Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 26
Nokkrir unglingar úr Breiðholtinu voru
teknir tali og spurðir hvað þeim fyndist
um þessi mál. Einn 16 ára drengur úr
Hólabrekkuskóla virtist vera eitthvað inni
í málunum. Hann vili ekki nafngreina sig,
sem gefur að skilja þar sem mikill hiti virð-
ist vera í þessum málum í augnablikinu. Þó
reyndi hann að segja sem mest ffá og eftir
bestu vitund. Þetta var annars nokkuð
hress drengur en þó rólegur í fasi og ekk-
ert að kafiæra fólk í sínum skoðunum. Þeg-
ar hann segir ffá er hann helst til Hæversk-
ur og maður hefur það á tilfinningunni að
það gæti alveg eins leynst eitthvað fleira
þarna fyrir innan sem borgaði sig ekki að
segja. Enda er ekki ætlunin að kafa svo
djúpt — reyndar aðeins að reyna að kynna
hvað er að gerast í hópi þessara unglinga
sem fæstir fullorðnir geta fylgst svo grannt
með. Þessi drengur segist ekki blanda sér
neitt í þessi mál sjálfur en hann komist
ómögulega hjá því að heyra þær sögur
sem ganga meðal hópsins og unglinganna
í kringum hann.
Það virðist vera þónokkuð margt sem
þessir unglingar gætu ffætt okkur um ef
við aðeins vildum hlusta og ef til vill hjálp-
að okkur að finna lausnir á einhverjum af
þessum vandamálum.
Á skipulagt ofbeldí sér stað?
Já, einhvers konar, til dæmis ef á að
berja einhvern þá sér einhver ákeðinn um
að espa hann upp fyrst og síðan kemur
hópurinn.
Eru þetta klíkur eða viss hverfi?
Bæði og. Klíka, sem á upptök sín í vest-
urbænum, „Vesturbæjarklíkan" svokölluð,
er til dæmis samansafn stráka á aldrinum
15—17 ára. Og eftir því sem ég best veit
koma þeir ekki bara úr vesturbænum held-
ur einnig úr Seljahverfi, Bústaðahverfi og
sennilega flestum hverfum borgarinnar en
hittast, að ég held, á Matstofunni við
Hlemm. í þessari klíku eru svo tveir aðal-
gaurar sem stjórna nánast öllu. Svo er víst
líka eitthvað í Kópavoginum. Þar hef ég
heyrt talað um kylfur. Annars held ég að
þetta sé í frekar litlum mæli í öðrum
hverfum, eins og til dæmis Árbæ. Yfirleitt
er þetta bara Vesturbæjarklíkan og þeir
sem í henni eru ráðast á allt og alla og allir
eru á móti þeim.
Veistu hvort notuð eru einhver
vopn?
Já, helst kylfúr ef stríð er á milli stórra
hópa eins og Vesturbæjarklíkunnar og
Breiðholts. Annars hefur aldrei orðið neitt
svoleiðis stríð hér upp frá. Eitt skiptið ætl-
uðu þeir að ráðast á Breiðholtið og voru
búnir að safna um það bil 30—40 manns, af
því að einhver hér upp frá hafði verið að
rífa kjaft. Þegar þeir svo komu var Breið-
holtið einfaldlega búið að safna miklu
stærra liði svo þeir fóru tii baka og ekkert
varð úr þessu. Breiðholtið stendur yfirleitt
mjög vel saman og hefur alltaf gert það ef
eitthvað svona kemur upp á. Annars eru
vopn ekki mikið notuð, bara berir hnef-
arnir. Eitt skiptið var strákur úr Hóla-
brekkuskóla sem hafði gefið öðrum for-
sprakkanum í Vesturbæjarklíkunni á hann
og það skipti engum togum að nokkrum
dögum seinna komu 6—8 manns upp í
skóia meðan á kennslu stóð og báðu um
að fá að tala við þann sama frammi á gangi.
