Vikan


Vikan - 14.12.1989, Side 24

Vikan - 14.12.1989, Side 24
LÍKAN GALLA TEXTI: VILBORG GUNNARSDÓTTIR, JÚLÍUS S. HEIÐARSSON OG SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Olbeldi meðal barna og ungl- inga hefur verið mikið til um- ræðu undanfarnar vikur, en hefiir andlegt og líkamlegt of- beldi verið að aukast að undanförnu í barna- og unglingaskólum borgarinnar? Til þess að leita svara við þessari spurningu og öðrum er varða þetta mál fóru þrír nemendur á fjölmiðlabraut við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti á fiind lögreglumanns í Reykjavík, yflrkennara og skólastjóra í grunnskólum í borginni. Einnig var talað við nokkra unglinga og kannað hvort þeir þekktu til þessa ofbeldis sem verið er að ræða um. Á fiindunum með þeim fiillorðnu — lög- reglu, yflrkennara og skólastjóra — var fyrst spurt hvort ofbeldishneigðin hefði breyst og hvort hnífurn væri beitt. Lögregla: Ofbeldi er mjög misjafht eftir aldurshópum. Ofbeldi yngra fóiksins bygg- ist mest á stríðni og einelti. Eftir því sem krakkamir eldast færist þetta meira út í átök; átök sem við köllum í daglegu tali „miðbæinn". Þau ofbeldisverk eru venju- lega framin undir áhrifiim áfengis eða ann- arra vímuefna. Annars hefiir þetta ekki breyst stórkostlega. Það er kannski sam- fara breytingunni í þjóðfélaginu að ofbeld- ið er orðið tillgangslausara. Ekki hefur borið mikið á hnífiim og öðrum vopnum, þó finnst alltaf eitthvað annað slagið. Skólastjóri: Það ber ekki mikið á hnífiim. Aðallega eru þetta slagsmál. Yfirkennari: Við höfiim ekki orðið varir við hnífa hér. Eru ofbeldisverk unglinga í grunn- skólum kærð til lögreglu? Skólastjóri: Til allrar hamingju höfiim við yfirleitt ekki verið með svo erfið mál að það hafi komið til. 24 VIKAN' 25.TBL. 1989.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.