Vikan - 14.12.1989, Blaðsíða 20
endur og í því tilfelli hvílir mikil ábyrgð á
herðum gagnrýnenda.
Egill og Ólöf inn í myndina
Ég samdi þessi lög þannig að ég söng
sum þeirra með þessari venjulegu rödd
minni og önnur í „falsettu", sem er söngur
á háu nótunum. Þannig kom það af sjálfu
sér að það varð söngkona að syngja þau
lög en Egil hafði ég alltaf heyrt fyrir mér
syngja hin lögin.
Þetta mál datt síðan allt upp fyrir þang-
að til núna og þá ákvað ég að fá Ólöfu til
að syngja. Ég var þó dálítið hræddur um
að hún myndi syngja í of miklum óperu-
anda. Þessi lög eru ekki þess eðlis að hún
geti nýtt sér alla þá möguleika sem rödd
hennar býr yfir þannig að sá ótti varð
ástæðulaus.
Mér finnst allir sem hlut áttu að máli,
sérstaklega Egill, Ólöf, Gunnar Smári og
Árni Harðarson, er sá um útsetningarnar
sem gerðu mikið fyrir lögin, skila sínu
verki alveg frábærlega vel. Sama má segja
um hljóðfæraleikarana og Sveinbjörn
Gunnarsson sem hannaði plötuumslagið.
■ „Það er fáránlegt að verið
sé að fá frábært erlent
tónlistarfólk hingað til lands
á listahátíð og bjóða því upp
á að halda tónleika í
einhverjum íþróttahúsum þar
sem ekki er gert ráð fyrir
hljómburði né nokkurri
aðstöðu fyrir það.“
Hlustaði mikið á „Kanann“
Ég vona að ég sé langt frá því að vera
staðnaður. Ég þarf að gefa mér tíma og þá
er aldrei að vita hvað getur gerst. Ég er
mjög kröfuharður á tónlistina sem ég sem
og ég læt helst ekkert frá mér nema ég sé
ánægður með það.
Þó er eitt skilyrði fyrir því að ég geti
samið góða popptónlist sem ég ætla að
flytja sjálfur og það er að ég semji hana á
ensku, þrátt fýrir að ég sé mikill málvönd-
unarmaður í mér. Þetta má sennilega rekja
til bernsku minnar þar sem ég er alinn upp
í Keflavík og hlustaði mikið á „Kanann“.
Þar var að sjálfsögðu allt sungið á ensku og
á ég mjög auðvelt með að tjá mig á því
tungumáli.
Ég get verið mjög sæmilegur dægurlaga-
söngvari þegar ég syng íslenska texta en
ég held þó að margir aðrir söngvarar séu
mun betri í því. Þegar ég syng á ensku
finnst mér ég þó standa hinum ffamar.
Þetta hefur ekkert með tungumálið að
gera, hversu undarlega sem það nú
hljómar, heldur er það tilfinningin sem
liggur að baki söngnum. Mér finnst engin
lög sem ég syng vera alvörupopplög nema
þau séu á ensku.
Ætla að þróa röddina betur
Það sem mig langar til er að þróa rödd-
ina betur. Ég hef lítið notað þá möguleika
sem hún býður upp á. Ég hef alltaf lent í
sama farinu þegar ég hef verið beðinn um
að syngja ýmis lög opinberlega; að nota
þessa venjulegu útvarpsrödd. Á því er ég
orðinn þreyttur. Mig langar til að nota
röddina á fjölbreyttari hátt en ég hef gert
til þessa.
Það næsta sem er á dagskrá hjá mér er
að taka upp tvö til fjögur popplög í vor.
Það er svo skrýtið að þegar ég er búinn að
semja lög eins og eru að koma út núna á
þessari plötu þá verð ég að hvíla mig og
taka til við poppið. Það sama gildir um
poppið. Þegar ég er búinn að starfa mikið
í því er mér nauðsyn að fara út í að semja
öðruvísi tónlist.
Ég vil helst semja tónlistina, gefa út
plötuna og hafa svo lokið mínu verki þar
með. Það er að vísu spilamennskan sem
gefur manni tækifæri til að lifa en mér
leiðist hún engu að síður. Ég vildi helst
mega semja þau lög sem mig langar til, án
þess að vera að hugsa um hvað selst og
ekki selst og vera laus við þá skyldu að
fylgja þeim effir með mikilli spilamennsku
og öðru umstangi sem er algerlega óháð
þeirri sköpun sem maður hefur látið frá
sér fara.
Að lifa á listinni
Á tímabili gekk mjög vel að lifa af tón-
listinni, sérstaklega á árunum ’78-’83 og
einnig á árunum áður, þegar Hljómar voru
upp á sitt besta. Núna hefur plötuútgáfa
minnkað verulega og er hún að mörgu
leyti komin í eðlilegra horf en áður var. Á
þeim tíma sem best gekk hafði maður sem
betur fer vit á að kaupa íbúð og er það
meðal annars vegna þess sem þetta gengur
fjárhagslega núna. Þó getur verið mjög erf-
itt að hafa ekki fastar tekjur en þetta bless-
ast vonandi áffam. Það sem gefur tónlist-
armönnum eitthvað fyrir sinn snúð er
spilamennska. Það eru ekki nema örfáir
sem fá eitthvað fýrir plötuútgáíú.
Tónlistarmenn þurfa
tónlistarhús eins og
alþingismenn alþingishús
Þess má geta að hluti af ágóða plötunnar
rennur til byggingar tónlistarhúss, meðal
annars vegna þess að mér finnst bygging
slíks húss algert skilyrði fyrir eðlilegu tón-
listarlífi í landinu. Að hafa engan ákveðinn
samastað fyrir tónlist er alger móðgun við
tónlistarunnendur og tónlistarfólk.
Það er fáránlegt að verið sé að fá frábært
erlent tónlistarfólk hingað til lands á lista-
hátíð og bjóða því upp á að halda tónleika
í einhverjum íþróttahúsum þar sem ekki
er gert ráð fyrir hljómburði né nokkurri
aðstöðu fýrir það.
Það er mjög skrýtið að það virðist aldrei
standa á fjármagni í íþróttamannvirki,
sama hvar er á landinu, en ekki fæst króna
til að byggja hús fyrir tónlistarflutning,
sem á sér örugglega fúllt eins marga unn-
endur og íþróttir. Slíkt hús er ekki til á
landinu. Hvað ætli séu til mörg íþrótta-
hús?
Hús til tónlistarflutnings þarf að sjálf-
sögðu að vera sérstaklega hannað með til-
liti til hljómburðar og tónleikahalds. Tón-
listarmenn þurfa tónlistarhús eins og al-
þingismenn alþingishús, sem er þeirra
fasti punktur í tilverunni."
Að þessum orðum mæltum er komið
myrkur og tími kominn fyrir mig til að
kveðja þennan frábæra listamann sem
hefúr í nógu að snúast við að gera lífið
bjartara fyrir samferðamenn sína. □
20 VIKAN 25.TBL. 1989