Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 12
Norska skáldkonan Margit
Sandemo, sem öðlast
hefur miklar vinsældir fyrir
sögurnar af ísfólkinu, hóf
nýverið að skrifa fyrir
Vikuna um dulræn fyrir-
brigði, en dulrænir hæfi-
leikar skáldkonunnar eru
vel þekktir.
12 VIKAN 25. TBL. 1989
k llar manneskjur hafa áru í kringum
/% sig. Áran er eins konar ytri líkami
f % sem venjulegt fólk sér ekki. Að-
JL JL eins fáir geta séð hana greinilega
og án erfiðleika. Það er hins vegar ekki svo
mjög erfitt að þjálfa sig upp í að geta séð
áru annars fólks. Spurningin er aðeins
hversu mikið maður sér.
Þú lætur þann sem þú ætlar að æfa þig á
sitja með hvítan vegg á bak við sig. Síðan
ímyndar þú þér að þú hafir þriðja augað
sem sé mitt á milli augabrúnanna á þér eða
kannski einum sentímetra þar fyrir ofan.
Reyndu síðan að beita þessu þriðja auga
og horfa nákvæmlega á staðinn þar sem
hárið á viðkomandi og veggurinn á bak við
hann mætast. Eftir skamma stund sérð þú
grunnáruna í kringum höfúðið. Hún er
hvít og aðeins nokkurra sentímetra breið.
Síðan fer það eftir því hversu næmur þú
ert á þessu sviði hversu mikið þú sérð til
viðbótar. En þú getur þjálfað þig upp í að
sjá meira. í fyrstu sérð þú ekki meira en
grunnáruna eða ef til vill sérð þú fleiri lit-
um bregða fyrir eitt augnablik. Þeir eru
hluti af stóru árunni. Þú getur æft þig á
hverjum sem er og viðkomandi þarf ekki
einu sinni að vita af því að þú sért að æfa
þig á honum.
í itnrinn 4 \rtri ámnni cLrintij* fniklll ÍTlálÍ
skoða ytri áruna en aðrir
tðeins móta fyrir daufum litum.
Það væri of mikið mál að ætla að útskýra
hér þýðingu hvers litar um sig en mig
langar samt til að nefha nokkur dæmi, sem
þó eru mjög einföld. Græn ára gefur til
kynna að viðkomandi sé í góðu jafnvægi
og í jákvæðu sambandi við umhverfi sitt.
Hann er ungur í anda og hefúr möguleika
á frekari þroska. Hann er trygglyndur
hefúr samúð með þeim sem eiga
sárt að binda en hefúr líka
góða möguleika á að verða
auðugur, jafnvel moldrík-
ur! (Mín ára er græn.)
Þeir sem hafa bláa áru
eru heiðarlegir og
trygglyndir og hafa
líka sérstaka
heilunarhæfi-
leika, hafa
hlýjar og læknandi hendur. Blá ára bendir
líka til þess að viðkomandi sé hætt við
þunglyndi. Fjólublátt er mjög virðulegur
litur. Fjólublá ára bendir til þess að sá sem
hefur hana búi yfir víðtækri og djúpri
þekkingu og hafi mikið andlegt innsæi. Ef
liturinn fer meira út í indigóblátt gefur
hann til kynna mikinn andlegan skapandi
kraft. Rauð ára þýðir að viðkomandi er til-
finningaríkur og með mikla lífsorku og
mikla lífsgleði. Gulur litir bendir til gáfúa
og áhuga á nýjungum og uppfinningum og
bendir líka til þess að viðkomandi hafi
mikla sköpunargáfu og sköpunarþörf.
Þetta var mjög yfirborðsleg lýsing á lit-
um árunnar. Litatónarnir geta verið óend-
anlega margir og túlkun þeirra er álíka
margbreytileg. Þeir sem hafa mikla hæfi-
leika og þekkingu til að túlka fitatilbrigði
árunnar geta séð í henni sjúkdómsein-
kenni eftir því hvernig áran hagar sér. Hún
er kannski meira til hægri en til vinstri og
litirnir í henni eru á einhvern hátt óeðli-
legir. Skyggn kona hefur sagt mér hvað
hún las út úr árunni minni. Litirnir, sem
hún sá, voru miklu fleiri en sá græni og allt
sem hún sagði stóðst eins og stafur á bók.
En þá skulum við snúa okkur að öðru
atriði sem mér er mjög hugleikið og það
eru hjálparmenn eða fýlgjur eins og þeir
oft nefndir. Alla tíð hefúr fólk talað um
fylgdarmenn sína. Elstu forfeður
okkar kölluðu þá fýlgjur en í seinni tið
hafa þeir æ oftar verið kallaðir verndar-
englar, englavakt, fýlgisveinar og svo ffarn-
vegis. Nöfnin eru ótalmörg en ég kýs ein-
faldlega að kalla þá aðstoðarmenn. Það er
staðreynd að langflestir hafa einhvern sem
fýlgir þeim í gegnum lífið. Flestir sjá aldrei
þessa fýlgdarmenn sína en ég hef orðið
þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá minn að-
stoðarmann og það oftar en einu sinni.
Þetta má rekja allt aftur til barnæsku
minnar. Æska mín var ekki sérlega ánægju-
leg. Mér var nauðgað þrisvar þegar ég var
tíu til tólf ára gömul og það markaði mjög
djúp spor í líf mitt lengi á eftir. Ég var mik-
ið ein og var ráðvillt og einangruð. Þá var
það eitt sinn að ég var ein á gangi í skógin-
um að ég sá aðstoðarmann minn í fýrsta
sinn. Mig grunaði hins vegar ekki þá að
þetta væri hann. Hann stóð fyrir framan
grenitré við stíginn, hár og tígulegur og
horfði á mig með svo vinsamlegu og skiln-
ingsríku brosi að mér fannst sem allt stæði
kyrrt. Ég horfði í augu hans sem stráðu í
kringum sig gæsku og ást af ótrúlegum
krafti. Hann hafði mikið Ijóst og liðað hár
Dulfrœði:
UROG
AÐSTOÐi
TEXTI: MARGIT SANDEMO ÞÝÐING: BJARNI ÁRNASON