Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 8
Slegið á léttari strengi á útisamkomu íslendinga í Los Angeles í tilefni 17. júxú.
Frá vinstri: Halla Linker, Ólafúr Gaukur og Svanhildur.
af glæpamönnum þarna, því að betra fólki
og skemmtilegra hef ég ekkert endilega
kynnst.
VIKAN: Nú kynntistu fullt af frægu
fólki þarna.
Gaukur: Já já. Að vísu þekki ég ekki
persónulega menn eins og til dæmis Henri
Mancini og Nelson heitinn Riddle en ég
talaði við þá, Mancini var væntanlegur í
skólann einn daginn til að segja okkur ffá
ýmsu og ég settist á þriðja bekk í salnum
og var að blaða í hinu og þessu. Það voru
fáir þarna en svo kom hann inn, steig í
pontu, leit í kringum sig og bendir svo allt
í einu á mig. „Halió, þú þarna!" Ég lít í
kringum mig því hann gat ekki hafa þekkt
mig neitt. En það var enginn við hliðina á
mér. Hann heiisar mér aftur og spyr: „Ert
þú ekki trompetistinn" — og hann nefhdi
nafh sem ég man ekki — „sem spilaði með
mér í upptökunni um daginn?" — og hann
nefndi staðinn og stundina. Mér brá nú
heldur og segi: „Nei nei. Ég er ffá íslandi."
Þá gerði hann bara gott úr þessu en ég hef
verið að spekúlera í því síðan að ég hefði
gaman af að sjá þennan trompetista og
kannski heyra í honum.
VIKAN: Nú lagðirðu fyrst og fremst
stund á útsetningar, lagasmíðar og
kvikmyndatónlist í Kalifomíu.
Gaukur: Ég var aðallega í tónsmíðum.
Útsetningar eru fylgiflskur þeirra. Kvik-
myndatónlistin var eins konar sérgrein og
við æfðum okkur að skrifa músík við hinar
og þessar myndir og þætti. í þessum skóla
er skrifað eitt stykki í hverri einustu viku
og maður verður að koma með það skrifað
og affitað, raða því fyrir tólf til tuttugu
manna hljómsveit og stjórna því sjálfúr,
fara svo með það til þess sem hefur yfir-
umsjón'með verkinu þar sem það er tætt í
sundur og gagnrýnt með myndinni af
mönnum sem allir eru heimsfrægir kvik-
myndaskríbentar.
VIKAN (við Önnu Mjöll)? Þú hefúr
ekkert reynt að fá vinnu þama úti
með hljómsveit?
Anna Mjöll: Nei, en aftur á móti hef ég
kynnst mörgum hljómsveitarmönnum,
aðallega úr „heavy metal“ hljómsveitum.
Til dæmis spilaði ég off billiard við einn
náunga sem ég kynntist þarna en ég skildi
aldrei af hverju allir - sérstaklega stelp-
urnar — urðu svona skrítnir um leið og
hann birtist. Seinna komst ég að því að
þetta var trommarinn í Whitesnake. Hon-
um hefur bara fundist svona gaman að
spila við litla, vitlausa eskimóann sem
hafði ekki hugmynd um hvað hann var
frægur.
Gaukur: Anna Mjöll hafði aldrei sungið
einn tón með hljómsveit, þótt það sé
hljómsveit á heimilinu — svo að segja —
fýrr en hún tilkynnti mér einhvern tíma í
fyrra að hún ætlaði að fara norður í land
næsta morgun til að taka þátt í látúns-
barkakeppninni. Það bar svona brátt að.
Svanhildur: Henni hefur bara alltaf
fúndist þetta mjög eðlilegt. Hún hefúr alist
upp við þetta. Þegar hún var lítil hélt hún
að allir syngju inn á plötur. Hún vissi að
Ellý og fleiri kunningjar okkar sungu inn á
plötur og svo eftir að ein vinkona mín,
sem aldrei hafði verið við músík kennd,
hafði verið í kaffl hjá mér þá spurði sú litla:
„Hvaða lög hefur hún sungið inn á plötur?"
Þetta var bara svona.
VIKAN (við Svanhildi): Hvemig
fannst þér að syngja inn á plötu aftur
eftir svona langt hlé?
