður átti við Guðfinnu. „Þegar konur leita hjálpar eru þær oft búnar að vera í óhamingjusömu hjóna- bandi eða sambandi í langan tíma. Þær eru jafnvel búnar að prófa að skilja tímabund- ið, taka upp sambandið að nýju en allt kemur fyrir ekki. Hlutirnir fara í sama farið. Það er gjarnan mikil vanlíðan hjá þessum konum. Sjálfsvirðingu þeirra hefúr verið misboðið og þegar þær leita aðstoð- ar eru þær oft ekki tilbúnar að vera í þessu hlutverki lengur. Stundum virðist þurfa að ganga nærri fólki til að það uppgötvi sjálfs- virðingu sína. Lífsreynsla hefur áhrif á tilfinningar Yfirleitt koma konurnar of seint. Svo mikið neikvætt hefur gerst tilfinningalega að það verður ekki bætt nema kannski að hluta. Sumar leita hjálpar þegar í kreppu er komið, áður en nokkuð afdrifaríkt hefur gerst, en eru búnar að búa við óviðunandi ástand lengi — verið í hlutverki bjargvætt- arinnar árum saman. Tilfinningar fólks eru ekki varanlegar. Þær breytast eftir því hvernig lífsreynslu fólk gengur í gegnum. Jákvæðar tilfinning- ar geta snúist upp í andstöðu sína, biturð og jafnvel hatur. Algengt er að aðrir sjái miklu fyrr en konan að eitthvað sé að og eins að fólk spyrji af hverju hún láti bjóða sér þetta. Dóttir tekur móður sína til fyrirmyndar Uppeldið hefúr tvímælalaust mikil álirif á það hvernig konum reiðir af seinna meir. Kona, sem t.d. hefur alist upp í fjölskyldu þar sem faðirinn er drykkjumaður eða beitir móður hennar ofbeldi, lærir að um- bera slíkt. Móðirin, sem er fyrirmyndin, lætur bjóða sér það að láta kúga sig og dóttirin sér að móðirin hefúr ekki meiri sjálfsvirð- „Að horíast í augu við raunveruleikann getur verið mjög erfitt. Það er eðlilegur varnarháttur mannsins að verjast kvíða,“ segir Guðfinna Eydal. ingu en raun ber vitni og hún öðlast ekki sjálfsvirðingu heldur. Þegar þessi kona fer sjálf í samband kemur hún með þær lausn- ir á samskiptum sem hún kann, sem hún lærði í uppeldi sínu. Önnur kona, sem fannst hún eiga ham- ingjusama foreldra, fær allt önnur skila- boð. Búi hún með manni sem kemur illa ffam við hana og t.d. leggur hendur á hana hefúr hún ekki það umburðarlyndi sem hin konan hefur. Hún kann að setja sín mörk og segir hingað og ekki lengra. Það kann hún ekki. Kona sem kann ekki að setja öðrum mörk efast um gildi sitt, lætur umhverfið um að ákveða það. Hún lifir á forsendum umhverfisins. Hún hefur lélega sjálfsímynd og lítið sjálfstraust og hún fer staðfestingu á því í hlutverki bjargvættar- innar. Hún þarf að skilgreina sig út ffá öðrum. Hún notar aðra sem mælistiku á sjálfa sig. Hún tekur ekki mark á því hvern- ig henni líður. Þetta getur endað með kvíða, þunglyndi og jafnvel líkamlegum sjúkdómum. Það getur svo verið verkefni sálfræð- ingsins að sjá möguleika konunnar á að byggja sig upp og hvaða hindranir eru fyrir því að það takist. Að setja mörk Stúlkum hefúr oft verið kennt í uppeld- inu að þær eigi að taka hlutunum og gera ekki of miklar kröfúr fyrir sjálfa sig. Þær kunna gjarnan ekki að sýna neikvæðar til- finningar, koma ekki út með reiði, sorg og vonbrigðum. Þetta er að sjálfsögðu ekki algilt en algengt. Uppeldi stúlkna fylgir oft mikil sektar- kennd. Þær fá sektarkennd yfir öllu mögu- legu og velta sér upp úr henni en hafa hana sjaldnast gagnvart sjálfri sér. Sektar- kennd er tákn um innri togstreitu. Konan vill eitt en gerir annað. Þegar stúlkur vaxa upp festast þær í þessari sektarkennd. Þær eru umburðarlyndari gagnvart öðrum en nokkurn tímann gagnvart sjálfum sér. Annað sem gjarnan fýlgir uppeldinu er erfiðleikar við að setja mörk. Konur, sem eru í óhamingjusamri sambúð, geta átt í erfiðleikum með að setja mörkin. Þær láta ganga yfir sig án þess að segja nei, hingað og ekki lengra. Þær gleyma rétti sínum og láta aðra ganga yfir sig. Námskeið í sjálfs- þekkingu og sjálfsöryggi, sem Sálffæði- stöðin heldur, kennir fólki nt.a. að setja mörk. Hvorki konum né körlum er eðlilegt að vera í hlutverki bjargvættarinnar. Það er misskilin góðmennska að vera góður við aðra sem eru í neikvæðu mynstri. Þú hjálp- ar þeim þá off að viðhalda þessu m ynstri. Konan þarff að þekkja sínar veiku og sterku hliðar Að horfast í augu við raunveruleikann getur verið mjög erfitt. Það er eðlilegur varnarháttur mannsins að verjast kvíða. Því er mjög algengt að upp komi andstaða við að sjá hlutina í réttu ljósi. 34 VIKAN 18. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.