Vikan


Vikan - 14.12.1989, Page 25

Vikan - 14.12.1989, Page 25
Lögregla: Það eru tiltölulega fá ofbeld- istilvik sem koma til lögreglunnar, þó koma af og til kærur um atvik sem telja má til ofbeldisverka. Yfirkennari: Ég veit ekki til þess að svona mál innan skólans hafi verið kærð. En ef ráðist er á ungling og hann er beittur ofbeldi getum við ekki annað en ráðlagt foreldrum að kæra til lögregfunnar. Má vísa grunnskólabömum úr skóla? Skólastjóri: Nei, við getum engan sent í burtu en þegar svona alvarleg mál koma upp á að hafa samband við sálfræðing og foreldra. Er einhver sérstök deild innan skól- ans sem sér um mál unglinga? Yfirkennari: Um leið og í ljós kemur að vandamálið er alvarlegt er haft samband við sálfræðideild skóla sem kemur strax inn í málið. Þar er málið síðan unnið áffam með skólanum og foreldrum í leit að ein- hverri heppilegri lausn; ekki til að losna við krakkann heldur til þess að hjálpa hon- um að yfirvinna vandræðin sem hann er í. Skólastjóri: Já, við höfum sálffæðing sem er í föstu starfi og kemur um það bil einu sinni í viku. Það er jákvætt svo langt sem það nær. Annars vildi ég gjarnan að hans tími hjá okkur væri meiri. Hvað er gert við afbrotaungling? Lögregla: Það er ekkert takmark að ná í ofbeldisungling til að stinga honum inn. Helst er reynt að ná í hann til að fá að vita hvað hafi gerst, í því máli sem hann tengist, með það fyrir augum að leiðbeina honum í rétta átt. Hvað geta skólar og kennarar gert til að koma í veg fyrir ofbeldi? Yfirkennari: Ég held að allir verði að gera sér grein fyrir því að þarna er ákveðið vandamál á ferðinni, ekki bara í skólanum heldur hjá eldra fólki líka, en þetta er kannski viðkvæmast hjá krökkum eða í grunnskólum. Ég held að það sem skólarn- ir og kennararnir geta gert sé að leggja áherslu á að það er hver með sínu sniði og það eru ekki allir steyptir í sama móti því off skapast svona áreitni og ofbeldi af því að fólk er yfirleitt svo þröngsýnt og óum- burðarlynt. Hvemig bregðast foreldrar bama, sem beita ofbeldi, við þegar þið hafið samband við þá? Yfirkennari: Langflestum bregður illi- lega og verður mikið um, finnst þetta al- mennt slæmt mál og leiðinlegt og vilja gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir þetta. Skólastjóri: Yfirleitt bregðast þeir mjög vel við og hafa vissan skilning á vandamál- inu. Þó eru dæmi þess að foreldrar hafi orðið alveg ráðalausir. Viðbrögð þeirra geta þó orðið heldur stirðari þegar á líður. Em böm bótaskyld ef þau valda skemmdum? Yfirkennari: Reglan er sú að ef krakkar valda skemmdum, til dæmis á húsnæði eða húsgögnum, er nú í flestum tilfellum farið ffam á að þeir bæti það sjálfir eða foreldrar þeirra. Ef um er að ræða skemmdir á eig- um annarra barna er mjög oft reynt að fara ffam á að foreldrar viðkomandi barna bæti skaðann. Það fer eftir atvikum hvort það er þá gert beint eða í gegnum heimilistrygg- ingu. Skólastjóri: Yfirleitt borgar borgarsjóð- ur ef eigur borgarinnar eru skemmdar en ef hægt er að festa hendur á einhverjum er hann látinn greiða helming að minnsta kosti. Ef brotið er mjög gróft þurfa við- komandi að borga allt tjónið. Ef hins vegar unglingar hér í skólanum valda tjóni á hlutum eða fötum annarra látum við við- komandi borga einhvern hlut í tjóninu. Það var eitt tilfelli nú í haust. Tvær stelpur úr sjöunda bekk höfðu krotað nokkra stafi á skólann og ég lét þær taka tvo daga í að þrífa það. Eftir þetta kom önnur stelpan til mín og sagðist aldrei ætla að gera þetta aftur. Lögregla: Já, í Noregi er þetta til dæmis gert ef unglingar hafa brotið rúðu eða unnið skemmdarverk á eigum annarra. Þá hafa félagsmálayfirvöld reynt að koma á fúndi með tjónþola og unglingi með það fyrir augum að þeir vinni saman að því að „Stelpur úr 8. bekk tóku stelpu úr 7. bekk og brenndu hana með sígarettum. Hún bafði sagt einni stelpunni í 8. bekk að halda kjaftf gera við það sem skemmt var. Þá fær ungl- ingurinn nasasjón af því hve miklar af- leiðingar skemmdarverkin hafa og hversu langan