Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 52

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 52
ROSA 5KRIFAR Sefjum „loróta" á jólin Eg' fleygði raér upp í sófa, hélt niðri í mér andanum, togaði mohair-teppið varlega upp að augunum og hugsaði með sjálfri mér...alveg örugglega! Ég var nýkomin inn úr dyrunum, búin að kasta af mér skónum, setja ketilinn í gang og byrjuð að láta renna í baðkarið og rétt byrjuð eins og fleiri að hugsa til jól- anna og alls þess er þau buðu upp á. Alltaf er jafhgaman og hlýlegt að finna þau nálgast, því verður ekki neitað...allt stússið, kertaljósin, matarilmurinn og kökurnar! Líka þær sem misheppnuðust svo herfilega að maður bara þóttist hrein- lega aldrei hafa heyrt á þá uppskrift minnst. „Nú, hvað segirðu? Er það góð uppskrift? Ég hef bara aldrei prófað hana!“ Eða þegar allt kemst á svoleiðis suðupunkt þegar svo sem eins og 2-3 dagar eru til jóla. Þá er eins og verið sé að sýna þjóðfé- lagið á vitlausum hraða, eins og í Chaplin- myndunum. INNKAUPAGRÆÐGiN Allt iðar af brjálæðislegum hraða og óðagoti...alls staðar er fólk með augun á stilkum að meðtaka alla dýrðina, sérstak- lega á Laugaveginum og inni í Kringlu, þar sem það teygir hendurnar í tryllingslegum krampa í áttina að glans-varningnum...í takt við dillandi diskótónlist...sama hvað það er...bara eitthvað, eitthvað nógu mikið og stórt á svoleiðis uppsprengdu verði að manni hreinlega slær fýrir brjóst og verð- ur að setjast einhvers staðar niður til að jafha sig eða rjúka út á bílastæði til að ná andanum og fýlla lungun af óspilltu utan- dyra-súrefhi. Stundum er maður svo hepp- inn að rekast á stöðumælavörðinn vera að munda stöðumælasektarmiða á rúðu- þurrkuna hjá manni og þá er hægt að fá út- rás út af allri bruðlvitleysunni og tuskast í einar flmm mínútur í honum...og þar með endurheimta sitt fyrra eðlilega látbragð! Nei...það er alveg furðulegt hvað vit- leysan getur gengið langt í innkaupa- græðginni...bara kaupa eitthvað, þetta og þetta og svo svona...og líka hitt og endi- lega eitthvað af þessu, bara pínulítið meira! GLORSOLTIN AUGU Á STILKUM Jæja, og þá erum við komin að sjálfu að- fangadagskvöldinu þegar allir eru sestir inn í stofu í fínu fötunum að meðtaka alla dýrðina, sér til yndisauka að lokinni jóla- steikinni og desertnum — með engu að stð- ur glorsoltin augu á stilkum eftir jóla- pökkunum! Og þarna, þarna stendur jólatréð sjálft í fullum skrúða, bústið af öllu fíniríinu sem gengið hefur í arf mann ffam af manni í mörgum fjölskyldum og allt pakkaflóðið undir greinunum er svo gífurlegt að það jaðrar við að manni detti í hug að skynsamlegt væri að setja hreinlega „kvóta“ á jólin — sem sé að banna að gefa hverjum og einum nema eins og 6-7 gjafir í mesta lagi. Hvernig í fjandanum eiga pakkar hjá 5-6 manna fjölskyldu að komast fýrir í venjulegri stofu ef hver um sig fær 8-9 pakka...af öllum stærðum? Að maður nú ekki tali um allan pappírinn er hrannast upp úti á miðju gólfi svoleiðis að liggur við drukknun, fyrir utan þá sem hreinlega fá innilokunarkennd þegar þrengir að þeim af skrjáfandi umbúðum! Börn verða líka hrædd við svona papp- írsfjöll. Þau týnast inni í þessu og gjarnan hverfa ýmsir hlutir í þessum ósköpum. Hálft aðfangadagskvöldið fer í að róa börn- in og sussa á þessi grey af því að þetta eða hitt er týnt eða var óvart fleygt með rusl- inu áðan þegar verið var að fara með um- búðirnar út í öskutunnu! SKILAVITLEYSAN Og þá erum við komin að skila-vitleys- unni! Hafið þið ekki tekið eftir því að allir eru í því að skila öllu eftir jólin...fáir geta notað það sem þeim var gefið! Og velflest- ir eiga langt ffam á vor innleggsnótur í hinum og þessum verslunum um land allt! Mér skilst að magabólgur og brjóstsviði séu mjög algengir kvillar í verslunar- -mannastéttinni um og yflr jólin...er það nenia von! Og eiginkonurnar...það er al- veg sama hvað aumingja karlarnir þeirra reyna að leggja sig fram um að geðjast þeim...öllu er skilað! Ég veit til dæmis um einn sem gaf elsk- unni sinni rándýrt hálsmen hannað af Jens, hvorki meira né minna, sem kostaði ein 38 þúsund, en þá var það ekki hægt, fannst henni, því það minnti svo ofboðslega á menið hennar Jónu! Eða aumingja Steini sem ætlaði svo sannarlega að koma sinni á óvart og krydda tilveruna duggunarlítið yflr þessa annars miklu friðar- og ffíhátíð og keypti á sína dýrindis svartan blúndu- undirfatnað með tilheyrandi sokkabönd- um og skvísu-pinnahælaskó í stíl...nei, takk! Helga var alveg á því (en svo hét maddaman) að þetta væri dónalegt...hún gæti bara ekki verið þekkt fyrir annað eins...hvað myndi fólk eiginlega halda? Henni fannst þýskur baðmullarnærfatnað- ur miklu meira viðeigandi! Svona konur eru náttúrlega bilaðar! Er nema von að hjónaskilnuðum fjölgi alltaf eftir jól- in...prestar hafa haldið þessu ffam...! Aumingja karlarnir, vinnandi og vinn- andi baki brotnu frá morgni til kvöld og svo þegar vökva á Iífsblómið á sjálfum jól- unum koma eiginkonurnar með kústinn eða kökukeflið á móti þeim eins og hverj- ar aðrar jarðýtur! Hver ætli sjái svo sem inn í sérþarfir einkalífsins nema þau tvö? Hverslags fífla- gangur er þetta eiginlega? Nei, stelpur mínar, verið góðar við karlana ykkar núna yflr hátíðina....ekki skila gjöfunum ffá þeim, gleðjist frekar yfir því að fá köflóttar bomsur, eiturgræna ullarpeysu með tjull- skrauti eða plasteyrnalokka. Þessar elskur kaupa þetta allt saman með hlýju hugar- fari. Gleðileg jól! 25. TBL. 1989 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.