Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 67
BRAGÐGOTT MEÐ KAHLÚA
Gljóður
kalkún
fyrir 6-8
6 kg kalkún
1/3 bolli apríkósusulta
1/3 bolli Kahlúa
Þegar búið er að gera fylling-
una þá er kalkúninn fylltur og
lokað fyrir opin. Sultan er fín-
maukuð í blandara, Kahlúa
bætt í og blandað vel saman.
Berið á fuglinn áður en hann
fer inn í ofíi og af og til á með-
an á steikingu stendur (sjá
leiðbeiningar frá ffamleiðanda
um steikingartíma og sósu-
gerð). Einnig er mjög gott að
nota blönduna til að gljá gæs,
önd eða annan fúgl.
Fylling
2 gróf, dagsgömul brauð rifin
í mola
3/4 bolli smjör
2 bollar laukur, saxaður
2 bollar sellerí, saxað
1 bolli sveppir, saxaðir
2 bollar rúsínur
1 bolli steikt og stökkt beikon,
mulið
1/2-3/4 bolli soð
1/2 bollipecanhnetur, saxaðar
1/3 bolli Kahlúa
1/4 bolli steinselja, fersk
og söxuð
2 tsk timian
2 tsk appelsínubörkur, rifinn
1 tsk salt
1/2 tsk salvía (sage)
1/2 tsk pipar
Hitið ofninn í 175°C og bakið
brauðmylsnuna í 5 mínútur.
Hrærið í. Bakið í 5 mínútur í
viðbót, þar til létt ristað. Takið
úr ofninum. Setjið í stóra skál.
Bræðið smjör í stórri pönnu.
Setjið grænmetið út í og mýkið
aðeins. Takið af hitanum og
setjið það sem eftir er saman
við. Hellið yfir brauðmylsnuna
og blandið létt saman þannig
að blandan verði öll jafiiblaut.
Bætið meira af soði saman við
ef blandan er of þurr. Fyllið
kalkúninn.
64 VIKAN 25. TBL. 1989