Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 19

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 19
Ijóðunum hans. Ég fór daginn eftir og keypti mér bók hans, Ljóðaúrval, og tók til við að semja. Áður hafði ég komist í kynni við Krist- ján ffá Djúpalæk og þá aðallega í gegnum Vilhjálm Vilhjálmsson, en hann hafði kom- ið honum á ffamfæri við poppara þessa lands. Vilhjálmur hafði meðal annars gert heila plötu með textum eftir Kristján. Ég sendi Kristjáni tvö lög og varð hann strax mjög hrifinn af þeim og sagði mér að annað lagið ætti mjög vel við eitt ljóða sinna, Skógarmanninn. Hann orti síðan ljóð við hitt lagið og nefndi það Hörpu- svein. Ég fór og keypti mér þá bók Krist- jáns sem fyrra ljóðið var í og samdi fleiri iög út ffá henni. Þegar við fluttum tii Bandaríkjanna tók ég ljóðabækumar með mér og hélt áfram að semja þar. Þegar ég kom aftur heim var ég kominn með það mikið efhi að úr þessu urðu tvær plötur. Fyrri platan, Kvöld við lækinn, kom út fyrir tveimur árum og voru það Kristinn Sigmundsson og Halla Mar- grét Árnadóttir sem sungu. Seinni piatan er hins vegar þessi sem var að koma út núna. Þessar tvær plötur em þó að mörgu leyti ólíkar. Bæði tónlistin og ljóðin á seinni plötunni rista dýpra í sálarlífið að mínu mati. Einnig er seinni platan heil- steyptari þar sem ég skipti henni til helm- inga á milli norðlensku ljóðskjáldanna tveggja. Á fyrri plötunni, Kvöld við lækinn, em lögin og textarnir hins vegar úr mörg- um áttum. Þessi plata er tímamótaverk Þessi plata er tímamótaverk fyrir mér, þar sem hún er það besta sem ég hef gert á þessu sviði tónlistar. Hún er mér svipuð því sem Tass platan var á sínum tíma, en hún var toppurinn á popptónlistarferli mínum. Það sem er skemmtilegt við plötuna Ég vildi er að hún er öll tekin upp „iive“. Vinnan við stíka upptöku er gjörólík því sem gerist þegar verið er að taka upp poppplötur. Þá er byrjað á því að taka upp trommumar og bassann og síðan bætt hljóðfæmnum við hverju á eftir öðm eins og skrauti á jólatré. í þessu tilfelli er allt tekið upp í einni heild. Söngvaramir og hljóðfæraleikaramir em allir í einum sal og það sem gert er stendur. Þessi vinnu- brögð em mjög skemmtileg. Þau skapa mikinn heildarsvip og stemmningin, sem fiest, er ffábær. Margir söngvarar eiga í erfiðleikum með að syngja við undirspil sem búið er að taka upp löngu áður. Það er eins og þeir eigi vont með að komast í samband við tónlist- ina. Það er mjög erfitt að taka upp popp- tónfist „live“ því að hljóðfærin vilja tmfla bæði sönginn og hvert annað. Trommu- hljómurinn vill fara inn á söngvarahljóð- nemann og tmfla upptökuna á söngnum og svo framvegis. Þannig að það verður að taka upp hvert hljóðfæri fyrir sig. Kröfurn- ar um góð hljómgæði heimta þessi vinnu- brögð — þrátt fyrir að Bítlarnir og Elvis Þresley hafi tekið upp sína tónlist „live“. Þegar sígild tónlist á í hlut, þar sem ■ „Þegar maður semur lög við Ijóð er það svipað því og bakari fái deigið upp í hendurnar og þurfi aðeins að vinna úr því,“ segir Jóhann. „Ljóðið gefur strax tóninn.“ Á nýju plötunni hans eru lög sem hann samdi við Ijóð þeirra Kristjáns frá Djúpalæk og Davíðs frá Fagraskógi. píanó, strengir og önnur slík hljóðfæri em notuð, er engin ástæða til annars en að taka tónlistina upp „live“ þar sem engin tmflun verður eins og í poppinu. Gekk út með plötuna í rassvasanum Þessi plata var tekin upp á svokallaðar DAT-spólur sem em að ryðja sér til rúms nú á dögum og leysa af hólmi svokallaða „mastera" sem vom stórir, níðþungir kass- ar sem á komust jafhvel ekki fleiri en þrjú lög. Núna gekk ég bara út með plötuna í rassvasanum og það var eins gott að týna henni ekki. Ég bauð Samtökum um byggingu tón- listarhúss réttinn til að gefa hana út en þau vildu heldur fá hluta af ágóðanum. Ég gef þessa plötu út sjálfur og hef tekið skammtímalán og tekið á mig miklar fjár- hagslegar skuldbindingar vegna þessa. Það var samt velvilji Ólafar Kolbrúnar og Egils sem gerði það að verkum að þetta var hægt