Vikan


Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 48

Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 48
skinnsskóm og á gærum og syngja um Gullfoss og Geysi. Við getum alveg gert betur en við höfum sýnt. Og án þess að lasta fólk á landsbyggðinni þá eru dóm- nefhdirnar alveg fáránlega samansettar. Fólk má ekki hafa vit á tónlist, ekki vinna við tónlist, ekki vera skyidt hinum og þessum og ég veit ekki hvað. bað er eins og tóniistarmenn séu annars flokks fólk. Hvernig heldurðu að útkoman hjá íslenska handboltaiandsliðinu væri ef eingöngu tónlistarmenn myndu velja það. Það má líkja þessu saman. Það á að mínu mati að láta tónlistarmenn hafa eitthvað að segja um hvaða lag er valið.“ Nú hef ég heyrt fólk segja að það sé kominn tími til að þú farir í keppnina. Hvað segir þú um það? „Ég væri tilbúinn til að fara með rétta lagið en það er eins og allir vita erfitt að spá um hvað sé rétta lagið. Ég tel að hing- að til hafi ég verið með nokkuð sterk lög. Við eigum tvímælalaust að halda áfram að taka þátt í Eurovision." En ef við snúum okkur að öðru. Er erfitt að vera þekktur á íslandi? „Það var skrítið fyrst en það kemur ekki við mig núna. Mér hefur tekist nokkuð vel að halda einkalífl mínu fyrir mig eftir að ég eignaðist fjölskyldu en hérna áður þegar maður var að byrja þá hafði maður bara gaman af athyglinni enda ekki um neinn annan að hugsa en sjálfan sig. Það segir sig sjálft að maður hleypir ekki hverjum sem er að sér og ég er líklega með ákveðna grímu dags daglega sem fellur innan um íjölskyldu og vini. Ég þekki gífurlega marga en eins og flestir á ég fáa en mjög góða vini. Ég virka líklega mjög stuð- andi á marga því ég er mjög ákveðinn, en ég tel mig ekki hrokafullan. Ég er mjög harður á mínu en ég er líka fyrsti maður til Björgvin Halldórsson ásamt söngvaranum Rod Stewart, sem tók með honum lagið á sviði Broadway hér um árið. Davíð Oddsson borgar- stjóri var meðal viðstaddra. Þegar Fats Domino kom hingað til tónleika- halds kom það í hlut Björgvins að sjá til þess að allur aðbúnaður fyrir stórstjömuna væri fyrsta flokks. Það tókst svo vel, að Domino kom fljót- iega aftur. að viðurkenna ef ég hef haft rangt fyrir mér. Ég er mjög kröfuharður og geri sömu kröfur til annarra og ég geri til sjálfs míns. Flestir hafa skoðun á því hvernig ég er en hana hafa þeir oftast myndað úr fjölmiðl- unum án þess að þekkja mig nokkuð." Hvað gerirðu þegar þú átt frí ef það kemur fyrir? „Þá horfl ég á kvikmyndir, les og ferðast. Svo hef ég gaman af tæknilegum hlutum, er hálfgert tækjafrík sem kemur líklega af því að ég fékk aldrei bíladellu. Við eigum að nýta tæknina eins og við getum til að gera okkur líflð auðveldara." Ekki fyrir alla að vera í þessum bransa Nú er dóttir þín, Svala, byrjuð að syngja með þér. Heldurðu að hún feti í þín fótspor? „Börnin mín eru mjög músíkölsk. Svala vildi fá að syngja á jólaplötu sem kom út fyrir tveimur árum og ég sagði henni að ef hún treysti sér til þess þá mætti hún það. Nú hún gerði það og nú syngur hún lag á jólaplötunni minni fyrir þessi jól. Ég ýti ekki undir börnin mín og bý ekki til áhuga á bransanum hjá þeim en ef þau vilja það sjálf þá stend ég ekki í vegi fyrir þeim. En það er alls ekki fyrir alla að leggja þetta fyrir sig. Ég ætlaði aldrei að fara út í þetta heldur álpaðist ég út í þetta í Flensborg þegar ég var 16 ára. En þetta hefur verið góður skóli og ég ætla að halda áfram eins lengi og áhuginn er fyrir hendi og meðan árangurinn er góður. Nú ef hann verður verri þá bara prófa ég eitthvað nýtt. Ef ég hefði annað val þá myndi ég hiklaust velja sömu braut en að sjálfsögðu með vissum breytingum." □ Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þú