Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 65

Vikan - 14.12.1989, Side 65
Jólahlaðborð Holiday Inn Kartöfluskífur léttsteiktar, Jansson frestelse mega ekki brúnast. Settar í eldfast mót. Laukur í strimlum lagður ofan á ásamt ansjósu- flökum. Kryddað með salti og pipar, rjóma hellt yfir og bakað við 130°C í 1 klst. og 15 mín. Bakaður saltfiskur 4 saltfiskbitar, útvatnaðir 2 dl ólífuolía 4 meðalstórar kartöflur í bitum 2 laukar, skomir 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 200 g rœkjur 1 dl koníak 2 dl rjómi Öllu nema rækjum, koníaki og rjóma blandað saman og sett í eldfast mót. Tómatsneiðum raðað ofan á. Bakað við 150°C. Rækjum, rjóma og koníaki bætt út í síðustu mínúturnar. Súkkulaðimousse 190 g dökkt súkkulaði 190 g Ijóst súkkulaði 50 g smjör 1 dl mjólk 3 eggjarauður 40 g sykur 1/2 itr þeyttur rjómi Bræðið súkkulaði ásamt smjöri, bætið ylvolgri mjólk út í, síðan léttþeyttri eggjarauðu og sykri. Að síðustu er þeytt- um rjóma bætt út í og hrært með sleif. Sett í viðeigandi skálar. Jólarúlluterta 350 g sykur 10 eggjarauður 245 g hveiti 10 stífþe)’ttar eggjahvítur 15 g kakó Kremið: 7,5 dl mjólk 5 eggjarauður 1 heilt egg 125 g hveiti 150 g sykur 250 g dökkt súkkulaði 1/2 kg smjör, mjúkt Sykur og eggjarauður þeytt saman. Hveiti sáldrað yfir og eggjahvítum bætt út í. Að síð- ustu er kakóið sett út í. Bakað í ofnskúfíu við 170°C í 5—10 mín. Eggjarauður og sykur hrært saman, síðan er hveiti hrært út í. Að síðustu er þessu öllu blandað út í mjólkina sem á að vera við suðumark og hrært kröftuglega í þessu í 2-4 mín. Kremið aðeins kælt og súkkul- aði bætt út í. Að síðustu er smjöri bætt út í þar til kremið er sprautuklárt. Frágangur er á hefðbundinn jólatertumáta. 62 VIKAN 25. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.