því þau gerðu ekki neinar kröfúr um fyrirframgreiðslur fyrir sína vinnu. Það er enginn sjóður til fyrir tónlistar- menn að leita í eins og til dæmis Kvik- myndasjóðurinn er fyrir kvikmyndagerð- armenn. Þannig sjóður myndi breyta miklu fyrir tónlistarfólk. Bara þessi plata mín nú hefúr kostað um tvær milljónir og eru þá min laun ekki tekin með í reikning- inn. Fólk sér að það eru miklar fjárhagsleg- ar skuldbindingar sem einn einstaklingur leggur út í og eru þær að mínu mati allt of miklar fyrir þá sem hafa ekkert nema heimili sitt á bak við sig. Platan, sem fyrir- tæki mitt, Hugverkaútgáfan, gaf síðast út, var gefin út með tapi þannig að ég hefði gétað misst íbúðina og allt saman. Þess má geta að eins og fólk veit tekur ríkið um 25% af plötuverði. Þegar fólk segir að listamenn, eins og hljómlistar- menn, lifi á ríkinu eru það algerlega til- hæfulausar staðhæfingar. Ríkið hefur feng- ið miklu meira af mínum hljómplötum heldur en ég hef nokkurn tíma fengið sjálfúr. Platan Ég vildi er unnin við mjög góðar aðstæður í hljóðveri Stuðmanna, Sýrlandi. Það er örugglega eitt allra fúllkomnasta hljóðver landsins. Sykurmolarnir hafa tek- ið mikið upp þar og það eru plötur sem fara á alþjóðamarkað. Platan er einnig unn- in í hljóðverinu Stemmu og er söngur Ólafar tekinn þar upp. Gunnar Smári sá um upptökurnar og er hann örugglega besti upptökumaður landsins og þó víðar væri leitað, að öllum öðrum ólöstuðum. Heavy metal passar ekki Þegar maður semur lög við ljóð er það svipað því og bakari fái deigið upp í hend- urnar og þurfi aðeins að vinna úr því. Ljóð- ið gefur strax tóninn og auðveldar það vinnuna verulega. Það væri til dæmis úti- lokað að semja eitthvað rokkað eða „heavy metal" við ljóð þessara skálda. Að semja lag við ljóð bindur hendur manns að vissu leyti en ef maður sest niður við að semja á gítarinn er blaðið algerlega autt þegar byrjað er. Val mitt á ljóðunum tengdist að sjálf- sögðu þeim möguleikum sem voru til þess semja lag við þau, síðan kom innihald- ið, sem var valið til þess að vera framlag mitt til fegurra og betra mannlífs. Það eru allt aðrar tilfinningar sem ég hef sett í þessi lög en í popplögin. í þessum lögum er maður laus við egóið, tískuna og tíðar- andann — öíúgt við það sem vill verða þeg- ar verið er að semja popplög. Það má segja að ljóðin hreinlega steli manni og maður ráði ekki almennilega yfir því sem maður er að gera. Til dæmis í ljóðinu Krummi þá snertu þær mig strax þessar ljóðlínur: „Krunk, krunk, krá. Fegri tóna hann ekki á.“ Sama hversu mikið hann reynir, þrátt fyrir góðan ásetning verða tónar hans ekki fegurri. Það verður að líta á hugann á bak við þessa löngun hans og meta hann að verðleikum. Þetta ljóð hefur djúpa mein- ingu og það var það sem hreif mig og varð til þess að ég valdi það. Gagnrýni Ég hef það á tilfinningunni um lista- menn að margt af því sem þeir gera verði ekki metið að verðleikum fyrr en þeir eru fallnir frá. Mér finnst aðalatriðið að gera góða hluti og fá þá viðurkennda. Þar sem ég hef nú aðallega verið í popp- músík held ég að popptónlistargagnrýn- endur eigi erfitt með að skrifa um þessa nýju plötu — eins og kom á daginn með plötuna Kvöld við lækinn. Um þá plötu var mjög lítið skrifað þrátt fyrir að Skífan aug- lýsti hana vel og hún seldist ágætlega. Það virðist hafa verið ákveðið afskiptaleysi í gangi í sambandi við þá plötu - án þess að ég geri mér fyllilega grein fyrir hvað olli því. Ég held að þeim sem skrifa um klass- ísk verk þyki þessi síðustu verk mín ekki nógu klassísk til að fjalla um þau. Þau eru mjög einföld, ekki nein stór tónlistarverk, og mætti kannski líkja þeim við verk H. C. Andersen, sem eru einföld og skýr. Fagleg gagnrýni er góð til sinna nota en hún breytir þó aldrei manns eigin mati. Þó eitthvað sé lofað, sem ég er óánægður með, breytir það engu fýrir mig sjálfan og sama 'gildir um hið gagnstæða. Slík gagn- rýni er til þess ætluð að hafa áhrif á kaup- 25. TBL 1989 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.