Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 9
VIKAN: En þú hefur ekkert tekið þátt í dægurlagasamkeppnl á síðari tímum; Eurovision og svoleiðis. Gaukur: Nei. Líklega hef ég bara aldrei nennt því. VIKAN: Hvað finnst þér um keppni eins og eru í gangi núna til útflutn- ings. Gaukur: Útflutningskeppni, já. í stuttu máli finnst mér dómnefhdir ekki hafa stað- ið sig sem skyldi. Ég held að ísland hefði aldrei lent á botninum ef dómnefndir hefðu verið sér meira meðvitandi um til hvers þær vom að dæma, hvað þær vom að dæma og hvert það átti að fara sem þær dæmdu. Það voru lög í hverri einustu keppni sem hefðu getað — er ég nærri viss um — náð hærri sætum en ísland náði. ís- lendingar eiga að hætta að fyrirlíta Euro- vision-keppnina í þykjustunni og setja sig á háan hest - um leið og þeir glápa á hana, allir sem einn. Anna Mjöll: Ja, það er náttúrlega vit- laust viðhorf að dæma lag best sem er með flottasta textann, en það er ekki málið. Það er eins og að fara að keppa með hand- boltaliði og ætla svo allt í einu að fara að spila fótbolta. Svanhildur: Flytjandinn verður líka að vera „prófessjonal" og hafa ekki komið ífam opinberlega áður. Það hlýtur að vera mikið átak að koma fram fyrir hundmð milljóna áhorfenda. Gaukur: Það nær ekki nokkurri átt að senda algera viðvaninga í slíkt. Það er ekki hægt að gera fólki það. Ég hef átt ýmislegt saman að sælda við Eurovision-Iög í tutt- ugu ár eða meira og þykist allkunnugur þessari keppni. Ég útsetti fýrir Svavar Gests hin og þessi Eurovision-lög sem voru sett á plötur hérna um árið. Einu sinni skrifaði ég lagið sem vann, tókum það upp kvöldið eftir að úrslitin fengust, ég gerði strax texta við það og það var komið út á íslensku eftir viku. VIKAN: Hvemig tókst ykkur að koma þessu út á viku þegar það tekur ■ Anna Mjöll: Já, það er náttúrlega vitlaust viðhorf að dæma lag best sem er með flottasta textann, en það er ekki málið. Það er eins og að fara að keppa með handboltaliði og ætla svo allt í einu að fara að spila fótbolta. ■ Gaukur: Ég hef heldur aldrei verið þannig að ef ég sé brennivínsglas þá hendi ég mér á það. Hitt er annað mál að maður leiddist út í vínnotkun, allt of mikla, og þegar hún var orðin það mikil að hún var í fyrsta lagi farin að valda mér lífsleiða og í öðru lagi vandræð- um, bæði í heimilislífi og starfi, þá fór ég að hugsa málið svolítið. mínnst þrjár vikur að koma út tilbú- inni plötu í dag? Gaukur: Þetta kom að vísu út á tveggja laga plötu en ég veit ekki hvernig hann Svavar fékk þetta í gegn. Ég skildi það aldrei. Svanhildur: Hann var galdrakarl á þessu sviði. VIKAN: Hvað finnst þér um íslensk dægurlög núna? Gaukur: Ég hef allt gott um þau að segja. Þó flnnst mér leiðinlegt þegar farið er mjög illa með málið og sérstaklega fer í taugarnar á mér ef áherslurnar eru vitlaus- ar í textunum. Oft er það vegna þess að söngvararnir skilja ekki það sem þeir eiga að flytja. En margt er vel gert hérna, sem betur fer, og annað lakara eins og gengur. Ég get alveg sætt mig við marga stíla. Það þurfa ekki allir að semja á sömu bylgju- lengd. í Ameríku er það þannig að maður vinnur með öllum mögulegum aldurs- flokkum — allt frá átján ára og upp úr. Það eina sem ég get sett út á hérna er að mað- ur fær ekki mikil tækifæri til að vinna með ungum strákum þar sem hver getur lært af öðrum. VIKAN: Á sínum tíma varstu með nokkuð mörg jám í eldinum; varst blaðamaður á Tímanum, gafst út textarit, spilaðir, útsettir og samdir lög og texta en á sama tíma lifðirðu ,Jiinu ljúfa Iífí“ ef svo má segja. Var ekki strembið að koma þessu heim og saman? Gaukur: Ja, þetta var hasarderað líf. Þú verður að gæta að því að spilamennskan var allt öðruvísi en hún er núna. Við spil- uðum alltaf sex kvöld í viku, stundum sjö. Þar að auki spiluðum við til dæmis um tíma eitt útvarpsprógramm í hverri ein- ustu viku á vellinum og ég þurfti að undir- búa allar kynningar sérstaklega á ensku. Við þurftum alltaf að vera með ný og ný lög og útsetningar. Og svo tókum við þátt í ýmsu sem upp á kom. Við æfðum í matar- tímanum, frá tólf til tvö, fjóra daga vikunn- ar og þar að auki var ég blaðamaður um skeið. En nú viltu auðvitað að ég fari að tala um brennivínið í kringum skemmt- analíflð. Svanhildur: Og freistingarnar svoköll- uðu. Vín er auðvitað hægt að ná í alls staðar. Ef þú ert fyrir vín færðu þér vín. Og fýrir mig er það engin freisting. Það eru allt aðrar freistingar sem ég fell fyrir. Gaukur: Ég hef heldur aldrei verið þannig að ef ég sé brennvínsglas þá hendi ég mér á það. Hitt er annað mál að maður leiddist út í vínnotkun, allt of mikla, og þegar hún var orðin það mikil að hún var í fyrsta lagi farin að valda mér lífsleiða og í öðru lagi vandræðum, bæði í heimilislífi og starfi, þá fór ég að hugsa málið svolítið. Sem betur fer var ég svo heppinn að þetta kom upp akkúrat um sama leyti og mikil alda var í brennivínsmálum hérna og ég sá marga kunningja mína ganga glaða og reifa eftir Austurstræti. Þeir voru búnir að fara í svokallaða meðferð, höfðu náð tökum á sjálfum sér, lífinu og tilverunni og voru orðnir bjartsýnir og brosmildir á ný. Og einn góðan veðurdag bar ég gæfu til að lyfta upp tóli og biðja um aðstoð. Ég fékk hana og síðan eru liðin tólf ár. Ég held að ég hafi aldrei gert neitt þarfara. Auðvitað breytir það lífi manns að vera laus við eitt- hvað sem maður er alltaf með innra með sér. Það liðu oft vikur og stundum mánuð- ir án þess að ég smakkaði vín en það var allt of mikið samt og slæmt þegar það varð. Auðvitað kom þetta mér oft í koll. VIKAN: En svo við snúum okkur að hinum hliðum skemmtanalífsins. Á miðjum sjöunda áratugnum varstu kominn með eigin stórhljómsveit, Sextett Ólafs Gauks. Gaukur: Já. 1965 var ég kominn með eigin hljómsveit í Lídó og við gerðum það nokkuð gott. Svo lentum við í sjónvarps- þáttum sem kynntu okkur vel. \TKAN: Þetta voru eiginlega fyrstu leiknu sjónvarpsseríumar héma. Svanhildur: Við vorum á réttum tíma á réttum stað. Gaukur: Enda urðum við nokkuð þekkt 25. TBL 1989 VIKAN 9 Sextett Ólafs Gauks árið 1969. Frá vinstri: Rúnar Gunnarsson (látinn), Andrés Ingólfsson (látinn), Svanhildur, Ólafur Gaukur, Carl Möller og Páll Valgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.