Vikan


Vikan - 07.09.1989, Page 42

Vikan - 07.09.1989, Page 42
5MA5AC5A — Gott... eftir klukkutíma, svaraði Harry Pierce. - Þér verðið að slá á frest öllum við- tölum sem ég var búinn að lofa fyrir há- degi, sagði Boyce við einkaritarann. — Ég þarf að vera staddur í Mitchellbygging- unni. Þrem stundarfjórðungum síðar ók Boyce inn á stæðið bak við Mitchellbygg- inguna. Stúlkan í skrifstofunni sagði að enn hefði ekki neinn komið þangað sem kvaðst heita Harry Pierce. Boyce tók sér sæti og beið. Hann beið í fúlla klukkustund, árang- urslaust. Þá hringdi hann til einkaritara síns sem sagði honum símanúmer það sem Harry Pierce hafði beðið um að hringt yrði í. Hann hringdi, og drjúg stund leið uns karlmannsrödd svaraði. — Get ég fengið að tala við herra Harry Pierce? spurði Boyce. — Við hvern, segið þér? — Harry Pierce, endurtók Boyce. — Allt í lagi, kunningi, svaraði karl- mannsröddin. — Þetta er almennings- símaklefinn á brautarstöðinni... Boyce skellti símtólinu á. Hann fann kaldan svitann hríslast út á enni sér. Síðan hljóp hann við fót út á bílastæðið. Og hann átti spölkorn ófarið að bíl sínum þegar hann sá að enn var sprungið á öðru fram- hjólinu. Eldrauður í andliti laut hann niður og dró enn mjóan, fjögurra þumlunga nagla út úr hjólbarðanum. Og enn einu sinni herptist magi hans saman eins og í krampaflogum. Um kvöldið, þegar Boyce gekk inn í svefhherbergið, hélt hann á viskíglasinu í hendinni. Konan hans var að ljúka við að klæðast í samkvæmiskjól. — Hvert skal halda? spurði Boyce. — Hitta einn af skjólstæðingum mínum, svaraði hún stutt og laggott. Boyce urraði við. — Hvað heitir hann? spurði hann kaldranalega. Hún svaraði ekki og Boyce fékk sér vænan teyg úr glas- inu. — Svei mér ef ég ekki held að þú hafir orðið þér úti um fastakunningja, sagði hann. — Og hvað ef svo væri? varð henni að orði. - Hef ég kannski ekki fullt leyfi til þess, þegar það er tekið með í reikninginn hve þú átt þér margar fastavinkonur? — Hvaða vinkonur? hreytti hann út úr sér. — Þú hefur ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að segja. — Auðvitað ekki, svaraði Jean hæðnis- lega. - Auðvitað álít ég, að allir þessir reikningar ffá blómaverslunum, veitinga- húsum og skartgripasölum séu aðeins' kostnaðarjiður í sambandi við rekstur fast- eignasölunnar. — Einmitt, sagði Boyce. - Það hefúr kostnað í för með sér að reka slíkt fyrir- tæki. — Veit ég vel, varð Jean að orði um leið og hún seildist eftir handtösku sinni. - Þú skalt ekki gera þér það ómak að vaka eftir mér. Ég kem áreiðanlega seint heim. Mjög seint... Svefúherbergishurðin féll að stöfum á hæla henni. Boyce grýtti viskíglasinu, rauður af reiði, í dyrastafinn af slíku afli að það fór í þúsund mola. Afbragð, elskan mín, hugsaði hann, en þú skalt þurfa að leggja þig alla fram til að snúa á mig. Hann gekk að símanum og hringdi. — Halló, svaraði lág kvenmannsrödd. — Lana... það er Boyce. Ertu ein heima? — Já, vinur minn. — Farðu ekki neitt. Ég er að koma. Hann hafði fataskipti. Lana var ekki beinlínis stórkostleg, það varð hann að viðurkenna, en hún var hógvær og auð- veld viðfangs og það hefúr líka sína kosti. Það var að minnsta kosti ekki sambærilegt að skreppa til hennar og að kúldrast aleinn heima allt kvöldið. Það tók hann ekki nema nokkrar mínút- ur að aka þangað, sem hún átti heima. Hún bjó skammt ffá byggingunni, þar sem hann hafði skrifstofur sínar og afgreiddi í versl- uninni, þar sem hann keypti sígaretturnar. Hann lagði bílnum á stæði spölkom ffá húsi hennar; eiginlega hefði hann átt að fera henni einhverja smágjöf — þess háttar hugulsemi hafði