Vikan


Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 10

Vikan - 14.12.1989, Qupperneq 10
á tímabili og fundum fyrir því í nafhlaus- um hringingum og alls konar ófögnuði. Það var ýmist gott eða slæmt; gaman að ná til stórs hóps sem hefur ánægju af að hlusta á mann og svo líka slæmt þegar ein- hverjir vitleysingar eru að hringja með svínarí á vörum og kannski söguburð. VIKAN: Hvemig söguburð? Gaukur: Hann var af ýmsum toga. Svanhildur: Ég man að menn voru að hringja og segja: „Manstu hérna þegar við vorum hérna ..(Hlær.) Ýmislegt svona. Þetta voru ímyndunarveikir menn eða bara bilaðir. Gaukur: Og svo kemur orðrómurinn, skilurðu. Þá heyrir maður sögurnar. Svanhildur: Maður heyrir víst minnst af þeim sjálfur. Gaukur: En við heyrðum svona ýmis- legt. Svanhildur var flugfreyja einu sinni og ein sagan var á þá leið að hún hefði verið aðalinnflytjandinn á eiturlyfjum — fýrir mig! Svanhildur: Nú, svo komu svona sögur sem fýlgja öllum söngkonum sem syngja með hljómsveitum. Það virðist vera mjög vafasöm staða því að konan á þá að vera með hálfri ef ekki allri hfjómsveitinni og svo er hún búin að eiga feiknin öll af börnum, fara í alls konar fóstureyðingar og eitt og annað. Þetta eru voðalega leiðin- legar sögur. Mér dettur helst í hug að þær komi frá konum sem myndu haga sér svona sjálfar í þessari aðstöðu. VIKAN: Kemur þetta ekki bara frá einhverjum litlum körlum og konum sem vilja slá sér upp á því að þykjast þekkja fólkið? Og þegar fólk hefur engar bitastæðar sögur verður það bara að búa þær til. Gaukur: Það getur verið. Svanhildur: Við fórum einu sinni á skemmtistað, hittum þar mann sem við könnuðumst við og hann sagði við mig: „Fyrirgefðu, Svanhildur mín. Ég sagði að við hefðum verið saman.“ Svona segja sumir menn og allir trúa þeim auðvitað. Svo var sagt við mig fyrir svona einu ári: „Heyrðu, hverjum varstu aftur gift þarna áður? Var það ekki sjónvarpsvirki eða eitt- hvað?" „Nei.“ „En þú áttir barn með honum.“ „Nei nei. Ég hef alltaf verið gift sama manninum og á bara tvö börn.“ „En ég hef þetta ffá fyrstu hendi,“ kemur þá og viðkomandi ætlaði ekki að trúa mér. Ég veit ekki hver þessi fýrsta hönd var ef ég var það ekki. Ahjæ, frá fyrstu hendi... (getur ekki annað en hlegið svolítið). Mér fannst það svolítið sterkt. VIKAN (við Önnu Mjöll): Svona í framhaldi af kjaftasögunum. Er eitt- hvað til í því að þú hafir samið lög? Anna Mjöll: Lag, öllu heldur. Pabbi fékk bréf ffá FTT (Félagi tónskálda og textahöfunda) þar sem sagt var ffá söng- lagakeppni sem er haldin árlega á vegum Billboard í Ameríku. Svo ég ákvað að semja lag og texta. Úrslitin veit ég ekki enn. VIKAN: Hefúrðu samið eitthvað af lögum áður? Atma Mjöll: Nei nei. Ekkert af viti. VIKAN: Hefúrðu þetta frá pabba þínum? 10 VIKAN 25.TBL. 1989 Ólafur Gaukur léttklæddur við tón- smíðar og gítarleik - það er heitt í veðri fyrir vestan haf og þarf ekki að kapp- klæðast. ■ Svanhildur: Svo var sagt við mig fyrir svona einu ári: „Heyrðu, hverjum varstu aftur gift þarna áður? Var það ekki sjónvarpsvirki eða eitthvað?“ „Nei.“ „En þú áttir barn með honum.“ „Nei nei. Ég hef alltaf verið gift sama manninum og á bara tvö börn.