Vikan


Vikan - 14.12.1989, Síða 7

Vikan - 14.12.1989, Síða 7
VIKAV Og þama er alveg nýtt „sánd“ á ferðinni. Gaukur: Finnst þér það? VIKAN: Já. Gaukur: Mér finnst ég alltaf heyra sjálf- an mig í gegn, alveg frá því í gamla daga, en ég hef náttúrlega meiri tækni núna til að búa til hljómsveit og skrifa fyrir hana. Ég er miklu fljótari að því og öruggari. VIKAN: Hvemig finnst þér að hlusta á gamlar plötur sem þú hefur sett út? Gaukur: Mér finnst nú ... (Hann hugs- ar málið um stund en á meðan stingur Svanhildur því að mér að hann hlusti aldrei á gömlu plöturnar sínar.) Þær ber nú fyrir eyru einstöku sinnum og útsetn- ingalega séð sé ég náttúrlega stundum marga galla á þeim. Sumt er ágætt, annað lakara eins og gengur og reyndar finn ég kannski einhverja galla á nýju plötunni líka. Eftir á að hyggja, þegar maður er bú- inn að gera verk getur maður, sem músík- ant, líklega alltaf fúndið einhverja galla. Ég er aldrei alveg ánægður með það verk sem ég skila. Aldrei. VIKAN: Nú er þessi plata mikið til unnin á hljóðgervil en skrifúð fyrir hljómsveit. Gaukur: Já. Með hljómsveit gæti ég tekið upp alla músíkina á svona plötu — við skulum bara gefa henni rúman tíma — á svona tveim fjögurra tíma sessjónum. En til þess þyrfti náttúrlega stórt stúdíó og tæknimenn sem væru vanir að taka þannig upp, hljómsveitarmenn sem væru vanir að spila þannig og tvo stjórnendur sem ynnu vel saman; annan til að stjórna hljómsveit- inni og hinn í upptökuherberginu. Svo- leiðis vinnubrögð eru ekki tíðkuð hér ennþá. VIKAN: En ef einhvers staðar kemur feill í svoleiðis upptöku; sellóið er kannski ekki alveg eins og þú vilt hafa það, er þá ekki betra að eiga við það þegar þú beitir þeirri upptökutækni sem þú notar núna? Gaukur: Jú, en með hinni tækninni, ef menn eru vanir, þá heyra þeir það strax. Sellistinn gefúr þá merki um að eitthvað sé að. Sannleikurinn er sá að í Bandaríkjun- um, þar sem menn eru sums staðar vanir að taka upp heilar hljómsveitir, kemur svona lagað ekki fyrir. Skrifararnir eru svo vanir að skrifa eðlilega fyrir hljóðfærin að þetta gerist ekki. Nú kemur Anna Mjöll inn, heilsar blaða- manninum brosandi og tyllir sér í einn sófann. VIKAN: Hvemig fannst ykkur mæðgunum að vinna svona saman? Anna Mjöll: Það var svaka gaman. VIKAN: Þið eruð kannski ekkert ólíkar músíklega. Svanhildur: Við erum alveg þrælólíkar. En það er ekki svo mikið sem við syngjum saman. Anna Mjöll: Bara tvö lög á plötunni. Gaukur: Hitt syngja þær sín í hvoru lagi. VIKAN: Kom eitthvað upp á milli ykkar meðan á upptökum stóð? Mæðgurnar hlæja og Anna Mjöll hristir höfuðið brosandi. Svanhildur: Neinei. Okkur semur mjög vel og hefur alltaf gert. Anna Mjöll: Andstyggilega vel. Svanhildur: Já. Hún hefur farið með okkur í næstum öll okkar ferðalög til út- landa ásamt syni okkar, Andra Gauki, sem er nýútskrifaður læknir. VIKAN (við Önnu Mjöll): Þetta er nú svolítið ólíkt því sem þú hefúr fengist við áður. Anna Mjöll: Já já. Þetta er allt öðruvísi en látúnsbarkakeppnin fræga og sýningin Gæjar og glanspíur sem ég tók þátt í síð- asta vetur. Það var það skemmtilegasta við þetta allt saman; að fá að takast á við eitt- hvað nýtt. Gaukur: Anna Mjöll hefur nokkuð breiðan tónlistarsmekk. Hún hefur gaman af ýmiss konar músík, ekki bara gaddavírs- rokki. VIKAN: En svo að við snúum okkur aftur að tónlistarnáminu. Nú ertu bú- inn að vera sjö sumur vestanhafs. Mæðgumar Anna Mjöll og Svanhildur framan við CBS sjónvarpsstöðina í Los Angeles. Gaukur: Já. Ég fékk að gera þetta svo- leiðis. Þetta er