tíma tekur að gera við. Er algengt að vandræðaunglingar komi frá svokölluðum vandræða- heimilum? Skólastjóri: Þegar móðirin er barin skil- ar það sér til næstu kynslóðar í mörgum tilfellum. Sumum unglingum finnst sjálf- sagt að haga sér eins og faðirinn. Lögreglan: Það er ekki einhlítt að vand- ræðabörn komi aðeins frá slæmum heimil- um. Börn geta líka lent í vandræðum og þá kann það að stafa af því að tengsl eða sam- skipti séu ekki eins og best verður á kosið. Afskiptaleysið er kannski mest einkenn- andi í þjóðfélaginu núna. Yfirkennari: Það er býsna oft sam- svörun milli þess að erfiðleikar eru heima fyrir og erfiðleikar út á við — bæði í skóla ög annars staðar. Það er kannski rétt, því að við höfúm talað um ofbeldismál, að skipta þessu svolítið upp. Það er andlegt og líkamlegt ofbeldi. Stundum fer þetta saman, ákveðnir einstaklingar eru beittir þessu hvorutveggja. Stundum eru þetta barsmíðar og áflog sem eru tilviljana- kennd og endurtaka sig ekki gagnvart sama einstaklingi. Svo er hins vegar einelt- ið sem endurtekur sig æ ofan í æ, gagnvart sama einstaklingnum. Það er hins vegar al- varlegt mál og afar erfitt að taka á því. Um leið og farið er að sauma að ofbeldis- seggjunum og leiða þeim fýrir sjónir hvað þeir eru að gera flyst vandamálið úr skólanum út á skólalóðina og á alla mögu- lega staði, þar sem fáir eða engir verða var- ir við þetta. Þá er orðið afar erfitt að fást við þessa hluti. Þegar ég tala um agaleysi og uppeldisleysi á ungum krökkum er ég ekki að tala um bein ofbeldismál heldur fyrst og fremst eirðarleysi og litla þjálfún í samskiptum við aðra, litla þjálfun í að bíða og litla þjálfún í að taka tillit til annarra. Getur það ýtt undir mótþróa og af- brigðilega hegðun ef unglingar eru stimplaðir í sambandi við viss hverfl eins og til dæmis Breiðholtið? Yfirkennari: Ég held að slíkt Ieiði ekki til ofbeldis en ég veit að krökkum, til dæmis í Fellahverfi, sárnar oft mjög mikið þegar þeir eru bornir þeim sökum að vera ein- hver óaldarlýður eða slagsmálalýður. Krakkarnir vita manna best að svo er ekki. Þetta heyra þeir samt oft í sjónvarpi og lesa í blöðum og jafhvel þegar þeir koma inn í verslanir eða sækja einhverja aðra þjónustu niður í bæ. Fullorðið fólk á förn- um vegi setur jafnvel upp hneykslunarsvip þegar það heyrir að krakkar séu úr Fella- hverfi. Þetta sárnar þeim mjög því þeir gera sér alveg grein fyrir því að þetta er ekki réttmætt, oft þvert á móti. Við höld- um árlega árshátíð utan skóla og þær hafa verið haldnar í Þórskaffi í mörg ár. Fram- koma krakkanna hefúr verið með slíkum sóma að okkur hefúr verið boðinn besti salurinn, sem engum öðrum stendur til boða. Ég nefni þetta sem dæmi. Hafa fjölmiðlar slæm eða góð áhrif á böm og unglinga varðandi ofbeldi? Yfirkennari: Ég held að miklar ofbeldis- myndir og ofbeldisdýrkun ýti undir að börnum finnist sjálfsagt að afgreiða málin með látum og kunni þá enga aðra aðferð. Mér finnst sumt af því efni sem er í sjón- varpinu fýrir neðan allar hellur. En fjöl- miðlar eru annað og meira en bara sjón- varp og videospólur. Ég held að með um- fjöllun, sem ekki ýtir undir ofbeldi og of- beldisdýrkun, sé hægt að hafa heilmikil áhrif í hina áttina. Lögreglan: Að gefnu tilefni hefúr undan- farið verið talsverð umræða í fjölmiðlum um ofbeldi. Allt verður meira áberandi þegar umræða skapast en það er spurning hversu mikil hún má vera varðandi þessi mál. Hún má ekki gagna út í öfgar og held- ur ekki vera of lítil. Skólastjóri: Já, margir fjölmiðlar blása málin yfirleitt alltaf upp. Að sjálfsögðu er það af hinu góða að menn láti ekki eins og þetta sé ekki til. Umfjöllun er að því leyti góð, en þó þarf hún að vera ábyrg og ekki í æsifféttastíl eins og ýmsir fjölmiðlar gera sig seka um. Hvað segja unglingarnir sjálfir? Þar sem mikið hefúr verið rætt um of- beldi meðal unglinga og barna ákvað blaðamaður að fara á stjá og kynna sér svo- lítið þessi mál hjá unglingunum sjálfum. 25. TBL. 1989 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.