“ „En ég hef þetta frá fyrstu hendi,“ kemur þá og viðkomandi ætlaði ekki að trúa mér. Gaukur: Hún er alin upp við að þetta sé ekkert mál. Þess vegna er þetta ekkert mál. VIKAN (við Gauk): Þegar þú byrjað- ir að semja texta í gamla daga, þá hafð- irðu svona svipaða afstöðu til þess og við erum að tala um núna, ef ég fer rétt með. Gaukur: Ég samdi texta í fýrsta skipti vegna þess að við í KK-sextettinum vorum að taka upp Iag sem við áttum á hljóm- plötu á dönsku. Við skildum ekki allan textann eins og hann var sunginn á plöt- unni og gátum ekki komið honum á blað. Við gátum heldur ekki flutt lagið nema með einhverjum orðum svo að ég henti þarna niður einhverjum orðum. Síðan þurfti ég að gera þetta æ offar og hef aldrei tekið þessa iðju mína sem skáldverk enda eru textar dálítið annað en Ijóð. Ég hef heldur aldrei gert texta nema af því að það vantaði texta. VIKAN: Hvað hét svo þessl fyrsti texti? Gaukur: Ætli það hafi ekki verið Mærin ffá Mexíkó? Síðan er ég búinn að gera fullt af þessu. Lengi vel var ég með stærstu textaskúffuna í útvarpinu — þangað til þú tókst við og ert núna með stærri skúffu. VIKAN: Er eitthvað til í því að þú viljir ekki viðurkenna alla textana þína? Einhvem tima heyrði ég að þú hefðir aldrei verið sáttur við „Ó, æ, aumingja ég“. Gaukur: Það er eini textinn, ef texta skyldi kalla, sem ég vil alls ekki viður- kenna og sem ég hef aldrei gefið leyfi til að yrði settur á plötu. Ég samdi hann ein- hvern tíma fýrir eitthvert „show“ í Austur- bæjarbíói, algerlega út í bláinn. Svanhildur: Mér finnst þetta góður texti, Gaukur minn. Gaukur: Mér finnst hann alveg hrylli- legur — og ég vissi ekki fýrr en hann var kominn á plötu. Það var ekki einu sinni hringt í mig. Þeir hljóta að hafa tekið þetta einhvern veginn upp í Austurbæjarbíói og allt í einu var búið að gefa það út undir mínu nafni, algerlega án míns vilja — sem minnir mig á það sem þú hlýtur líka að hafa orðið var við, að það er oft farið svo- lítið frjálslega með þessi hugverk, ef hug- verk skyldi kalla. Menn hafa ekki einu sinni fyrir því að spyrja hvort manni sé ekki sama þótt þetta sé sungið fyrir alþjóð. Og fara ekki einu sinni rétt með það litla sem maður er að hnoða saman. Mér er ekki vel við það. Þetta er ekki það merki- legt að það megi við því að missa neitt. Svanhildur: Það eru til dæmis ekki fáar útgáfurnar sem hafa komið út af textanum „Hátíð í bæ“. Gaukur: Sem var bara saminn einu sinni. VIKAN: Semurðu músíkina með öðru hugarfari? Gaukur: Ég hef aldrei tekið sjálfan mig hátíðlega í músík. VIKAN: Nú áttu ættir að rekja til Suðumesja eins og margir músíkant- ar. Er það eitthvað á Suðurnesjum sem gerir menn að músíköntum? Gaukur: Ég vil endilega trúa því. Kannski hefur Grindavíkurhaflð haft ein- hver áhrif. Hins vegar er ég Reykvíkingur og vesturbæingur en ég fór alltaf til afa og ömmu í Grindavík þegar frí var í skólan- um. Fór sama daginn og kom ekki heim fýrr en daginn áður en skólinn byrjaði. Sig- valdi Kaldalóns var læknir í Grindavík á þessum árum og kom oft til afa og ömmu. Ég man eftir að hafa staðið fyrir utan gluggann hjá honum og heyrt menn vera að syngja fýrir innan — til dæmis MA-kvart- ettinn og fleiri góða menn. Þarna komu margir músíkalskir menn. En ég man líka eftir því að á sama tímabili hlustaði ég með mikilli áfergju á danshljómsveitir Þóris Jóelssonar og Bjarna Böðvarssonar í ríkisútvarpinu. Nú fórum við út í aðra sálma og fórum að tala um Gítarskóla Ólafc Gauks, starf hans sem ritstjóra VR-blaðsins, ffönsku- nám Önnu Mjallar við háskólann og starf Svanhildar á Ríkisútvarpinu þar sem hún vinnur á tónlistardeild og sér um tvo fasta þætti í hverri viku; efni sem gæti fyllt heila opnu í viðbót en við verðum að sleppa hér. Ég spurði Gauk líka hvað honum fýndist almennt um lög sem íslenskir músíkantar væru að setja saman til að reyna að koma á framfæri erlendis og hann sagði: „Mörg eru ágæt en önnur eiga enga möguleika sem útflutningsvara." Svo feng- um við okkur meira kaffl og tókum upp léttara hjal. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.