tveggja heilla ára nám; átta annir alls. Sjö þeirra tók ég á staðnum en eina utanskóla — gegnum kassettur. VIKAN: Þegar þú ert búinn að læra svona í Ameríku, kynnast fúllt af heimsfrægum mönnum og vinna með þaulvönu atvinnufólki, hvemig er þá að koma heim og vinna með fólki sem þekkir ekki þessi vinnu- brögð? Gaukur: Ja, Jon Kjell, sem vann með mér núna, þekkir talsvert inn á þetta. Hann les nótur og hefur lært músík, senni- lega í Noregi. Ég finn að hann veit alveg hvað er að gerast. Hann þekkir svona vinnubrögð og svona útsetningar. VIKAN: Hvað voruð þið mæðgur að gera meðan hann var að stúdera í Ameríku? Svanhildur: Meðan hann sat í dimmri íbúðinni og skrifaði sátum við í sólskini úti við sundlaug. (Gaukur hlær.) Eða þá að við fórum niður á strönd. Svo eigum við ágætis kunningjafólk þarna. Anna Mjöll: Ég fór líka með vinum mínum út á kvöldin að spila billiard, horfa á leiki, fara í bíó, á rúntinn í Beverly H ills og ýmislegt fleira. Svanhildur: Svo fórum við stundum út að keyra og skruppum í leikhús og á hljómleika. Gaukur gat náttúrlega ekki set- ið við skriftir endalaust. VIKAN: Þið hljótið að kunna helling af skemmtilegum sögum. Anna Mjöll: Það hringdi einu sinni maður í mömmu og sagði: „Til hamingju! Þú ert búin að vinna fyrsta vinning í happ- drætti. En“ bætti hann við, „þú þarft að borga þrjátíu dollara til þess að fá miðann sem ég er með hérna handa þér, en út á hann færðu ferð til Hawaii, nýjan bíl...“ og ég veit ekki hvað og hvað. Og hann sagði „Hefúrðu þessa peninga handbæra? Má ég koma á eftir og sækja þá?“ Svanhildur: Ég sagði bara já já, alveg grunlaus, og gaf honum upp síma og heimilisfang (hlær og hristir höfúðið). Anna Mjöll: Hann spurði líka: „Ertu með ávísun eða reiðufé?" Hún sagði: „Reiðufé“ Ha? Ég meina, konan var með þetta í seðlum. En svona kortéri seinna er bankað á hurðina og sagt með svertingja- rödd: „Ég er hérna með ókeypis bækling." Við sögðum: „Við viljum engan ókeypis bækling. Það er enginn hér. Þetta er vit- laus íbúð.“ Svanhildur: Þá vorum við búin að átta okkur á að þetta hlaut að vera einhver vit- leysa. Ég hringdi í lögregluna og spurði hvað ég ætti að gera og lögreglumaðurinn sagði strax: „Ekki opna. “ Gaukur: Þetta var eitt fyrsta sumarið okkar úti. Svanhildur: Maður þarf að passa sig þarna, vera á verði. Anna Mjöll: Og munið þið eftir mótor- hjólagæjunum sem eltu okkur í að minnsta kosti 25 mínútur síðasta sumar? Gaukur: Anna Mjöll brosti út um gluggann til þeirra. Anna Mjöll (hlær): Þeir voru við hlið- ina á okkur og veinuðu: „Símanúmerið þitt, símanúmerið þitt.“ Ég vinkaði bara — svona að gamni. Gaukur: Það þýðir ekkert. Anna Mjöll: Pabbi fór að keyra í hringi til að sjá hvort þeir myndu elta. Þeir voru alltaf á eftir okkur og við fórum út á hrað- braut en við ætluðum aldrei að losna við þá, ekki fyrr en pabbi tók eldsnögga beygju út af hraðbrautinni. Gæjarnir náðu ekki beygjunni nógu fljótt og urðu eftir. Svanhildur: Þetta var svolítið slæmt vegna þess að um þetta leyti gekk einhver skothríðaralda á þjóðvegunum. Það voru menn í bílum að skjóta. Tóku upp byssu og skutu á næsta mann í næsta bíl. Það var mikið um þetta á tímabili og var auðvitað alveg hrikalegt. VIKAN: En hvað þá með bjartari hliðamar á tilverunni? Gaukur: Þetta voru dökku hliðarnar en það er yndislegt að vera þarna. Svanhildur: Maður á bara að fara eftir reglum samfélagsins í Ameríku og annars staðar. Gaukur: Það er fjarri því að allt sé fúllt 25. TBL. 1989 VIKAN 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.