Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 76

Vikan - 14.12.1989, Side 76
Best er að bera súkkulaðið fram í emaleruðum fondue- potti eða í skál úr eldföstum leir eða gleri. 500 g dökkt súkkulaði 3 dl rjómi 6 msk. koníak V4 i , A 1 dl sjrður rjómi 2 dl rjómi 1 !2 msk. vanilla Ávextir: 1—2 ananas 2 kivi 200 g vínber, grœn 200 g vínber, blá 100 g valhnetukjamar 200g makkarónukökur, litlar 6 perur 2 bananar 1. Brjótið súkkulaðið í bita og bræðið í skál yfir vatnsbaði. Velgið rjómann varlega í potti og hrærið bráðnu súkkulaðinu saman við, smátt og smátt. Súkkulaðiblandan á að vera heit en má alls ekki sjóða. Hrærið að lokum koníaki út í eftir smekk, þegar súkkulaði- blandan er orðin fljótandi. 2. Þeytið rjómann og sýrða rjómann saman þar til blandan er næstum orðin stíf, bætið vanillu í smátt og smátt. Geymið í kæli þar til borið ffam. 3. Hellið súkkulaðiblönd- unni í fonduepottinn og haldið henni heitri við borðið en lát- ið ekki sjóða. 4. Ávextirnir eru bornir með í litlum skálum. Ananas- inn er skrældur og skorinn í sneiðar, sömuleiðis kiviávext- irnir. Perurnar hafðar heilar og skornar í bita við borðið (þær verða fljótt dökkar). Vínberin borin fram heil en kjarnarnir eru fjarlægðir. Bananinn er skorinn í sneiðar við borðið. Mokka- súkkulaði-ís Fyrir 6 Súkkulaðinúggat: 30 g beslihnetur 30 g suðusúkkulaði 30 g stnjör, bitað 40 g kökumylsna 1-2 tnsk. brandy eða koníak ís: 4 egg, aðskilin 230 g flórsykur, sigtaður 280 ml tjómi 60 g suðusúkkulaði 1 V2 tnsk. nýmalaðar kaffibaunir Sósa: 110 g suðusúkkulaði 30gsmjör 1—2 msk. brandy eða koníak Skraut: 85 g suðusúkkulaði Hneturnar malaðar. Súkkulað- ið bitað og brætt yfir vatns- baði. Kælt aðeins, smjörið þá þeytt saman við, síðan er hnet- unum bætt í, kökumylsnu og brandy. Kælið þar til þetta er farið að stífha, rúllið þá í 6 bolta. FRYSTIÐ. ísinn: Stífþeytið eggjahvíturn- ar, bætið sigtuðum flórsykrin- um í smám saman. Þeytið rjómann, blandið síðan varlega saman við eggjahvíturnar. Bræðið súkkulaðið og hrærið eggjarauðunum saman við. Blandið síðan varlega saman við eggjahvítublönduna, ásamt kaffinu. Setjið í form og frystið þar til ísinn hefur harðnað. Takið þá góða kúlu af ís og pressið súkkulaðikúlu í miðj- una. Þekið með dálítið meiru af ís (á að duga utan um allar kúlurnar sex) og sléttið með skeið. Setjið ískúluna á kaldan bakka og aftur í frystinn. Gerið hinar fimm á sama hátt. Kúl- urnar eru teknar út 10 mínút- um áður en þær eru bornar fram. Sósan: Setjið súkkulaðibitana í þykkbotna pott og 5 msk. af vatni. Á vægum hita er súkkulaðið brætt og hrært stöðugt í. Látið alls ekki sjóða. Hrærið brandy saman við og berið sósuna fram heita eða kalda; eða ffystið. Skraut: Bræðið súkkulaðið og setjið það í sprautupoka úr smjörpappír. Sprautið súkku- laðinu í ferkantaðan „blúndu- bita“ (sjá mynd) á álpappír. Kælið þar til hart; ffystið. Takið súkkulaðikúlurnar út, hitið sósuna aftur við vægan hita hafi hún verið ffyst. Breið- ið sósu út á sex kökudiska. Setjið kúlu á hvern þeirra og skraut á hverja kúlu. Hvítvínslegnar perur Fyrir 4 Veljið góðar og vel þroskaðar perur í þennan effirrétt, ann- ars eru þær ekki nógu bragð- miklar. Notið sama sæta hvít- vínið og drukkið væri með eftirréttinum til að sjóða þær í. 4 perur sítrónusafi 4 glös sœtt hvítvín 3 eggjarauður 80 g hveiti 80 g sykur H2 l rjómi sítrónubörkur 10—12 valhnetukjamar 1. Afhýðið perurnar, skiljið stilkinn eftir ef vill en fjarlægið kjarnann. Kreistið sítrónusafa strax yfir perurnar — annars dökkna þær. Látið þær sjóða í hvítvíninu og 20 g af sykri þar til þær eru eru orðnar meyrar. Þær þurfa ekki að malla nema í um 10 mínútur en það fer þó eftir því hversu þroskaðar þær eru. Þetta finnst með því að stinga varlega í þær með nál. Látið þær liggja í leginum. Kæl- ið þær fljótt með því að setja pottinn ofan í ískalt vatn (gæt- ið þess að vatnið fari ekki ofan í pottinn) eða klakahrúgu. 2. Þeytið eggjarauðurnar og 80 g af sykri, þar til létt og ljóst. Þeytið hveiti og rjóma saman við, smám saman. Setjið smávegis af sítrónuberki í kremið og haldið áffam að þeyta yfir vatnsbaði — þar til kremið þykknar. Takið kremið af hitanum og fjarlægið sítr- ónubörkinn. 3. Takið perurnar upp úr leginum og látið leka vel af þeim. Hellið kreminu yfir ískaldar perurnar - þannig að kremið kólni fljótt á ávöxtun- um. Stráið fínmöluðum val- hnetukjörnum yfir perurnar. Mælt er með sætum hvítvín- um með þessum effirrétti, til dæmis Sauternes eða Mont- basiliac; eða einhverjum öðr- um ffá Bordeaux-svæðinu. 25.TBL 1989 VIKAN 71

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.