átt von á hrósi fyrir vel unnið verk. Viðbrögð þín fara eftir því hvort þér finnst þú verð- skulda lofið. Þetta er líklegttil að verða þér hvatning til dáða og framhaldið markar tímamót. Þú hefðir gott af að leiða hugann að fleiru en veraldlegum efnum yfir hátíðirnar. Nautið 20. apríl - 20. maí Fólk hyllist til að halda að þú hafir ótakmarkaðan tíma til að sinna alls kyns kvabbi. Þótt þú hafir gaman af að gera öðrum greiða skaltu ekki láta spilla fyrir þér jólafriðnum. Sjái aðrir ekki sóma sinn í að stilla tilætlunar- seminni í hóf verður þú að sjá um að setja mörkin. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Mótvindur getur verið hressandi þótt hann sé óþægi- legur meðan mest gustar. Þú átt í vændum að læra af mistökum sem reynast þér ekki eins dýr- keypt og í fljótu bragði virðist. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Vertu jákvæðari og bjart- sýnni en að undanförnu. Þú ættir að leggja áherslu á það sem vel tekst í stað þess að tönnlast í sí- fellu á þínum eigin mistökum og annarra. Þú hefur áhrif víðar en þig grunar. tMeyjan 24. ágúst - 23. sept. Það segir til sín hversu hart þú hefur lagt að þér. Nú er tími til kominn að sinna eigin þörfum. Þú sérð ekki eftir því aó verðlauna þig ærlega og getur með góðu móti látið aðra njóta góðs af. Leggðu höfuðið í bleyti, finndu út til hvers hugurinn stendur og láttu til skarar skríða. Vogin 24. sept. - 23. okt. Freistingarnar hlaðast að þér þessa dagana og þú átt bágt með að standast þær. Þér helst illa á peningum og mátt búast við að nokkur átök kosti að velja og hafna. Láttu samt eftir þér eitt- hvað af því sem hugurinn girnist. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Notalegt tímabil er fram- undan og ánægjustundir fjöl- skyldufólks venju fremur margar. Svo virðist sem allt leggist á eitt til að gera jólahaldið ánægjulegt og ættir þú að meta það þar sem slíkt er hreint ekki sjálfgefið. Þú býrð lengi að þessum meðbyr ef þú kannt að nýta þér hann. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Þú verður að stilla kröfunum í hóf og skalt hafa hugfast að sælla er að gefa en þiggja. Ekki á þetta einungis við um áþreifanleg verðmæti og á næstunni gefast þér ófá tækifæri til að styrkja tengslin við þá sem þér eru kærir. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Þú verður störfum hlað- inn og finnst þú ekki sjá fram úr því sem gera þarf. Ekki er víst að öllum þyki það nauðsynlegt sem þú ert að sýsla en ef til vill getur þú farið bil beggja svo allir verði ánægðir. Þú getur ekki ætlast til að aðrir sýni hugðarefnum þín- um jafnmikinn áhuga og þú. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Ýmsir viðburðir eru ( vændum en ekki gera þeir allir boð á undan sér. Þú ættir að láta slag standa, taka þátt í því sem fram fer en láta ekki á þig fá þótt ekki verði allt eins og þú hafðir hugsað þér. Ánægjuefnin leynast víðar en þig grunar og þú hefur gott af að kynnast því. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Notaðu hátíðina til að hafa samband við fólk sem þú metur mikils en þér finnst þú vera í þann veginn að missa tengslin við. Fullvíst má telja að þér verði vel tekið og þarf ekki að verða fyrirhafnarsamt. Þetta auðgar lif þitt og þú glöggvar þig á hvað þú metur í rauninni mest. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þér verður það á að full- ryrða of mikið og færð hörð viðbrögð. Þér er hollast að draga í land hið snarasta til að halda friðinn enda lítið vit í að láta ekki stærra mál spilla fyrir þér. Forð- astu óhóf í mat og drykk. Þér kemur til með að líða betur ef þú lætur vera að kýla vömbina. 5TJORMU5PA 25. TBL. 1989 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.