Vikan - 07.09.1989, Side 43
5MA5AC5A
er bara einhver, sem hefur gert sér það að
leik að troða kartöflu upp í útblásturs-
pípuna.
— Troðið... hverju?
— Kartöflu. Það er eini öruggi tappinn,
sem unnt er að troða upp í útblásturspípu,
og það er ekki neinn hægðarleikur að ná
henni út aftur. Það tekur að minnsta kosti
dálitla stund. Ætlið þér að bíða?
— Nei, ég kem aftur og sæki bílinn, svar-
aði Boyce. Hann gekk niður götuna og
hristi höfuðið. Eldurinn var aftur tekinn að
brenna í maga hans. Hann varð að fá
eitthvað að drekka.
Klukkan tíu morguninn eftir lá Boyce
endilangur uppi á skoðunarborðinu í
lækningastofu kunningja síns, dr. Philips
Redman.
— Það er allt útlit fyrir að þetta sé
magasár, Boyce, sagði dr. Redman. — Ég
sendi þig í röntgenmyndun, en þangað til
þeirri athugun er lokið verður þú að halda
skilyrðislaust þær mataræðisreglur sem ég
set þér. Engan steiktan mat, ekkert kaffl en
fyrst og fremst — ekkert áfengi.
— Hvað heldurðu að þetta sé alvarlegt?
spurði Boyce á meðan hann klæddist aftur.
— Það er erfitt að segja nokkuð um það,
svaraði læknirinn stuttur í spuna um leið
og hann hripaði eitthvað á pappírsblað. —
Hvernig gengur með fyrirtækið? Fjárþröng
eða nokkuð þess háttar?
— Auðvitað ekki, svaraði Boyce. — En
hvers vegna spyrðu?
Redman kveikti sér í sígarettu og hallaði
sér aítur á bak í stólnum. — Það er oft að
magasár stafa af einhverjum áhyggjum.
Maður getur fengið magasár af of miklum
heilabrotum. Og ýmsu öðru, heldur en
Komist magasárið
á visst stig, er ekki
að sökum að
spyrja.
Og því viljum við
helst komast hjá
beinum peningaáhyggjum. Segðu mér eitt,
Boyce. Ég er bæði þinn læknir og konu
þinnar, en um leið annað og meira en
læknir, þar sem ég er vinur ykkar beggja.
Eru nokkur vandkvæði á sambúðinni?
— Alls ekki, skrökvaði Boyce og gerði
sér upp bros. — Hvemig í ósköpunum
getur þér dottið slík fjarstæða í hug?
Dr. Redman yppti öxlum. — Séu það
ekki fjárhagsáhyggjur, eru það venjulega
heimilisáhyggjur. Ég er einungis að reyna
að hjálpa þér, Boyce. Og mér mun takast
að hjálpa þér til að hjálpa þér sjálfur, ef þú
aðeins vilt. Fyrst og ffemst er það matar-
æðið. Þar verðurðu að fara eftir því sem
ég skipa þér fyrir. Þú verður að forðast al-
gerlega kaffl og áfengi og draga til muna úr
reykingum. En þó er mikilvægast, að þú
forðist allar áhyggjur, alla sálræna
áreynslu, heilabrot og ofþreytu. Komist
magasárið á visst stig, er ekki að sökum að
spyrja. Og því viljum við helst komast hjá.
— Ég skal gæta mín, svaraði Boyce.
Þegar Boyce var á leiðinni út, veitti
hann því athygli að dr. Redman hafði feng-
ið nýjan einkaritara, ljóshærða, unga og
íturvaxna. Honum hlýnaði innvortis þegar
hann virti hana fyrir sér. Það var alls ekki
óhugsandi — einhvern tíma þegar hann
mætti vera að...
Að morgni heimsótti Boyce forríkan
miðlara, Ashton Graham, sem hafði ákveð-
ið að draga sig í hlé í næsta mánuði, enda
nokkuð við aldur, flytjast á setur sitt í
Nissa og njóta þess, sem hann átti ólifað í
sólskininu og veðurblíðunni við Miðjarð-
arhafið. Hann hafði ákveðið að selja tals-
vert af húseignum við Garðstrætið áður en
hann færi, að verðmæti hátt á aðra milljón
dollara. Boyce hafði því setið um hann
undanfarnar vikur og smám saman höfðu
hinir ómótstæðilegu ffamkomutöfrar hans
v $ / F/fÁM- FEFði'ð ekkí MH-LR SuÐii{ liTiLL MWT KET/JöH tíJTiA/AJÍ juHíuX s'fl /?.
1 FáL-Ði % 4é>
m RilLft ÍAJAJ- HEiMTA A/ & >
1 hoij kubn- A//\FaJi N
/ RöFR mú&u ríMft- MtZlifL tímí soRaa T ./ ÚTTEHT KEUÍL 8 > \l
Kl-OriÐ FHEK KoajR FATaJAöí G&Ffl FRiö
HÚS- PHiK - > 9 'OFftíö- u/^ —V— DfoKK
ORiU/j Cti AJfl
UM- FRAM Þl/5Ljfl / N HÚÐ C'iOóR SuaJö A/ ►
RSlKT- uÐu L \J&iSLf\ OiRuají z > 6E.iT/R 'fl aJÓTLL
rtFa.Rru SUíSÐl FúGL > 3 BiTu/t r
/ z 0 ■/ 5■ lo 8 ? MERR KMRR.Ð > y
LAUSNARORÐ SÍÐUSTU GÁTU: SKÁTAR
18. TBL. 1989 VIKAN 41