Vikan - 19.04.1990, Blaðsíða 8
Hvernig er kvennameðferð frábrugðin al-
mennri meðferð?
„Ég held að bæði þjóðfélagið og konur sjálf-
ar dæmi sig haröar ef um alkóhólisma er að
ræða. Við erum settar upp á ákveðinn stall og
við gerum það sjálfar alveg frá því fyrsta slauf-
an er hnýtt í hárið á okkur. Við eigum að vera
fínar og sætar og þegar við förum að drekka
brjótum viö niður þessa fallegu mynd af móður
og konu sem við viljum sjá í speglinum. Sem
dæmi má nefna að ef drukkin kona er að
flangsa utan í karlmönnum er hún drusla en
þótt karlmaður flengríði um allar sveitir lands-
ins er hann bara örlagasjarmör. Karlmenn fá
heldur ekki tíðir og fæstir þeirra viðurkenna að
þeir hafi neinar hormónatruflanir. En það er
algengt að konur drekki meira og verr rétt fyrir
blæðingar.
Svo hafa margar konur verið beittar ofbeldi,
bæði líkamlegu og andlegu, bæði í tengslum
við drykkjuna og áður en þær hófu drykkju.
Gegnumgangandi hjá þeim konum sem ég hef
haft til meðferðar er að þær hafa mjög slæmt
samband við mæður sinar þannig að sjálfs-
mynd þeirra er sérlega léleg. Drykkja hefur
mikil áhrif á útlit; þær fá fyrr hrukkur, kona eftir
drykkju er ekki falleg kona.
Konur í meðferð eru að stríða viö þessar
stereotýpur og ég held aö það séu ekki aðal-
lega karlmenn eða þjóðfélagið heldur konur
sjálfar sem eru bundnar af þessari mynd.
„Ég er ómöguleg," hugsa þær og það er
mjög erfitt að byggja sjálfsmynd þeirra upp.“
Hvaða vandamál koma upp í kvennameð-
ferð?
„Það er mikilvægt að fá konurnar til að
treysta hver annarri því mjög mikið vantar oft á
að svo sé. Þaö er aliö svo mikið á útlitsdýrkun
í þjóðfélaginu að þær eru mjög viðkvæmar
vegna útlits síns. Þær koma inn með bjúg og
Maður verður að finna að það
sé til einhvers að leggja
vímugjafann, sem kannski hefur
verið manns eini vinur til margra
ára, á hilluna.
kannski glóöarauga og það er allt í steik. -
Hvernig upplifir þá konan sig? Áreiðanlega
ekki eins og í Tab-auglýsingu. Hún fær minni-
máttarkennd gagnvart þeim konum sem líta
betur út og verður tortryggin.
Oft eru þessar konur auk þess mjög illa
staddar félagslega. Það er mikill sársauki í
þeim, mikil skömm og mikið vonleysi. Og það
sem einkennir endurkomumenn og -konur er
vonleysið.
„Tekst mér þetta nokkurn tima? Er ég ekki
bara eitt þessara vonlausu tilfella?" Það er sú
tilfinning sem fylgir þeim. Svo eru margar
þeirra kvenna sem verða alkóhólistar börn alk-
óhólista og hafa því ekki lifaö við eölilegt
heimilislíf eöa eðlilega hvatningu. Þeir sem al-
ast upp við alkóhólisma fá ekki eðlilega um-
hyggju né svörun við eðlilegum þörfum. En
meö því að tala um sameiginlega reynslu, tala
um vantraustið og jafnvel um minnimáttar-
kenndina gagnvart þessum fínu, menntuðu
konum sem líka sjást í meöferð og virkja
reynslu alls hópsins sameiginlega kemur í Ijós
að þær eru allar jafnar og skömmin er alveg
jafnmikil hjá þeirri sem er menntuð og með
skjalatösku og hinni sem ekkert á.“
Hvernig er konan sem alkoholisti?
„Þær kröfur sem við gerum til okkar sem
mæðra og þessi hugmynd okkar um „móður-
ina“ hrynur gjörsamlega til grunna um leið og
viðkomandi kona missir stjórn á drykkjunni.
Það er mjög sárt að standa frammi fyrir sjálfri
sér og sinni brotnu sjálfsmynd eftir neysluna
og tekur langan tíma að endurheimta sjálfs-
virðinguna - en það er samt hægt!
Konur eru off miklu lengra
komnar í neyslu en karlmenn
þegar þœr koma í meðferð.
Oft sjá konur ekkert annað en hversu slæm-
ar þær hafa verið og tengja það þá ekki endi-
lega inn í myndina að þær hafa kannski ekki
ráðið við fíknina og eru haldnar þessum sjúk-
dómi en líta frekar á sig sem hreinlega óhæfar.
Þegar svo þar ofan á bætist að Félagsmála-
stofnun er komin í málið og það er búið að taka
af þeim börnin, hvað eiga þær þá eftir af
kvenímyndinni? Það er ekki mikið. Svona upp-
lifa þær þetta fyrst en ef þær taka á málunum
og vinna í þeim geta þær margar hverjar lifað
alveg ágætis lífi. Þó vil ég leggja áherslu á að
miðað við aðstæður þessara kvenna þarf
geysilegan kjark og áræði til að takast á við
lífið. Það þarf að takast á við fordóma annarra,
við eigin fordóma og þetta eru í raun og veru
hinar eiginlegu hetjur. Þær sjá ekki fram á neitt
nema brauöstrit það sem eftir er en margar
þeirra halda ótrauðar áfram og ná sér og það
mætti vel heiðra þær fyrir það.“
Á hverju byggist endurkomumeðferð?
