Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 47

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 47
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON: »ÉG ER EN EKKI HROKAFULLUR" TEXTI: GVÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR Þó líði ár og öld, Himinn og jörð, Vertu ekki að plata, Eina ósk, Vetrar- sól, Riddari götunnar. Það kannast flestir við þessi lög sem öll hafa verið mjög vinsæl og það sem er sammerkt með þeim er það að Björgvin Hall- dórsson syngur þau. Þetta er aðeins smábrot af þeim lögum sem hann hef- ur sungið sem fallið hafa í kramið hjá landanum en á síðustu 20 árum hefur hann sungið fjölda laga sem hafa hitt beint í mark. Hann hefur sungið með fjölda hljómsveita og má þar nefna Ævintýri, Hljóma, Brimkló, Ðe lónlí blú bojs og HLH, hljómsveitir sem all- ar hafa náð verulegum vinsældum. Hann er ekki vinsæll meðal allra. Sumir kalla hann og fleiri tónlistarmenn iðnaðar- menn sem séu ekkert að segja með sinni tónlist og enn aðrir kalla hann skallapopp- ara. Það eru margir sem ekki þola Björgvin Halldórsson en hafa samt aldrei séð hann nema í fjölmiðlum. Hann er umdeildur en það eru allir sem láta eitthvað til sín taka á einhverju sviði. Við Björgvin settumst nið- ur einn kaidan föstudagsmorgun og áttum saman smáspjall og fyrsta spurningin var sígild: Hvað er verið að bralla þessa dag- ana? „Ég hef nýlokið við gerð tveggja platna eða í raun þriggja. Fyrst kom út plata með HLH sem er orðin vinsæl, svo er það jóla- plata þar sem ég fe ýmsa mæta söngvara til liðs við mig og ber sú plata heitið Allir fá þá eitthvað fallegt. Svo hafði ég umsjón með safhplötu með Kristjáni Jóhannssyni þar sem tekin eru lög af tónleikum hans á árunum 1981-1989- Ég er þar fyrir utan að vinna á íslensku auglýsingastofúnni þar sem ég sé um allt sem viðvíkur útvarpi og hljóði og þessa dagana er ég líka að spila með Ðe lónlí blú bojs. Við hristum upp í bandinu og ætlunin er að gera plötu á næsta ári. Hún verður vonandi öðruvísi en gömlu plöturnar sem voru börn síns tíma en á henni verður mikið af ffumsömdu efhi og ég get lofað því að hún verður skemmtileg. Svo reyni ég að finna tíma fyrir fjölskylduna mína. Stundum er mikið á mann lagt en stundum get ég ltka slapp- að af með vinnu. Ég verð að hafa eitthvað fyrir stafhi, verð að skapa eitthvað. Annars líður mér ekki vel.“ Björgvin vann um tima fyrir veitingakónginn Ólaf Laufdal og hafði þá m.a. með höndum mót- töku þeirra erlendu skemmtikrafta sem hingað komu til að skemmta á stöðum Laufdals. Hér tekur hann á móti rokkaranum Jerry Lee Lewis. Þér hefur tekist að gera plötur sem seljast vel og virðist oft hitta naglann á höfuðið. Hvað býr að baki? „Ég reyni að gera þannig tónlist að sem flestir hlusti og það mikilvægasta er að ég hef ennþá brennandi áliuga á þessu. Ég geri ekki plötu fyrir 300 manna hóp held- ur vil ég höfða til sem flestra. Ég hef tónlistina eins og þá tónlist sem ég vil hlusta á sjálfur og ég á minn trygga hlust- endahóp sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég hef ekki verið eins virkur undanfarið og áður en um leið og ég fer að gera eitthvað þá finn ég hvað þetta er spennandi og áhuginn hefur ekkert dvínað. Ég er ákveð- inn í því að senda frá mér tvær plötur á næsta ári. Um leið og farið er að gera plöt- ur af illri nauðsyn er maður illa staddur því þá kemur ekki neitt. Ég vil vanda mig og gera vel, en margir vilja kalla það löst. Ég og fleiri tónlistarmenn höfúm fengið þann stimpil á okkur að vera iðnaðarmenn því við gerum vel og mér finnst það vera út í hött. Það liggur við að maður þurfl helst að vera nógu falskur og yfirborðskenndur til að það sé álitið nógu gott. Ég er búinn að vera í þessu í 20 ár og á þeim tíma lærir maður heilmikið hvernig á að gera og hvemig ekki. Ég er farinn að eyða mun meiri tíma nú en áður þegar ég er að taka upp því ég er aldrei nógu ánægður." Það þarf vissan tíma til að finna sér farveg Hvemig Iíst þér á það sem er að ger- ast í íslenskri tónlist í dag? ,Af því sem ég hef heyrt er margt mjög gott að mínu mati. En svo er annað efhi sem er alls ekki tilbúið til útgáfú. Ég myndi segja að hátt í helmingur þess efnis sem út kemur sé það sem við köllum „demo“ eða prufúupptökur. Það tekur ákveðinn tíma fyrir tónlistarmenn að finna sér farveg og fyrstu plöturnar hjá öllum eru ekkert sér- stakar. Annars er ekki gott að öll plötuút- gáfa skuli leggjast á þennan tíma. Það skap- ar mikið álag á þessa stétt því allir eru að taka upp í stúdíóum á sama tíma. Það þarf að vinna plöturnar fyrr á árinu og eyða svo tímanum fyrir jól í markaðssetningu. Best væri að útgáfan dreifðist á allt árið.“ Nú fer að líða að næstu Eurovision- keppni. Okkur hefúr ekki gengið vel hingað til. Kanntu einhverja skýringu á því? „Það er mjög einfalt. Við höfum alltaf sent rangt lag. Þetta er góð landkynning og við verðum að taka keppnina alvarlega en ekki að nota svona tækifæri til að leika okkur. Þó við séum ffá íslandi er ekki þar með sagt að við eigum að koma á sauð- 44 VIKAN 25. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.