Svanhildur: Mér fannst það satt að
segja ekkert skrýtið, enda er ég alltaf í
stúdíóum vegna núverandi atvinnu minn-
ar hjá Ríkisútvarpinu.
Gaukur: Ég fann heldur engan mun.
Það var alveg eins og við hefðum bara
hætt í gær.
VIKAN (við Gauk): En það varst þú
sem plataðir hana út í þetta á sínum
tíma.
Svanhildur: Plataði mig? Hann er bú-
inn að plata mig allan tímann. (Mæðgurnar
hlæja.)
Gaukur: Já, það er alveg hárrétt.
VIKAN: Hvemig kynntust þið
hjónin?
Svanhildur: Við kynntumst í Þjóðleik-
húskjallaranum. Ég söng með Leiktríóinu,
sem spilaði þar árið 1961, og hann spilaði
með hljómsveitinni.
ViKAN: Hafðirðu þá ekki komið
fram einhvers staðar áður?
Svanhildur: Það get ég varla sagt. Ég
söng með hópnum og sagði eina eða tvær
setningar í söngleiknum Rjúkandi ráð sem
var sýndur í Glaumbæ, sem þá hét Fram-
sóknarhúsið, árið 1959.
VIKAN: Þú hefur verið komung þá.
Ein klassísk spuming: Hverra manna
ertu annars?
Svanhildur: Ég er Reykvíkingur í húð
og hár. Faðir minn, Jakob Einarsson, fórst
með Goðafossi þegar ég var fjögurra ára.
Þá keypti móðir mín, Anna S. Njarðvík,
hótel í Borgarnesi og rak það í þrjú ár. Svo
fluttum við aftur til Reykjavíkur.
VIKAN (við Gauk): En svo við höld-
um áfram að kafa í fortíðina. Þú tókst
þátt í danslagakeppni SKT í gamla
daga.
Gaukur: Já já. Ég skrifaði nokkrum
sinnum fyrir þá keppni.
V IKA.N: Og nú langar mig að heyra
svolítið um lagið sem þú gafst.
Gaukur: Ja, það gerir kannski ekkert til
þótt þessi saga sé sögð núna. Það er orðið
svo langt um liðið og hún hefur líklega
aldrei komið fram áður. Ég held að það
hafl verið í blaðamannahófl sem var haldið
áður en keppnin fór fram að við, nokkrir
galgopar í KK-sextettinum, ákváðum að
gera smásprell; skrifa í snatri lag og láta
það vinna. Það kom þó ekki niður á hinum
lögunum því að við settum þau alveg jafri-
vel út. En við útsetjararnir, Jón bassi og ég,
höfðum auðvitað einhverja hugmynd um
hvernig lagið þyrfti að vera, svo að við
gripum þarna servíettu og skrifuðum á
hana byrjunina á laginu í hvelli og kláruð-
um það eftir þetta hóf. Ég vann á Tímanum
þá og Indriði G. hjálpaði mér svolítið með
textann sem byrjaði einhvern veginn
svona: „Ung varstu ætluð mér, ísaköldu
landi á.“ Síðan var þessu hnoðað saman og
við ákváðum að það yrði að vera tvísöngur
af því að við vissum að tvísöngslag myndi
frekar vinna. Síðan var þetta sett út en við
þorðum ekki að gangast við því, enda
máttum við það ekki þar sem við vorum
útsetjarar í keppninni, en fengum kunn-
ingja okkar, söngvarann Þóri Roff, til að
taka þetta að sér — og gáfum honum
verkið. Svo hófst keppnin, stóð í mörg
kvöld og þetta lag vann glæsilega.
VTKAN: Veistu nokkuð hvemig Þóri
Roff tókst að fýlgja þessu lagi eftir?
(Hjónin hlæja dátt að spurningunni.)
Gaukur: Nei. Ég hef ekki heyrt um
neitt „come-back“ hjá honum en þætti
gaman að heyra það ef svo hefði verið.
Hann býr nú í Ameríku og ég hef því mið-
ur ekki hitt hann árum saman. Ég held
hann sé í Kaliforníu. Þess vegna þori ég að
segja frá þessu (hlær). Nei nei. Hann
myndi alveg jafnt segja frá þessu og ég
núna, þótt það mætti ekki fréttast á sínum
tíma.
8 VIKAN 25. TBL. 1989