„Það má segja að fólki sé kennt að þekkja
viðvörunareinkennin áður en farið er að
drekka. Terence C. Gorski í Bandarikjunum,
sem skrifaö hefur mikið um endurkomufólk og
þessi fræði, heldur því fram aö ákveðinn að-
dragandi sé að því að einstaklingur, sem verið
hefur í meðferð og náð einhverjum árangri,
„fellur" og oft fellur viðkomandi aftur og aftur
viö svipaðar aðstæður. Aðalinntakið í endur-
komumeöferö er aö kenna fólki að meta slíkar
viðvaranir- aö sjá þegar öll Ijós eru blikkandi."
Nú heyrast gagnrýnisraddir á endur-
komumeðferð - það er talað um allt frá
aumingjadýrkun til þess að alkóhólisti,
sem fer í meðferð, fái eftirgefnar skuldir og
skatta?
„Og fái kannski frían síma líka? Ég kannast
ekki við slíkt. En við skulum taka fyrir af hverju
fólk getur ekki haldiö sér allsgáöu. Fólk heldur
sér ekki allsgáðu nema finna einhverja ástæðu
til þess. Ef það hefur ekki löngun til aö hætta
að drekka og sér ekki ástæðu til þess er það
ósköp einfalt - hvað sem viökomandi fer oft í
meðferð - að hann nær því ekki aö hætta aö
drekka. Og fyrir konu sem er að koma út úr
meðferð og þaö er búið að taka af henni
börnin, hún er búin að missa heimili sitt og er í
raun og veru ærulaus - það þarf svolítiö mikið
til að þessi kona fái von og löngun til að vera
allsgáð. Þannig lít ég á þetta - aö maöur verð-
ur að finna eða sjá að það sé til einhvers að
leggja vímugjafann, sem er búinn aö vera
manns besti og kannski eini vinur til margra
ára, á hilluna. Svo er búið að taka þennan vin
í burtu og það á að fara að standa frammi fyrir
raunverulegum afleiðingum neyslunnar - og
þaö er ekkert smámál.“
Þú ert búin að drepa á félagslegar af-
leiðingar, en hvað um tilfinningalegar af-
leiðingar?
„Tilfinningalegar afleiðingar af áfengis-
neyslu eru alveg hroðalegar. Ég tek dæmi um
unga konu, nýkomna úr meðferð. Hún er rúm-
lega tvítug og hefur verið í neyslu frá því aö
hún var tólf ára gömul. Segjum að hún sé sjálf
alin upp við alkóhólisma, fari síðan ung að
neyta vímuefna og sé í stöðugri neyslu í tíu til
tólf ár. Á unglingsárunum finnst henni hún ekki
falla inn í heildina og þar af leiðandi sé hún
„verri“ en hinir krakkarnir. Svo kemur hún út í
þjóðfélagið eftir þessa miklu neyslu, er með lít-
inn félagslegan þroska því hún datt út úr öllu
eðlilegu lífi og þegar hún á að fara að takast á
við sjálfa sig veit hún hvorki upp né niður. Hún
þekkir engin skil á tilfinningum sínum. Hún veit
ekki einu sinni hvaö þær heita. Hún veit ekkert
hver hún er eða hvað hún getur. Hún er með
fordóma í eigin garð fyrir að vera alkóhólisti og
hefur ávallt upplifað sig öðruvísi, í skóla og alls
staðar.
Þegar konur búa með mönnum
einungis af fjárhagsástœðum
vœri þess vegna hœgt að
senda þeim hinum sömu
afnotagjaldið með C-gíróseðli.
Það má alveg segja að tilfinningalíf þessarar
konu sé gjörsamlega í rúst. Það þarf að leiða
hana áfram eins og lítið barn, styðja hana,
stoppa hana af, benda á afleiðingar neyslunn-
ar, útskýra líkamlegar orsakir þess að henni
líður svona og segja henni að það eina sem
geti hjálpað henni sé tíminn. Líkiega eru þrjár
tilfinningar langsterkastar hjá henni: einmana-
leiki, sektarkennd og skömm! Sambandiö við
hitt kynið er ekkert nema bras. Oft álíta konur
að eina lausnin sé að fá einhvern til að halda
utan um sig en skilja svo ekki hvers vegna
þeim líður alltaf jafnilla."
Reynist konum erfiðara að hætta að
drekka en körlum?
„Ég veit ekki hvort það er erfiðara en það er
öðruvísi. Konur eru oft miklu lengra komnar í
neyslu þegar þær koma í meðferð. Þær hafa
getaö falið drykkjuna betur en karlarnir, skiln-
ingsgóður atvinnurekandi sér oft lengur í
gegnum fingur vegna vinnusvika konu en
karls. Þær eru líka helmingi minna metnar til
launa. Eiga þær samt að trúa því að þær séu
jafnmikils metnar? Hvernig í ósköpunum á aö
koma því heim og saman? Þær fara til lækna
8 VIKAN 8. TBL. 1990