allajafúa tilætluð áhrif, en nú var það um seinan séð. Hún kom til dyra. Eins og venjulega var hún klædd aðskornum síðbuxum og í að- skorinni peysu og eins og venjulega voru þær flíkur í harla ósamstæðum lit. Hún hafði einnig venju samkvæmt, málað varir sínar glórauðar. Það kom fyrir að hann óskaði þess að hún væri eilítið smekklegri í sér en að því slepptu var hún svo við- kunnanleg að hann sigraðist auðveldlega á óbeit sinni og kyssti hana. Andartaki síðar sátu þau á legubekk, hvort með sitt glas, dmkku og þögðu. Lana hafði ekki hugmynd um hvaða samræðu- efhi mundi tiltækast þá stundina og Boyce var með hugann hjá konu sinni. Tónlistin frá útvarpsviðtækinu ómaði sem lágur undirleikur við þögn þeirra. Þá hringdi síminn allt í einu. Lana rétti út hendina eftir talnemanum. .................. — Halló, svaraði hún og hlustaði síðan andartak. Síðan leit hún spyrjandi á Boyce. — Það er spurt eftir þér, hvíslaði hún. Hönd hans skalf, þegar hann tók við talnemanum. — Halló? mælti hann hikandi. Hann var undir það búinn að það væri Jean sem hefði njósnað um ferðir hans. En það var karlmannsrödd. — Herra Harper? Já, þetta er á Ajax-við- gerðarverkstæðinu. Okkur skilst að þér hafið átt við tíðar hjólbarðabilanir að stríða að undanförnu. Við vildum bara láta yður vita að við tökum ekki nema einn dollar fyrir bætinguna. — Hver emð þér og hvað er það í raun- inni sem þér emð að fara? hrópaði Boyce. Um leið kvað við lágur smellur, sem gaf ótvírætt til kynna að símtólið hefði verið lagt á. Boyce skellti á. — Ég verð að fara, sagði hann, öllu fremur við sjálfan sig en Lönu. — Vinur minn, maldaði stúlkan í móinn. - Þegiðu... hreytti hann út úr sér um leið og hann þreif jakkann sinn og bindið og var farinn. Hann varð fúrðu lostinn, þegar hann kom út á bílastæðið og sá að ekki var vindurinn úr neinum barðanum. Hann settist undir stýrið. Þá hlaut það að vera hreyfillinn sem þeir höfðu athugað. En hann fór samstundis í gang og hagaði sér að öllu eðlilega, og það lá við sjálft að Boyce yrði fyrir vonbrigðum. Hann varp öndinni léttara og jók hraðann. Hann hafði þó skamman spöl ekið, þeg- ar rjúka tók úr bílnum og stybbuna lagði inn með hitaleiðslunum. Boyce hóstaði og varð að draga niður rúðu til að kafna ekki. Sem betur fór var opið viðgerðarverk- stæði á næsta götuhorni. — Athugið af hverju þessi reykur stafar, sagði hann við manninn sem hraðaði sér á vettvang. Það var sem eldur logaði í maga Boyce; hann varð að ganga yfir að næsta sjálfsala og kaupa sér pappahyrnu með sódavatni til að sefa kvalirnar. Það hlaut einhver að hafa njósnað um ferð hans til Lönu. Hafði Jean kannski sigað á hann einkaspæjara? Nei, því gat hann ekki trúað. Því skyldi hún taka upp á því? Henni var það ekki síður bagalegt en honum að til skilnaðar kæmi. Nei, skýringin hlaut að vera önnur. Boyce tæmdi hyrnuna. Kaldur drykkur- ’inn slökkti kvalirnar í maganum — að minnsta kosti í bili. Kannski hafði Jean líka rétt fyrir sér. Kannski var það einhver af fýrrverandi vinkonum hans sem vildi koma fram við hann hefndum. Jú — hann hafði átt þær margar. Og hann varð að viðurkenna, að hann hafði heitið mörgum þeirra öllu fögru en svo orðið leiður á þeim og þá hafði minna orðið úr efndunum. Að vísu var það alltaf karlmaður sem hringdi og líka hlaut það að hafa verið karlmaður sem kafrak naglana í hjólbarðana hans en það var eins víst að það væri kvenmaður sem stóð á bak við. — Það er helst að sjá að einhver hafi gert yður grikk, sagði viðgerðarmaðurinn. — í rauninni er ekki um bilun að ræða. Það 40 VIKAN 18. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.