26 VIKAN 25. TBL. 1989
„Pegar móðirin er barin
skilar það sér í mörgum
tilfellum til nœstu kyn-
slóðar“
„Ef lögreglan eða yfir-
völd fjarlægðu bara
forsprakkana í Vestur-
bæjarklíkunni stœði
ekki svo mikið eftir af
þessu ofbeldi, “ segir 16
ára strákur í Breiðbolti
Kennarinn leyfði stráknum að fara fram.
En auðvitað börðu þeir hann í klessu um
leið og hann kom fram og stungu svo af.
Eitthvað er svo líka af svona löguðu á milli
Breiðholts og Kópavogs, þó þori ég ekki
að nefna nein dæmi um það.
Veistu hvort svona ofbeldi er kært
til lögreglunnar?
Ja, þá helst ef einhverjir eru að slást
niðri í bæ. Þá tekur löggan þá, annars er
sennilega ekki mikið um það. Reyndar
sáum við öðruvísi dæmi niðri í bæ eina
helgina. Þá var maður fyrir utan sjoppu að
borða pulsuna sína þegar löggan kom að.
Þegar löggurnar opnuðu bílinn skipuðu
þeir honum að drulla sér frá. Nú, hann
hlustaði ekkert á þetta og hélt áfram að
borða pulsuna sína. En þá tóku þeir hann
bara og hentu honum inn í bílinn.
Finnst þér að yfirvöld, skólar eða
fjölmiðlar gætu haft einhver áhrif til
hins betra?
Já, já, helst fjölmiðlar með umræðu um
þessa hluti, sem myndi ekki æsa þetta svo
mikið upp. Annars á bara að taka harðar á
þessum málum. Nú, ef til dæmis lögreglan
eða yfirvöld myndu bara fjarlægja for-
sprakkana í Vesturbæjarklíkunni þá myndi
ekki svo mikið af þessu ofbeldi standa
eftir. Verst er bara að þeir eru ekki orðnir
16 ára svo lögreglan má ekki taka þá og
stinga þeim inn. Helst yrðu eftir þessi
venjulegu slagsmál sem alltaf eru að verða
út af smárifrildi. Annars gætu svo sem
leynst annars staðar svona gaurar, eins og
í Kópavogi, sem lítið hefur borið á hingað
til. Maður veit svo sem aldrei.
Hvað segja unglingar
í vesturbænum?
Til að fá álit frá unglingum annars staðar
en í Breiðholti náðum við tali af tveimur
stelpum og einum strák úr sjöunda bekk í
Hagaskóla. Eins og kemur fram höfðu þau
enga hugmynd um þessa svokölluðu
„Vesturbæjarklíku“ en sögðu firá annarri
sem myndast hefur í skólanum.
Við spurðum fyrst hvort skipulagt of-
beldi ætti sér stað í skólanum.
Það eru strákar í 7. bekk sem kalla sig
„Mafíuna“. Tveir þeirra hafa verið reknir
úr skólanum fyrir að vera að drekka bjór.
Sagt er að þeir hafi líka verið dópaðir.
Þekkið þið dæmi um ofbeldi?
Já, stelpur úr 8. bekk tóku stelpu úr 7.
bekk og brenndu hana með sígarettum af
því að hún sagði einni stelpunni í 8. bekk
að halda kjafiti. Það var líka einu sinni
stelpa elt heim úr skólanum og kastað í
hana eggjum og tómötum af því að hún
var að tala illa um nokkrar stelpur. Krökk-
um er líka troðið ofan í ruslatunnur og
reynt að kyrkja þá.
Kannist þið við Vesturbæjarklík-
una?
Nei, alls ekki.
Hafið þið orðið vör við ofbeldi utan
skóla?
Nei, við höfum ekki orðið vör við það.
Af því sem á undan er komið má ráða að
ofbeldi er til staðar og að það er ekki
bundið við skólana heldur einnig heimilin.
Einnig koma fram ýmsar skoðanir á því
hvemig ráða megi bót á vandanum en nú
er bara að bíða og sjá hvort eitthvað rót-
tækt er hægt að gera og hvort það verður
gert.
„...efáað berja einhvemþá sér einbver ákveðinn um að espa hann uppfyrst,
síðan kemur allur hópurinn. “ mynd: júlíus s. heiðarsson