Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 16
Konur eru oft óþarflega hörundsárar í formála sínum að bókinni minnist Jóhanna á að á tímabili hafl hún haft sekt- arkennd gagnvart krökkunum sínum þeg- ar hún var að ferðast og sífellt fundist hún þurfa að vera að útskýra, afsaka og réttlæta ferðir sínar fyrir sjálfri sér og öðrum. Reyndin hafi verið sú að þau hafl tekið þessu flakki móður sinnar vel og þau stóru sáu um heimilið og pössuðu Kolbrá í sam- einingu með aðstoð foreldra Jóhönnu þegar hún fór í fyrstu ferðirnar. í formálan- um kemur hún einnig inn á það hvernig það er að vera kona ein að ferðast, en það er nokkuð sem flestum konum finnst afar erfitt og sumum ógjörningur. Jóhanna seg- ir að fyrst í stað hafl hún upplifað þetta á sama hátt og aðrar konur, þ.e. að finnast allir vera að velta fyrir sér af hverju hún sé ein á ferð og að allir haldi að hún sé að leita sér að karlmanni til að sofa hjá, en með tímanum hefur hún komist á aðra skoðun og í formálanum segir hún: „Ég hneigist að því að allt eða flest sé meira og minna undir manni sjálfum komið. Konur eru oft óþarflega hörund- sárar og viðkvæmar fyrir umhverfinu. Þær taka alls konar smámuni óstinnt upp, flnnst þeir bera vott um kvenfyrirlitningu og karlrembu. Konur segjast ekki geta sest einar inn á bari eða veitingahús, þær fái slakari þjónustu og það sé alltaf litið svo á að þær séu á höttunum eftir karlmanni. Ég spyr á móti: Og hvað með það? Hvað má konan þá ekki hugsa um alla karlmennina á staðnum? Ég fe ekki séð að þeir séu hót- inu betri en engum finnst neitt ankanna- legt við það. Mér þykir alveg sjálfsagt að gefa mig á tal við karlmenn — eða konur — eða svara ef ég er ávörpuð. Af því geta spunnist ánægjulegar samræður og jafnvel orðið úr kunningsskapur til fróðleiks og gleði fyrir bæði. Mér er það svo nokkurn veginn í sjálfsvald sett hvort ég aðhefst eitthvað frekar í málinu. Notalegt spjall milli karls og konu þarf ekki endilega að þýða að þau séu áíjáð í að fara saman í rúmið. Það er líka mesti misskilningur að karlmenn séu alltaf að stefha að því. Skyldu þeir ekki geta verið einmana og leiðir á ósköp manneskjulegan hátt, kannski í kjaftastuði eins og ég. Ég sé enga karlrembu í þeirri framkomu að ávarpa mig né heldur að ég lítillækki mig með því að svara.“ „Mér finnst í raun best að vera ein,“ seg- ir Jóhanna og útskýrir nánar hvers vegna. „Maður getur þá valið hvað maður vill og þá er oft auðveldara að komast í kynni við fólk á staðnum; er kannski boðið heim sem myndi ekki gerast ef maður væri einn af stórum hóp. Þegar ég sit ein við borð á veitingastað — sem mörgum konum finnst afar óþægilegt — þá fer ég kannski að velta fyrir mér hvað ég eigi að punkta hjá mér af því sem hefúr gerst yfir daginn, horfi á hitt fólkið á staðnum eða eitthvað annað. Sé maður með sitt á hreinu þá nær maður sér upp úr spéhræðslunni. Ég hef ferðast tals- vert um arabalöndin sem talin eru sérstak- lega kvenfjandsamleg, en það er alls ekki mín reynsla. Því ef maður klæðir sig eðli- lega, hegðar sér sæmilega og er kurteis — 16 VIKAN 25. TBL. 1989 gengur t.d. ekki um með bjór eða brenni- vín — þá gengur allt vel, en það er nauð- synlegt að þekkja siði hvers lands í meg- indráttum áður en lagt er í ferðalag þangað. Ég er t.d. ekki „spontant" manneskja sem fer í ferðalag hvenær sem andinn kemur yfir. Það bara gengur ekki fyrir mig. Ég vil undirbúa mig áður og lesa um landið; átta mig á hvað mig langar til að gera og sjá. Þess vegna á ég orðið mjög gott safn af fræðibókum auk þess sem ég reyni að kaupa alltaf bækur í hverju landi eftir innlenda því þeir skrifa allt öðru vísi um land sitt en aðrir.