Vikan - 07.09.1989, Page 60
TEXTI: PÉTUR STEINN
Nú hafa 16 ljósmyndarar
fengið viðurkenningu í
Sumarbrosi Kodak Express
gæðaframköllunar og Vikunn-
ar og myndir þeirra verið birt-
ar á síðum blaðsins. Þær mynd-
ir sem hér birtast á síðunni eru
valdar af handahófi úr þúsund-
um mynda sem hafa komið inn
í samkeppnina.
Fyrir þessar myndir eru ekki
veitt sérstök verðlaun. Þær eru
þó með í lokapottinum. Skila-
ffestur var til 1. september og
í næsta tölublaði, sem kemur
út 21. september, verður upp-
lýst hverjir sigurvegararnir
eru. Fyrstu verðlaun eru ferð
til Hamborgar fyrir tvo með
ferðaskrifstofunni Sögu. Önn-
ur verðlaun eru glæsileg Chin-
on myndavél.
*J/ tSa. 1 wr*
1 Mk \ vi B \
MYNDIR VALDAR AF HANDAHÓFI
ÚR GEYSILEQUM FJÖLDA INNSENDRA
MYNDA í LJÓSMYNDAKEPPNINNI
Gerður Eðvarðsdóttir tók
þessa mynd af ungum
veiðimönnum. Myndin er
framkölluð hjá bókaverslun
Jónasar Tómassonar á
fsafirði.
Gleðikonur kallar þær sig
sem sendu þessa mynd. Það
er ekki of varlega farið með
sólgleraugun. Það er betra að
hafa þau til staðar. Myndin er
framkölluð hjá Hans Peter-
sen í Kringlunni.
Kodak
gæðaframköllun
Kodak gerir strangar kröfur
um gæði. Strangt eftirlit er
með hverjum stað og þarf
hann að senda prufur til Kodak
í Englandi vikulega til gæða-
könnunar. Allir Kodak fram-
kölllunarstaðirnir eru merktir
„Kodak gæðavakt".
„Sjáðu hvað ég er dugleg,“
skín út úr svipnum á þessum
unga bílstjóra sem líklega fær
ekki bílpróf fyrr en eftir 17
ár. Það var Hrund Magnús-
dóttir sem tók myndina og
hún er framkölluð hjá Film-
um og framköllun í Hafnar-
firði.
„Manni getur nú brugðið,“
gæti þessi mynd heitið.
Hólmfríður Benediktsdóttir
tók þessa mynd sem er fram-
kölluð hjá Hans Petersen í
Bankastræti.
Ásta Búadóttir tók þessa
mynd af þremur ungmenn-
um sem eru að virða fyrir sér
styttuna „Konan með
strokkinn" sem er við
Mjólkursamlagið á Sauðár-
króki. Myndin er framkölluð
hjá Bókabúð Brynjars á Sauð-
árkróki.
Þessi yngismey hefur haft
ástæðu til að brosa vegna
veðurblíðunnar. Það var
Unnur Haraldsdóttir sem tók
myndina sem er framkölluð
hjá Pedromyndum á Akur-
eyri.
58 VIKAN 18. TBL 1989