“ Margar niyndir skreyta nýju bókina, þeirra á meðal þessi af Jóhönnu á torgi í Marj’uyn í Suður-Líbanon. Jóhanna er sem sagt vel undirbúinn ferðalangur en við lestur nýju bókarinnar hennar og bókarinnar FÍLADANS, sem einnig er ferðabók og kom út í fyrra, má sjá að hún lendir samt sem áður í ýmsum óvæntum uppákomum og jafhvel hættum. „í Rúanda urðu t.d. leiðindi af því ég var að taka myndir. Ég komst að því seinna að það var vegna þess að fólkið trúði því að það missti sál sína inn í vélina. Einnig er það víða þannig að ekki má mynda konur, þannig er það t.d. í arabalöndunum, en oftast er þetta í lagi ef fólk er beðið leyfis. Við getum líka spurt okkur: Af hverju er verið að taka myndir af fólki? T.d. Japanir í Austurstræti að mynda? Svarið er jú, vegna þess að fólkið er öðruvísi. Okkur finnst það þá mikil ókurteisi að verið sé að mynda okkur — þeir eiga bara að taka myndir af Gullfossi og öðru sem okkur finnst hæfa. Stundum hef ég lent í nokkuð erfiðum aðstæðum. í Jórdaníu átti t.d. að handtaka mig fyrir að fara í heimsókn til konu með karlmann með mér, án þess að maðurinn hennar væri heima. Þegar eiginmaðurinn komst að þessu þá sendi hann lögregluna á mig á hótelið þar sem ég var. Þarna hafði ég sýnt heimilinu óvirðingu sem er ákaf- lega mikill ruddaskapur. i arabalöndunum er það mikið alvörumál ef konan lítur á annan karlmann en eiginmanninn en hon- um leyfist aftur á móti næstum allt. Þó er það svo að nútíma arabakonan er farin að neita að búa með eða í námunda við hjá- konu mannsins síns.“ Þegar haft er í huga til hversu margra og ólíkra landa Jóhanna hefur ferðast þá hlýt- ur sú spurning að vakna hvort hún sé ekki afburða málamanneskja. „Ég get bjargað mér í slatta af tungumálum, aðallega er það þó enska sem ég nota á ferðalögun- um,“ svarar Jóhanna. „En ég var í guðfræði í nokkur ár og þar lærði ég hebresku, að vísu forn-hebresku en hún kom samt í góðar þarfir í ísrael. Nú svo bjó ég í Grikk- landi og lærði þá dálítið í grísku, portúg- ölsku get ég lesið og svo kann ég hrafl í þýsku og frönsku. Ég hef verið að dunda við arabísku, fékk mér linguaphone. Ég er ekki góð í staffófinu en er að ná rytman- um. Mér finnst gaman að hlusta á tungu- mál, hlusta á tónblæinn í þeim — t.d. þegar ég er einhvers staðar innan um fólk og er að hlusta á fólkið tala án þess að skilja eitt einasta orð, þá er samt smátt og smátt hægt að gera sér grein fýrir því sem fólkið er að segja. Þetta er ekki ósvipað því og að horfa á þöglu myndirnar, þar fer maður hugmynd um það sem fólkið er að segja, sama gerist að maður lærir að skynja tungumál á þennan hátt. í bókinni DULMÁL DÓDÓFUGLSINS seg- ir Jóhanna frá ferðum sínum til tíu landa og segist hún vera með þessari bók að reyna að skemmta sjálffi sér og lesendum. Þetta sé persónuleg lífsreynsla þar sem þó ákveðnar upplýsingar um löndin komi fram. Á ferðum sínum skrifar hún alltaf dagbók því það er svo mikið sem verið er að upplifa og svo margt sem kemur á óvart að það hjálpar að skrifa niður til að sortera úr því öllu saman. Ferðasögurnar eru ekki lýsingar í réttri tímaröð, heldur ffásagnir af því eftirminnilega. „Ekki á of hátíðlegan hátt, það passar ekki fyrir mig. Ég er frem- ur að segja frá því hvernig ég bregst við og geri þá jafhvel duggulítið grín að sjálffi mér ef ég klúðra einhverju. Ég er frekar ánægð með þetta form og dús við sjálfa mig. Núna finnst mér ég geta ýmislegt og er nokk sama hvort fólki finnist það ágætt eða ekki, en það var sá tími að mér fannst ég alltaf þurfa að vera að sanna mig, enda var ég svo lengi kona mannsins míns — sem var þekktur — og svo kona Jökuls." En ætlar Jóhanna að halda áffam að gefa út ferðabækur fyrir hver jól? „Ég er ekkert að stíla upp á bók næsta ár,“ svara hún, en játar því þó um leið að hún sé þegar farin að undirbúa sig í huganum undir næsta ferðalag. „Ég vona að ég geti farið til Pakistan og Laos. Malí er líka á listanum, Fílabeins- ströndin og Sierra Leone.“ Hugurinn ber mig hálfa leið... segir einhvers staðar og Jóhanna hefði líklega ekkert á móti því að sú væri raunin á ferðalögum hennar, því þegar hún að lokum er spurð hvort hún sé aldrei hrædd á ferðalögum sínum þá er svarið: „Ég væri bjálfi ef ég yrði ekki hrædd öðru hverju. Það er stundum rétt á mörkunum að maður geti ráðið við þetta fólk og umhverfi sem maður er kominn í, en það sem ég er hræddust við er að fljúga. Ég hef alltaf verið flughrædd en þar sem ég ætla mér að halda áfram að ferðast þá hef ég lært að hafa stjórn á þessari hræðslu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.